Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 02.01.1926, Blaðsíða 1
Laugardag í. fanúar 1926. WaaBíaé L árgangur. 281. tölublað. GLEÐILEGT ÁR hljómBr af allra vörum fyrstu dagana eftir hver áramót. Það er þjóðlegur siður að bjóða gleði- legt ár og þakka fyrir það gamla, og þessi venja er eins almenn Og rótgróin og að bjóða gleðiieg jól og gleðilegt sumar. Þetta eru líka þau helztu tímamót í lííi voru og það, sem öðru fremur skiftir starfi voru og lifnaðar- háttum. — Nýtt ár gefur nýjar vonir, nýjar hugsjónir og nýjar framkvæmdir, og það er sam- eiginleg ósk allra, að það megi verða öllum sem gleðilegast og giftudrjúgast. Allir vita hvað lið- ið er, en enginn hvað framtíðin ber í skauti sínu, en allir vona, að það verði sem bezt og hvert nýtt ár betra en það, sem liðið er. Fyrstu dagar hvers árs hafa iiíka yfir sér einskonar nýjan rsvip, sem mótast bæði af geðblæ manna og framkvæmd athafna. Mönnum er léttara i skapi og ósýnna um erfiði, og flestir von- ast eftir batnandi árangri af nýju ársverki. Margt er miðað við áramót og margur á þá vpn einhverra umskifta á æfikjörum sínum — þótt sjaldnast rætist. I»á eru ný störf byrjuð, ný áform tekin og stefna hafin að nýjum takmörk- um. Munar þá mestu um hvern- ig áformunum er framfylgt, — hver einbeitni og þrautseygja er sýnd í sókninni að settu marki. Mikið gæti áunnist á skömm- um tíma, ef allir reyndust hug- sjónum sínum trúir og fram- fylgdu áhugamálum sínum með festu og dugnaði, eins og þeir gera bezt á einstaka athafna- stundum lifs sins. Átakaþróttur einstaklinganna er mjög misjafn og úthaldið enn margskiftara. En ef allir leggjast á eitt um að koma einhverju góðu máli í framkvæmd, þá er því sigurinn vís. Samstarf fjöld- ans að sameiginlegu takmarki getur yfirstígið allar torfærur og komiðflestu í verk, hversu erfitt sem það kann að sýnast í upp- hafi. Og ef allir einbeittu vilja sínum til sameiginlegra átaka um mestu þjóðþrifamálin, myndi það valda þeim breytingum til batnandi þjóðlífs, sem öllum færðu gott og gleðilegt ár. Samgöngur. i. í blámóðn Borgarfjarðar. Pað var einkennilega skemti- legt að fara gangandi langar leiðir seinni hluta nóvember- mánaðar á marauðri jörð og beztu færð, í vorhlýju veöri meö blámóðu um dali og hlíðar eins og á fögrum vormorgni. Á þess- háttar ferðalagi athugar maður ósjálfrátt »veginn og daginn« og lætur hugann fljúga. Og sé mað- ur einn á ferð, hefir maður tækifæri og gott næði til að »tala við skynsaman manncc, eins og hann sagði, strákurino, sem talaði við sjálfan sig. Eg fór gangandi frá Akranesi um MelasveU og Hafnarskóg upp í Andakílshrepp og sömu leið- ina til baka. Veður var yndis- lega fagurt, og ferðin gegnum Hafnarskóg varð mér ógleyman- leg. — Smátt og smátt opnast Borgarfjörður fyrir mér eins og draumblátt æfintýri. Fyrst fjörð- urinn og Hvítárós, sem fallast svo ljúflega i faðma, að hvergi sjást mðrk eða mót. Þar verður tvent eitt í fegursta samræmi. í»ar næst sveitin sjálf frá sæ til fjalla. Borgarfjörður er ætið jafn fagur i minum augum. Héraðið sjálft viðáttumikið og föngulegt. Nú opnast það augum minum sveipað fegursta fjarlægðarbláma, er gerir allar linur og liti mjúka og þýða. Dimblátt, þar sem kjarrið þekur holt og hlíðar, og þvi næst í öllum blámans lit- brigðum upp í blábleikt himin- hvolfið. Árnar blika eins og silfuræðar, og á stöku stað slær dauf kvöldsól lýsigullsbjarma á vötn og voga. Sólblik, kvöld- bjarmi og blámóða fléttast ein- kennilega yndislega saman um þetta fagra og mikla fratntlðar- hérað, sem nú blasir við mér í allri sinni dýrð, hrifur hug minn og hjarta og gerir mig vfðsýnan og skygnan. —------- Á svona löguðu ferðalagi verð- ur manni það fyllilega ljóst, hví- likt lífsskilyrði góðar og greiðar samgöngur eru. Og manni verð- ur það ósjálfrátt að gera upp huga sinn um beztu og full- komnustu úrlausn þeirra mála á þeim svæðum, sem maður fer um. Samgöngurnar við Reykja- vík eru eðlilega eitt af helstu lífs- og þroskaskilyrðum nær- sveitanna, og þá eigi sizt fyrir Borgarfjörð. En þvi miður eru samgöngur vorar víðast hvar enn bæði seinfærar og ógreiðar, jafn vel þar sem sæmilegt véga- samband er komið á. Það er að eins úr Reykjavik og austur um fjall og suður með sjó, að samgöngur má telja verulega góðar sökum hinna tíðu bilferða, sem þó eiga eftir enn að breyt- ast mjög til batnaðar á ýmsa vegu. Hafa þær samgöngur tekið ótrúlega miklum og snöggum þroska á skömmum tima, og mun nærri því eins dæmi, þar sem líkt hagar til og hér. Samgöngurnar milli Borgar- fjarðar og Reykjavíkur þekkjum við allir. Þær eru bæði lélegar ófullnægjandi. Ferðir »Suður- lands« eru strjálar, og skipið sjálft allsendis ófullnægjandi, þegar umferð er sem mest á sumrum, og eins til vetrarferða. — Mér er með öllu ókunnugt um, hvort nokkuð h^fir verið hugsað um samgöngur á landi. milli Borgarfjarðar og Reykja- víkur eða gerðar áætlanir um þær. En á ferð minni um Hafn- arskóg sá eg »sýnir miklar« i þá átt, og ætla eg að skýra frá þeim til fróðleiks og skemtunar. Eg

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.