Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.01.1926, Blaðsíða 4

Dagblað - 06.01.1926, Blaðsíða 4
DAGBLAÐ Útsaia frá 4.-16, janúar, Þar eð við hættum verzluqarrekstri, verða allar vörur verzl- unarinnar seldar með 10—50°|o afslætti gegn greiðslu út í hönd. — Þar sem allar tegundir af Ijósakrónum, lömpum, málningarvörum, veggfóðri og öllum öðrum vörum, sem verslunin hefir, verða seldar með sérstöku tækifærisverði, ætti heiðraður almenningur að nota nú möguleikana og ná í ódýrar vörur. Slíkt býðst ekki ætíð. Hf. Hiti & Ljós. Almerin kvöldskemturi verður haldin í Bárnhúsinn á þrettándakvöld (í kvöld, 6. jan.)kl. 8. SKEMTISfiRÍ: Rosenheigs trio spilar. Earnasöngnr ca. 50 börn. Sljórnað af hr. Aðalsteini Eiríkssyni. Upplestur: Hr. Friðfinnur Guðjónsson. Myndasýning. DANS. - DANS. — DA.NS. NB. Druknir menn fá ekki aðgang. Aðgöngumiðar seldir í Bárunni í dag frá kl. 2 til 6, og við innganginn. tTTBOÐ Þeir er gera vilja tilboð í, að flytja grjót úr landsspítala- grunninum og af lóðinni, að mulningsvjelinni, o. fl., vitji upptýs- inga á teiknistofu húsameistara ríkisins, Skólavörðustíg 35, kl. 10—12 f. h. næstu daga. Reykjavik 5. janúar 1926. Suéjon Samúelsson. Hljómleikar 8ig, Birkis söngvara og meðsöngvara hans í Nýja Bíó í fyrradag voru all- vel sóltir, eins og vænta mátti, þar sem svo nýstárleg skemtun var í boöi. — Fóru allir söngvar- arnir svo vel með söng og efni sem kostur var á, þótt segja mætti að íslenzka myndi hafa látið þeim betur í munni en danska. Á hitt er einnig að líta, að hlutverkin myndu hafa not- ið sín betur, ef jafnframt hefði verið sýndir allir tilburðir á leiksviði í viðeigandi búningum. Hefði þá leikhæfni fólksins komið í ljós. 1 slíkum óperu- dúettum verður söngur og leik- ur að fara saman, ef vel á að fara, og mætti það þá verða einskonar vísir til íslenzkra óperuleika, þar til þjóðleikhúsið er upp komið. Frátt fyrir þessa vöntun, sem Sigurði er auðvitað ekki siður ljós, á hann beztu þökk skilið fyrir þessa tilraun sína, sem tókst svo vel, að áheyrendur báðu oftar en einu sinni um endursöng og klöppuðu söng- fólkinu óspart lof í lófa. p. Biskuplegt orð. Stören biskup í Tromsö í Nor- egi hélt nýskeð ræðu á almenn- um fundi um bœjarstjórnarkosn- ingar og sagði þá m. a.: »Ég fyrir mitt leyti get alls ekki greitt þeim mönnum atkv., er starfa að því að koma á versl- un með vin og öl hér í borg. Mér er vel kunnugt, að ýmsir hafa horn í síðu bindindismál- anna. Og menn mega vera við því búnir, að sumir forgöngu- manna þeirra muni þreylast og gefast upp. — Ég var árum saman sjómanna- prestur erlendis, og eftir reynslu minni, þar sem allar dyr stóðu upp á gátt tyrir áfengissölu, get ég eigi varið það fyrir samvizku minni, að greiða atkvæði þeim mönnum, sem fylgjandi eru þesskonar fyrirkomulagi.« — Biskupinn lauk máli sínu með orðunum: »Vei þeim, er hneykslunum veldurk — — Ressi ákveðnu og alvarlegu orð biskupsins höfðu mikil á- hrif á hina fjölmennu áheyrend- ur. Ress má geta, að kosninga- baráttan i Noregi í fyrra mánuði, stóð víða aðallega í milli and- banninga og bindindismanna og svo þeirra stjórnmálaflokkfi, er fylgir öðrum hvorum að málum. Kinnarhvolssystnr hafa verið leiknar á Akureyri í velur við ágætan orðstýr. Sérstaklega er leikur frú Þóru Havsteen mjög rómaður og er talinn standa lítið eða ekkert að baki leik frú Stefaníu Guðmundsdóttur í sama hlutverki (Úlríku), og er þá rnikiö sagt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.