Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 05.01.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Vatnavextirnir í Mið-Evrópn. Símað er frá Briissel, að vatna- gangur sé mikill vegna hlákunn- ar, t. d. standa 8 þúsund hús undir vatni í borginni Liege. Fjöldi bygginga þar er kominn að hruni, og er skaðinn á þess- um eina stað áætlaður 8 milj. franka. Fólk fer mestmegnis á bátum um borgina. Herliðið hefir verið kallað til hjálpar, og aðstoðar það borgarbúana eftir mætti. (Liege er borg í Belgíu, vest- an Meuse-árinnar. íbúar (1920) 165,000. Borg þessi er mjög fræg, og hefir alla tíð verið að- setur mikillar menningar. Eru þar merkar byggingar frá 9. og 11. öld. Borgin er fögur. Er þar verslun mikil og iðnaður. Árið 1905 var haldin beimssýning í Liege. Borgin var ramlega víg- girt, og þarna stöðvuðu Belgíu- menn framrás Pjóðverja i ófrið- arbyrjun í bili, og er alkunna, að vörn þeirra hafði mikla þýð- ingu og var mjög rómuð). Kista Tnt-Auk-Amen. Símað er frá Cairo, að gull- kista Tut-Ank-Amen sé þar sýnd nú á safni einu. Vatnsílóðin þverra. Símað er frá Berlín, að vatns- flóðin .þverri um alt í’ýzkaland. Enn nm samtal Cbaraberlain’s og Mnssolini’s. Símað er frá London, að eitt stórblaðið haldi því fram, að þegar þeir Mussolini og Cham- berlain hafi átt tal saman í Rapalle, bafi Mussolini beðið Cbamberlain að mæla með því, að Bretar yrði vægir í kröfum sínum, þegar samið verður um atborganir á skuldum ítala við Breta, gegn því að ítalir styddi Breta, ef af stríði yrði út af Mosulmálinu. — Chamberlain þverneitaði að fallast á mála- eitun Mussolini. Kapptefli fór fram á sunnudags- nóttina milli Reykvíkínga og Akur- eyringa. Tefldar voru 17 skákir og urðu úrslitin þau, að Reykvíkingar unnu 10, Akureyringar 3 en 4 urðu jafntefli. Kappteflið stóð yflr í 12 tima, frá kl. 10 á laugardagskvöld til kl. 10 á sunnudagsmorgun. Iiringsjá. ísaiirði, FB., 5. jan. ’26. Vélbátarnir héðan eru flestir farnir suður til vertíðar. Hafsteinn kom inn á Nýárs- dag með 90 föt. Kosning þriggja bæjarfulltrúa fer hér fram í dag. Á lista jafnaðarmanna (A-lista) eru: Finnur Jónsson, Jón M. Pétursson og Guðm. E. Geirs- son. Á lista ihaldsmanna (B- lista) eru: Jóhann Bárðarson, Helgi Kitilsson ogÁrni J. Árna- son. A-listinn hélt borgarafund í kærkvöld. B-listinn neitaði þátttöku. — V. Borgin. Nœturlæknir. Daníel V. Fjeldsted Laugaveg 38. Sími 1561. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Sunnan og austan átt um land alt og hvergi frost, heitast í Grindavík 6 st. — í Færeyjum var 6 st. hiti í Leirvík 2, í Kaupmanna- höfn 4 (jafnheitt og i Reykjavik). Á Jan Mayen var 1 st. frost og í Ang- magsalik, í gær, 5 st. frost. — Djúp loftvægislægð fyrir vestan land. Bú- ist er við allhvassri austlægri átt með skúrum á Suður- og Vesturl. Jarðarför l’ranz Siemsen’s fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. M. a. fjölmentu Hafnflrðingar við jarðar- förina og báru þeir kistuna úr kirkju. Botnvörpungarnir. Eiríkur rauði, April og Jón fors< ti fóru út á veið- ar í gær. — Hilmir kom af veiðum í gær með cg. 1200 kassa og fór samdægurs áleiðis til Bretlands. — Njörður kom af veiðum í morgun með ca. 1500 ks. og Arinbjörn hersir með ca. 1400 ks. Fara þeir báðir til Bretlands í dag. — Otur kom frá Bretlandi í morgun. Ofsagt var í blaðinu í gær um á- reitni 3 manna við tvær stúlkur og karlmann á gamlárskvöld. Upptök- in voru hjá manninum sem var með stúlkunum, en þeim höfðu hinir enga áleitni sýnt. Ætluðu þessir 3 að flnna mann í sama húsinu og stúlkurnar áltu heima, og lentu þá i nokkrum slympíng- um i anddyrinu. — Annað var það nú ekki. Bókstaflr bæjarstjórnar-listanna verða A. (Jafnaðarm.) og B. (hinna) . ÍDagðlað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síöd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. r Arni Pétursson. læknir, Uppsölnm. Sími 1900 Yiðtalstími: 10 — 11 og 2 — 3. Peningar; Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............. 112,90 Norskar kr.............. 93,19 Sænskar kr............. 122,60 Dollar kr............. 4,578/4 Gullmörk............... 108,89 Fr. frankar ............ 17.78 Hollenzk gyllini....... 184,24 Fréttabréf. Khöfn, FB. 12. des. ’25. Fyrirle8tnr nm Vatrajöbnls- för sina flutti Fontenay sendi- herra í konunglega landfræðis- félaginu 1. þ. m. og sýndi ljós- myndir úr förinni. Efni þessa fyrirlesturs er áður komið fram í íslenzkum blöðum, svo ekki verður farið út í það hér. Éinn- ig sagði sendiherra frá öðrum ferðalögum sinum á íslandi i sumar. Um Vatnajökulsförina gat hann þess, að hún myndi fá þýðingu fyrir nárjari rann- sóknir á þessum svæðum. Yfir þvera Ástr&líu í bíl. Mæðgur tvær, Mr. Marion Bell og dóttir hennar 11 árra gömul telpa, lögðu af stað í bíl og hugðu að fara yfir þvera Ástra- liu. Nú eru þær nýlega komnar aftur úr leiðangrinum, sem talin er að vera hin mesta æfintýra- för. Samtals óku mæðgurnar

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.