Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.01.1926, Blaðsíða 4

Dagblað - 05.01.1926, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Skrá yfir aukaniðurjöfnun útsvara, sem fram fór 31. f. m., liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjargjaldkera, Tjarnargötu 12, til 15. þ. m. að þeim degi meðtöldum. Kærur yfir útsvörum séu komnar lil niðurjöfnunarnefnd- ar á Laufásvegi 25 eigi síðar en 31. janúar næstkomandi. Borgarstjórinn í Reykjavík, 4. jan. 1926. K. Zimsen. 13. I>. 8. E.s. „Nova“ (í staðinn fyrir e.s. „Lyra*4) fer héðan til Bergen 14. jan. kl. 6 síðd. Kemur við i Vestmannaeyjum og Færeyjum. Hentugasta ferð fyrir framhaldsflutning á FISKI, þar 8em sklp fara, strax eftir komu „Nova“ til Bergen, til Norðurspánar, Oporto, Lissabon, Suðurspánar og Marseille. F'lutniii^ur tilkyntur sem lyrst. Sóley. IVic. Bjarnason. Saga íslensks iðnaðar er hvorki löng né margþætt, þegar frá er tekinn heimilisiðnaðurinn gamli. Á siðustu árum hefir þetta samt breyzt að miklum mun, og er nú kominn hér upp vísir að innlendum iðnaði, og er hann svo vel á veg kominn í sumum iðnaðargreinum, að óhætt er að gera sér miklar vonir um góðan árangur á þessu sviði atvinnu- lífsins. Með hverju árinu bæt- ast ný iðnaðartæki við þau, sem fyrir eru, jafnframt því sem þau eldri hafa tekið ýmsum breyt- ingum og umbótum, svo þau geti betur svarað kröfum sam- tímans. — Eitt af þeim iðnað- artækjum sem komið er svo vel á veg að það getur talist standa jafnfætis öðrum slikum erlendis, er kaffibætisgerð Péturs M. Bjarnasonar. Hefir verksmiðj- unni nú tekist að búa til kaffi- bæti, sem fyllilega jafnast á við þann bezta sem* hingað hefir fluzt. Hefir efnarannsókn leitt í Ijós, að hann stendur þeim er- lenda í eugu að baki, en að sumu framar. — Pegar innlend framleiðsla er í boði, sem í öllu er sam- bærileg við erlenda vöru sömu tegundar, eða jafnvel betri, ætti hver íslendingur að telja það skyldu sína, að nota fremur innlendu vöruna, og styðja þarna innlenda framtakssemi, sem orðið getur til mikils gagns. a, EFNARANNSÓKNARSTOFA RÍKISINS. Reykjavík, 19. Des. 1925. Herra kaupm. Pétur Bjarnarson, Reykj avik. Samkvæmt ósk yðar hefir Efnarannsöknar- stofan athugað kaffibætirinn Sóley, og kaffibætir Ludvigs Davids. Samsetningin reyndist þannig. Kaf f ibætir Sóley Vatn..................16,30% Steinefni (aska). . . 4,80% Köfnunarefnissambönd 6,10% Feiti..................1,20% Önnur efni (sykur dextrín o. fl) . . . 71,60% Kaffibætir Ludvigs Davids . . . 18,40% • • • 5,15% • • • 5,70% . . . 3,20% . . . 67,55% 100, 0% Leysanlegt í vatni . 58, 0% 100, 0% 58, 5% Sem næringarefni hafa þýðingu köfnunar- efnissambönd, feiti og nokkuð af þvi sem kölluð eru önnur efni. Eins og-tölurnar bera með sér er fremur lítill munur á samsvarandi efnum beggja tegundanna. Að sjálfsögðu koma aðeins leysanlegu efnin til greina við kaffilögunina. far á meðal eru þau efni, sem gefa lit og bragð. Tilraun var gerð með að leysa úr báðum tegundunum ná- kvæmlega á sama hátt og mæla síðan litar. — styrkleikann á kaffileginum. Var ekki haegt að gera þar neinn mun á. Rannsóknarstofan Trausti Ólafsson. _ Reykjavík.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.