Dagblað

Útgáva

Dagblað - 02.01.1926, Síða 2

Dagblað - 02.01.1926, Síða 2
2 DAGBLAÐ sá áœtlunar-bílana úr Reykja- vtk koma brunandi að sunnan um endilanga Melasveit. t*eir þutu fram bjá mér í sífellu, og voru að vörmu spori komnir upp að Hvítárbrú. Paöan béldu þeir í ýmsar áttir. Sumir niður i Borgarnes, aðrir vestur Mýrar, yfir Kerlingarskað til Stykkis- bólms. Og enn aðrir áleiðis til Akureyrar, Norðurbrautina. — Að vísu var þetta aðeins blá- móðu-draumur í Hafnarskógi. En það var einn þeirra drauma, sem í rauninni eru raunveru- legir. Og mér var þegar full Ijóst, að þessi draumur mun rcetast! Og það fyr en varir. Brýn þörf og óvenju góð skil- yrði stuðla að því í sameiningu. Og þá mun lífið sjálft ýta á eftir. Eg mun í næsta kafla skýra frá, hvernig eg hefi hugsað mér, að þetta mætti verða. Helgi Valtýsson. Borgarstjórakosningin. Telja má víst að borgarstjóra- kosning fari ekki fram að þessu sinni, eftir þeim afdrifum sem málið fékk á siðasta bæjar- stjórnarfundi. Reyndar má telja liklegt, að þeir sem urðu i minni hluta við atkvæðagreiðsluna um hvort kosning skyldi fara fram, uni ekki við svo búið, heldur ieiti réttar síns á hærri stöðum. En ólíklegt er að það beri nokk- urn árangur. Það er alment talið nauðsyn- legt, að borgarstjóri sé talinn kunnugur málefnum bæjarins og helzt að hann hafi nokkra sérþekkingu á stjórn bæjarmála. En hvorugt er hægt að segja um séra Ingimar á Mosfelli. Jafnaðarmenn höfðu mörgum á að skipa, sem líklegt var að hefði verulegra fylgi. Er óþarfi að nefna þar nöfn sérstakra manna, því þeir eru öllum kunnir. Einnig er það óskiljanlegt, að jafnaðarmönnum sé það nokk- uð keppikefii, að fá borgarstjóra úr sínum flokki, þótt þeir ætti kost á því, meðan þeir eru ekki i meiri hluta í bæjarstjórn, því auðvitað verður borgarstjóri fyrst og fremst að framkvæma vilja og samþyktir meiri hluta bæjar- stjórnarinnar, og er það í raun og veru aðalstarf hans. Það lítur því út fyrir að fram- boð séra Ingimars sé aðeins fálm út í loftið, en að engin al- vara liggi þar á bak við. Þessi ályktun er ekki dregin af ágrein- ingnum um kjörgengi hans, heldur út frá þeim forsendum, sem hér að framan greinir. Það má því telja vel farið, að ekki verði gengið tii kosninga að þessu sinni og þannig eytt fé og fyrirhöfn til einkis gagns. En hins vegar má telja ákvæðið um að frambjóðendur skuli vera á kjörskrá bæjarins svo fádæma vitlaust að undrun sætir. Borgin. Næturlæknir M. Júl. Magnús Hverfisgötu 30. Simi 410. Jíætnrvörður i Rvíkur Apóteki. 11, rika vetrar hefst. Messnr á morgun. Dómkirkjan kl. 11 séra Bjarni Jónsson og kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. Frikirkjan kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. Dansinn í Hrnna var leikinn í gær- kvöld fyrir troðfullu húsi áhorf- enda. Næst verður leikið i kvöld og annað kvöld. — Aðsókn að leiknum hefir verið ágæt og munu flestir aögöngumiðar senn upp- seldir fyrir bæði kvöldin. Ólöf Jónasdóttir hét móðir Jónas- ar sál. Pórodds sonar, en ekki Helga Jónsdóttir eins og misritast hafði í siðasta blaði, par sem sagt var frá aDdláti hennar. Skipafregnir. Willemoes fór héðan i gær umhverfis land. Belgum kom af veiðum í fyrri nótt með um 1700 kassa og Karls- efni í gær með 1200 ks. og fóru báðir samdægurs áleiðis til Bret- lands. Skallagrímur kom frá Bretlandi í gærkvöld. í*ýzkur botnvörpungur kom hing- að inn i gær með veikan mann. Björgvinjarfélagið auglýsir í dag fyrstu ferðir sinar hingað til lands þetta ár. Lyra og Nova verða í förum hingað eins og áður, og fer Nova (í stað Lyru) fyrstu feröina og leggur að af stað frá Björgvin 7. þ, m. og á að koma hingað þ. 12. QagBlaé. Bæjarmálabiað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445* Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744.. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverö 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Dansinn í Hruna verður leikinxi í Kvöld: og annað kvöld. Aðgöugumiðar sem pantaðir hafa verið sækist fyrir kl. 4. daginn sem leikið er. Verða annars seldir öðrum. — Sími 12. Sigurðnr Birkis efnir til nýrra hljómleika í Nýja Bíó á morgun kl. 3. Víðfangsefnin eru dúettar úr ýmsum alþektum söngleikum en til aðstoðar verða Guðrún Ágústs- dóttir, Hallur Porleifsson, Óskar Norðmann og Páll ísólfsson sem verður við hljóðfærið. Má þar búast við góðri skemtun. Gleðskapnr mikill var hér á gamlárskvöld en þó nokkru minni en verið hefir stundum áður. Var fólkið alstaðar á ferli fram undir morgun enda var veðriö ágætt. Peningnr: Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............. 113,01 Norskar kr.............. 93,01 Sænskar kr............. 122,67 Dollar kr............. 4,578/* Gullmörk .............. 108,83 Fr. frankar ............ 17,18 Hollenzk gyllini....... 184,21 WF* Vetrarfrakkar (karlmanna) 15, 20 25 kr,, allar stærðir. Vörubúðin Frakkastíg íö-

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.