Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 07.01.1926, Qupperneq 1

Dagblað - 07.01.1926, Qupperneq 1
EFLING sjávarútvegsius er það atriði í atvinnumálum okk- ar, sem vonir flestra eru tengdar við. Er það eðlileg af- leiðing þess að nú er svo kom- ið, að afkoma meiri hluta þjóð- arinnar er komin undir aflafeng fiskiskipanna. Er það bæði vegna þeirrar atvinnu, sem bundin er við útveginn, og einnig þeirra stórtekna, sem hann gefur í ríkissjóð. Má því segja, að þjóð- arnauðsyn sé á, að sérstakrar varúðar sé gætt í öllu sem mið- ar til eflingar útveginum svo trygging verði fyrir öryggi bans til frambúðar, a. m. k. í þeim atriðum, sem bægt er að ráða við. Mörgum finst að þessarar sjálfsögðu varúðar hafi ekki verið gætt sem skyldi, en leflt um of á tvær hættur við aukn- ingu fiskiflotans. Telja margir sem mesta sérþekkingu hafa á þessu sviði, að vöxtur útgerð- arinnar hafi verið of ör og ef sama heldur áfram sé um of- vöxt að ræða og því hætt við að afturkastið komi áður en varir og myndi slíkt hafa al- varlegri afleiðingar í för með sér heldur en við getum gert okkur grein fyrir, meðan upp- gripavonirnar og útþenzluvíman altekur hugi flestra. Óneitanlega hafa þeir menn mikið til sins máls, sem efast um ótakmarkaðan veiðifeng um ófyrirsjáanlega langa framtíð, en vilja hinsvegargæta allrar varúð- ar og öryggis og hindra það, »að hoginn verði spentur of hátt — svo hann bresti. Fiskimergðin umhverfis strend- ur landsins er áreiðaulega tak- mörkum bundin og hlýtur að ganga til þurðar ef meira er veitt en viðkoman er. Fað eyð- ist sem af er tekið, og ef endur- nýjunin er ekki nægileg til að vega upp í móti eyðslunni stefn- ir það eina leið til gjöreyðingar. Og ekkert er liklegra en að til þess komi fyr en seinna að flsk- veiðarnar umhverfis ísland gangi til þurðar ef nauðsynlegra ör- yggisráðstafana er ekki gælt með- an timi er til. — Sú ránveiði, sem hér er framin árið um kring, hlýtur einhverntima að hefna sín. Hér er aðeins hugsað um það eitt, að afla sem mest á stórtækasta hátt, en ekkert gert til öryggis viðhaldinu né varn- ar gjöreyðingu. — Þegar á alt er litið verður ekki annað séð en að skipa- stóllinn sé nú orðinn svo stór, að meiri fjölgun veiðiskipa sé óþörf og jafnvel hætluleg. Út- gerðarmönnum ætti að vera svo minnisstæðir siðustu krepputím- ar, að þeir gættu nauðsynlegs hófs, en stefndu ekki áfram hærra og lengra út í tvisýnið. Ætti því að leggja aðaláhezluna á að tryggja sem bezt afkomu þess útvegs, sem orðinn er, en leggja minna kapp á að auka hann að skipatölu. Einhverntíma verður að nema staðar og styrkja þá aðstöðu, sem fengin er. Og nú er einmitt sérstaklega heppi- legur tími til þess, þegar ávöxtur óvenjulegs góðæris er uppskor- inn og möguleikar til nauðsyn- legra öryggisráðstafana eru venju fremur fyrir hendi. Eintóm orð eru alislaus forði. [Jóhannes Jósefsson glímu- kappi hefir undanfarið ár ferð- ast um Ameriku og sýnt þar listir sínar við mikinn orðstýr. I nóvembermánuði var hann staddur i borginni San Fran- sisco í Californiu, og ritaði þar grein þá, sem hér fer á eftir, tekin eftir Lögbergi. — þótl hún sé aðallega skrituð fyrir Vestur- íslendinga, er svo svipuð að- staða okkar og þeirra, viðvíkj- andi aðalefni hennar, að Dagbl. þykir rétt að taka hana upp, svo sem flestir geti séð hana]. »Nú mun uppskerutíminn vera um garð genginn hjá ykkur í Canada, og hinir yngri menn- irnir af kynflokki vorum, sem til sumarvinnu fóru út í sveit- irnar, bæði frá Winnipeg og öðrum bæjum íslendinga, fara nú að hópast til borganna og þorpanna. Þá er og einmitt bezti tíminn til þess að stofna fleiri glímu- félög og herða á æfingum bjá þeim, sem fyrir eru. Margt af ungmennum þess- um mun fara til skólanáms i bæjunum. Þurfa þá vitanlega jafnframt að létta sér upp með líkamsæfingum, sem viðurkend- ar eru fyrir löngu sem nauðsyn við skólanámið, og því haldið að nemendum sem einni grein lærdómsins. Hvað er þá sjálf- sagðara en einmitt iðkun ís- ienzku glímunnar fyrir slíka nemendur? Hún hefir öll þau áhrif í sér fólgin til líkamsment- unar og gleði sem aðrar likams- æflngar hafa inni að halda, og meira af íþróttaverðleik og stuðn- ingi til andlegra hæfileika. Aðrir munu þeir, sem að vetr- inum til leita sér atvinnu í borgunum, og er þeim þá nauð- syn að fjörga sig og hressa með likamsæfingum, eftir unnið dags- verk. Fyrir þá er ekkert hollara né skemtilegra en glíman. Sjálf- ur hefi .ég verið verkamaður, og tala því af eigin reynslu. Hvað getur verið meira aðlaðandi en að bregða sér á leik, fara í »eina bröndótta« og liðka sig þannig og magna, til gleymsku og mótvarnar sársauka dag- stritsins? Enn munu aðrir, þó vonandi langminsti hlutinn, sem safnast til borganna til þess eins að slæpast' og skemta sér, eða til þess, sem Amerikumenn kalla, að hafa »good time«. Feir menn leita sér hvorki andlegrar ment- unar né verklegs frama. Slikum mönnum er brýn nauðsyn á að æfa gUmur, ef þeir eiga að

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.