Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 07.01.1926, Blaðsíða 3
ÖAGBLAÖ Niðursett verð! á fatnaði, saumuðum eftir máli, þennan mánuð. Mörgum teg. úr að velja. — Hvergi jafngóð kaup. —. Komið og rryníð. H. A.ndersen & Sön, Aðalstræti 16. Uppþot í Yestmaniiaeyjum. Urn helgina kom kolaskip til Vestmannaeyja og átti að byrja að afferma það á mónudags- morgun. — Gísli Johnsen átti farminn og lét hann það boð út ganga, að hann greiddi ekki nema kr. 1,10 um tímann í stað kr. 1,30, sem verið hafði áður. — Skutu þá verkamenn á fundi og kusu nefnd til að leita samkomulags um kaup- gjaldið. En jafnframt öftruðu þeir þeim mönnum frá vinnu, sem byrjaðir voru við uppskip- un kolanna og kröfðust að vinna yrði ekki bafin fyr en kaup- gjaldsdeilan væri útkljáð. Urðu þá nokkrar ryskingar við skip- ið og var bæjarfógeti kvaddur til hjálpar, og tókst honum að stilla til friðar. En vinuu var hælt. — Samkomulag náðist ekki um kaupgjaldið, og sam- þyktu þá verkameun á fundi í fyi rakvöld með um 400 samhljóða atkvæðum, að slaka í engu frá kröfum sínum um 1 kr. og 30 aura kaupgjald. Stóð í sama þófinu í gær og eru nú miklar viðsjár með mönnum þar. Svohljóðandi skeyti barst fréttastofunni í gær og er það að mestu sámhljóða því sem áður er sagt: »í fyrrakvöld hófst að nýju kaupdeila hér. Atvinnurekendur Gísli J. Jhonsen og Gunnar Ól- afssou & Co. ákváðu að greiða aðeins kr. 1,10 um timann í dagvinnu. Verkamenn héldu fund í fyrrakvöld og var samþykt á honum að halda óbreyltum kaup- taxta. — Fyrir hádegi i gær urðu töluverðar stimpingar við vinnu hjá G. J. Johnsen. Vörn- uðu verkamenn verkfallsbrjót- um vinnu. Samninganefnd verka- manna bauðst til þess, að semja við atvinnurekendur, sem neit- uðu að slaka til á ákvörðun sinni. Á verkamannafundi, er á fjórða hundrað verkamenn sátu, var samþykt í gærkvöldi með öllum atkvæðum, án nokkurs mótatkvæðis, að gefa hvergi eftir og stöðva vinnu við skip það, sem G. J. Johnscn hefir fengið og aðra vinnu, uns greiddur verður kauptaxti félagsins, sem er kr. 1,30 um klukkutímann við dagviunu. Sveitir verka- manna halda vörð á vinnustöð- unum, í ráði er. að auka við lögregluliðið gegn verkamönu- um. Meira síðar«. Sonnr járnbranliibftiiiistiís. Ja, já. Dómarinn frá Colon vigði okkur ball- kvöldið. Ég hefði heldur kosið kii kjulega vígslu, en það getur komið eftir á. Herra Runnels og konan hans vóru þar líka, og geta þau því sagt þér frá þessu. Þetta hefir gert mig svo sæla. Þú skilur það, ég hefi beðið hina heilögu jómfrú um að gera mig hamingjusama, og hún hefir bænheyrt mig. Ó, ég hefi beðið svo innilega, og í alla nótt hefi ég legið vakandi og þakkað henni fyrir þessa miklu hamingju, sem ég varla get trúað enn þá. Andlit hennar geibreyttist, meðan hún sagði þetla, og geislaði þvílíkri iunri gleði og sælu, að Alfarez og Garavel gátu ekki efast um orð hennar. — Borgaraleg vígsla! stamaði Ramón. — Já, einmitt borgaraleg vfgsla! sagði Gara- vel með grátþruuginni raust. Rað var þá þar, sem þú varst, þegar ég bélt, að þú værir að danza! Hann spratt upp i mestu bræði og sló hnef- anum í borðið, svo diskarnir hoppuðu, og dökk aúgii hans skutu gneisluni. Svo sagði haun: — En é,.; vil ekki vita af þessu, skilurðu það ! Rarna sleiidur kærastinn þinn. Rú heíir gdið Ramón jáyrði þitt. — En ég hefi aldrei elskað hann. Bú riey.Idir mig til að loíasí honum með því að segja mér, að þú gætir ekki orðið forseti, ef ég vildi ekki giftast honum. En þetta var ekki satt. Ramón hefir blekt þig. Nú er alt þetta í lagi. í*ú verð- ur forseti, og ég get fengið leyfi til að vera hamingjusöm. Ramón varð þegar tortrygginn. — Jæja, nú fer ég að skilja. Retta var þá hrekkur til þess að leika á föður minn. — En heyrið þér mig nú! sagði Gertrúdis hvatskejdlega. Hafið þér ekki líka leikið á okk- ur? Hafið þér ekki fengið föður yðar, general- inn, lil þess að krefjast þess, að ég segði upp manninum, sem égelska? Höfum við því nokk- uð að brígzla hvoit öðru um? Andrés Garavel sneri sér að dóttur sinni og mælti í hótunarróm: — Nú er nóg komið! Við höfum gefið heit vort, og þú hefir rofið það! Rú hefir svívirt nafn okkar. Getur Garavel verið forseti lýðveld- isins, ef dóttir hans er gift morðiúgja? — Rað er hann ekki. — Þelta er engin vígsla og hún er því ógild. skal sjá ura það. Það er auðvelt að koma því i kriug, Ramón. Húu er ekki gift. Maður- iim vur glæpamaður, slrokumaður, þegar hann ueydd't hana til að giftast sér-----— — Nei, nei! það gelurðu ekki gert! Það var ég, sern bað hann um að giltast mér.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.