Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 05.01.1926, Side 1

Dagblað - 05.01.1926, Side 1
Priðjudag 5. janúar 1926. I. árgangur. 283. tölublað. ATVINNUMÁLIN eru megin- þættir hvers þjóðfélags og helzta undirstaða efualegrar afkomu og andlegrar menningar — Gfling atvinnuveganna er því fyrsta og helzta skilyrðið fyrir batnandi afkomu þjóðarinnar. Allar framfarir á sviði atvinnu- málanna miða eindregið í þá átt, að auka hagsmuni einstak- lingsins og efla um leið fjárhags- legt verðmæti þjóðarbúsins, Er því mest um vert, að þær fram- kvæmdir, sem stofnað er til, séu þess eðlis, að ekki orki tvímæl- is um gagnsemi þeirra til al- þjóðarheilla, en sízt af öllu má ráðast í þær framkvæmdir, sem óvfst er um, að verði að veru- legu gagni, hvorki fyrir einstaka menn né almenning. Þessi forsjálni viðvíkjandi nýj- um fyrirtækjum er því nauðsyn- legri, sem aðstaða vor i atvinnu- málunum er um margt eríiðari en er meðal annara þjóða, sem standa á fastari grundvelli bæði efnalega og þjóðfélagslega. Atvinnumál okkar voru hvorki margþætt né yfirgripsmikil um langan aldur, en á siðustu ára- tugum hefir þetta mjög breyzt og er nú um flest ólíku saman að jafna. — Nýir atvinnuvegir hafa myndast og þeir gömlu tekið svo miklum umskiftum, að viðhorf þeirra til þjóðfélags- ins er nú orðið alt annað en áður var. Landbúnaðurinn er það sem ininstum breytingum hefir tekið, en samt hefir hann hvergi nærri staðið i stað og er nú í ýmsum landshlutum ólík- ur því, sem áður var, Einkum eru það búnaðarhættirnir, sem hafa breyzt og þó helzt þar, sem aðstaðan til umhverfisins hefir orðið önnur vegna sér- stalcra orsaka. Sá atvinnuvegurinn, sem mest- um breytingum hefir tekið er sjávarútvegurinn. þar hafa fram- farirnar orðið lang stórstígastar °g róttækastar. Er það jafnvel sv°. að sumum finst um of, og að þar hafi ekki verið gætt þeirrar varfærni sem skyldi, því eins og nú er orðið högum hátt- ar verður umfram alt að varast að reisa sérjþar hurðarás um öxl. Nýr sön^flokkur. Karlakór Reykjavíknr. Fyrir nokkru var byrjað á undirbúningi að stofnun nýs söngfiokks hér í bænum. Hefir undirbúningurinn gengið svo greiðlega, að fiokkurinn var formlega stofnaður í fyrradag af 32 meðlimum, en búist er við að þeir verði 35, þegar hann tekur til starfa. Lög hafa nú verið samþ. og kosin stjórn. Flokkurinn heitir »Karlakór Reykjavíkur«, og skipa stjórn hans Arreboe Clausen kaupm., Skúli Ágústs- son frá Birtingaholti og Jóhannes Líndal kennari. Söngstjóri verður Sigurður Þórðarson verslunarm., og má segja að stjórnin sé þar í góðs manns höndum. Sigurður hefir numið sönglist á Hljómlistar- skólanum í Leipzig, og hefir undanfarið stjórnað Söngfélag- inu »í*restir« í Hafnarfirði, og mun gegna því starfi áfram til næsta hausts. Æfingar munu byrja hjá flokknum núna í vik- unni, og munu hann láta til sín heyra opinberlega í fyrsta sinn með vorinu. Stofnun þessa félagsskapar ælti að verða stór ávinningur fyrir hljómlistarlíf bæjarins, og munu fiestir óska Karlakóri Reykjavíkur langra og góðra lífdaga. Dagsetningin á blaðinu í gær var röng í nokkru að upplaginu. Stóð þar laugardag í stað mánudag. Ásgeir Blöndal. fyrv. héraðslæknir á Eyrarbakka, lézt í Húsavík 2. þ. m. Hann var sonur Lárusar heitins sýslumanns en bróðir konu Jóhannesar bæjarfógeta og þeirra systkina. Ásgeir heitinn var fæddur 1858 og var lengst af embættistíö sinni héraðslæknir á Eyrarbakka. Hann þótti ágætur læknir á sín- um tíma, og svo ástsæll af öll- um er kyntust honum, að sliks munu fá dæmi. Höfuðeiginleikar hans voru Ijúfmenska í framkomu og hjálp- semi í reynd. Vildi hann öllum gott gera og oft um efni fram, því hann varð aldrei fjáður maður. Hann var með afbrigðum skyldurækinn í embætti sínu og vildi í engu vamm sinn vita. Árið 1912 sagði hann embætt- inu lausu vegna heilsubilunar og fluttist þá norður til Húsa- víkur, og hefir dvalið þar síðan. Utan úr heimi. Khöfn 4, jan. 1926. Hjúskaparmál konungsfjöl- skyldunnar í Rúmenín. Símað er frá Bukarest, að Karl krónprinz sé horfinn. Mic- hael, sonur Karls og Helena, hinnar grísku prinzessu, sem kongurinn þvingaði Karl til þess að taka sér að eiginkonu, hefir verið gerður að ríkiserfingja. Hernaðarhyggja ítala. Símað er frá Rómaborg, að samþykt hafi verið á stjórnar- fundi, að koma á félagsskap meðal ungra manna í æfinga- skyni, er yrði undirbúningur undir þátttöku þeirra í heræf- ingum og slíkum störfum síðar.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.