Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.01.1926, Blaðsíða 4

Dagblað - 02.01.1926, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Frostavetar. ísbrjótar í Finnlandi. Eftir þeim fregnum að dæma, aem bárusthvaðanæfa, virtistætla að rætast spá helztu veðurfræð- inga Norðurlanda um að vetur- inn þessi }rrði harður og strang- ur. Pað hafa verið hörkufrost og ísalög mestallan fyrra mánuð víða í Evrópu, og frostið sum- staðar orðið nær 30 stigum, t. d. í Finnlandi, og var búist við að Botneskaj flóann mundi að miklu leyti leggja. Fyllast þá firðir víða ísi, og verður þá skipum hætt, þótt stór séu, eink- um þegar ísrek er mikið, vegna storms og strauma. Er þess skemst að minnast, að veturinn 1923—24 fórst skip og brotn- uðu sum í ísnum við Finnlands strendur. Bót er þó í máli, að finska stjórnin heldur úti 6 ísbrjótum, stórum eimskipum, er ryðja farmskipum braut gegnum ísinn. —■ Stærst þeirra er »Jaakarhu« (ísbjörninn), sem nú er í smíð- um í Rotterdam — mun hafa hlaupið af stokkunum á gamla- ársdag. Er það 79,45 mtr. langt, breidd 19,23 m. og dýpt 6,4 m. Vélaafl er 7500 hestöfl (3 vélar, ein fram í skipi, 2 aftar, 2500 h.ö. hver). Er þetta skip af beztu gerð — og skrúfur fram og aftur og spaðar úr nikkelstáli — svo sem næststærsti ísbrjótur- inn »Woima« (64x14X6 mtr., vélar 3850 h.ö.). — ísbrjótafloti þessi kostar rúml. 80 milj. mrk., og árlegur kostnaður er 11—12 milj., en tekjur eru hverfandi, nál. 1. milj. marka, því skipa- gjöld vegna fylgdar gegnum ís- inn eru lág. Þrátt fyrir þessar fylgdar og björgunarráðstafanir er aðeins sterkum og nýjum skipum treyst- andi að fara þessar hættulegu leiðir að vetrarlagi, þegar ísa er von. Nú virðist orðin allmikil breyt- ing á veðráttunni um miðbik álfunnar og e. f. v. norðar, og asahlákur kváðu hafa gert stór- íjón viða. Efsti tind- ur alls sæl- gætis er Heildsölu- birgðir hefir EÍRIKUR LEIFSS0N, Reykjavik. Húsíreyj ur ! Biðjið ætíð um hinar heimsviðurkendu Sun-Maid rúsínur. Þær eru óviðjafnanlega Ijúffengar. i í. i>. s. Árid 1926. Fyrstu ferðirnar: E./s. Lyra: Frá-Bergen í jan. 7., 21., í febr. 4., 18., í mars 4., 18., til Vestm.eyja í jan. 11., 25., í febr. 8., 22., í mars 8., 22. til Reykjavíkur í jan. 12., 26.‘ í febr. 9., 23„ í mars 9.. 23. frá Reykjavík í jan. 14., 28„ í febr. 11., 25., í mars 11.. 25., til Bergen í jan. 19„ í febr 2., 16., í mars 2„ 16„ 30. E./s. Nova: Frá Osló 2. febr. frá Bergen 10. febr., til Fáskrúðs- fjarðar og kringum land. til Reykjavíkur 21. febr. fer svo sömu leið til baka. IVB. S./s. Nova fer fyrstu ferðina (frá Bergen) 7. jan. í stað S./s. Lyru. Nic. Bjarnason. Veggm yndir fallegar og ódgrar. FREYJUGÖTU 11. Innrömmun ávsama stað.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.