Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 04.01.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Jarðarför Gnðrúnar Gaðmnndsdóttnr, kaupkonu, er ákveðin miðvikudaginn 6. janúar, og hefst með húskveðju á heimiii hinnar látnu, Vesturgötu 12, ki. 2 siðdegis. Aðstandendnr. manna hefir samt sennilega tek- ið bezt lögum hans og lært þau. Bæjarbúar fjölmenna væntan- lega í Nýja Bíó á morgun til að njóta þar íslenzkrar hljómlistar. X. Bæiarstjórnarkosningin. Listarnir. Framboðsfresturinn var út- runninn á hádegi í gær og höfðu þá að eins tveir listar komið fram, annar frá Alþýðuflokkn- um og eru þessir menn á honum: Ólafur Friðriksson, Haraldur Guðmundsson, Sigurjón Á. Ól- afsson, Nikulás Friðriksson og Ágúst Pálmason. Hinn er frá andstæðingum þeirra og á honum eru: Pétur Halldórsson bóksali, Jón Ásbjörnsson hrm., Hallgr. Benediktsson heildsali, Árni Jónsson kaupm. og Sigurður Halldórsson trésmiður. Listi jafnaðarmanna er einlit- ur og að sjálfsögðu skipaður bestu mönnum úr þeirra flokki, og ekki um að villast frekar en áður hverjir muni aðallega skipa sér utan um hann. Hinn listinn ér sýnilega skip- aður mönnum úr tveim flokk- um sem eiga samleið í bæjar- málum. Munu það vera kaup- menn og húseigendur sem að honum standa, íhaldsmenn flestir, og þeir efstu úr flokki þeirra sem styðja vilja bann og bindindi. Má segja um báða þessa lista, að vel sé þeir skipaðir, eftir því sem efni standa til, þótt ýmsum kunni að virðast sem betur hefði á því farið að tefla fram mönnum með fjölbreyttari sjer- þekkingu á ýmsum svæðum. Úr bæjarstjórn gengur læknir og skólamaður, en enginn boðinn í staðinn úr flokki þeirra, og munu margir þess sakna. Borgin. Næturlæknir Konráð R. Konráðs- son, Þingholtsstræti 21, sími 575. Næturvörður í Laugavegs Apóteki, Norðan- og vestanpóstar fara héðan á rnorgun. Árnl Pétursson læknir hefir ný- skeð opnað lækningastofu á Upp- sölum (gengið inn fró Túngötu). Árni hefir undanfarið dvalið í Danmörku og Pýzkalandi og full- numað sig i læknavisindum. Hefir hann einkum gert kvensjúkdóma að sérfræðigrein sinni og mun aðallega leggja stund á þá hér heima. Ekki græskulaust var sumt gam- anið sem framið var hér á gaml- árskvöld. M. a. sýndu 3 menn töluverða áreitni tveim stúlkum og karlmanni sem með þeim var, flúðu þau undan peim inn í hús en hinir brutust inn á eftir peim og meiddu par gamlan mann sem ætlaði aö aftra peim inngöngu. Tveir mennirnir voru mikið druknir en einn lítið eða ekkert, og er pví hans málstaður verstur. Suðurland fer til Borgarness á morgun. Frá Iircttandi kom April i gær en Jón forseti í morgun. Vörutalning stendur nú viða yfir og búðir pess vegna lokaðar. Söngskcmtun Sigurðar Birkis i gær var vel sótt og ágætlega tekið að áheyrendum. Gn óneitanlega hefði verið æskilegra að söngurinn hefði farið fram par sem hægt hefði verið að sýna í leik helztu pætti efnisins. pvi dúettarnir njóta sín ekki nema söngur og leikur fari saman. Verður nánar sagt frá söngnum á morgun. Ísílrzku hátarnir eru nú farnir að tínast hingað suður. Frón kom i fyrri nótt og Sjöfn og Eir i nótt. Koma þeir með beitu að vestan, en hér mun vera slæmt að koma henni fyrir til geymslu vegna pess að ishúsin geta ekki tckið á móti henni. HbagBlaÓ. Bæjarmálablað. Fréttablað. I Ritstjóri: 6. Kr. Gaðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. • Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. syngur í Nýja Bíó þann 5. þessa mánaðar, kl. 71/* síðdegis. Lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Sigvaldi Kaldalóns aðstoðar. Aðgöngumiðar fást hjá frú Katrinu Viðar, bókaverslun ísa- foldar, Eymundsens og í Hljóð- færahúsinu. Árni Pétursson. læknir, Uppsölum. Sími 1900 Viðtalstími: 10 — 11 og 2 — 3. Union fisktökuskip fór héðan í gær. Spellvirki var framið hér i bænum á Nýársdagskvöld. Var brotin ljós- stika á horni Vonarstrætis og Lækjargötu. Lögreglan kom of seint á vettvang og misti pvi af sökudólgunum. Voru peir 4 saman og mqnu allir hafa veriö ódrukknir Eru pessi skemdarverk pví vita- verðari og lýsa furðulegri ónáttúru og strákskap. Peningar: Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............. 113,01 Norskar kr.............. 93,01 Sænskar kr............. 122,67 Dollar kr...............4,57*/* Gullmörk............... 108,83 Fr. frankar............. 17,46 Hollenzk gyllini........184,32

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.