Dagblað

Útgáva

Dagblað - 09.01.1926, Síða 1

Dagblað - 09.01.1926, Síða 1
Laugardag 9. janúar 1926. I. árgangur. 287. tölublað. IDagBlaé ROSNINGIN til Alþingis, sem fer fram í dag i Kjósar- og Guilbringusýslu getur valdið meiru um stjórnarskipun landsins en virðast mætti, þar sem aðeins er um einn mann að ræða, sem komist getur á þing. Kosningunni er lika fylgt með meiri athygli um land alt en venja er til um einstakar kosningar, og er það af þeim orsökum, sem að framan grein- ir. — Öllum er kunnugt um, hvernig flokkaskiftingin er í þinginu, og jafnframt er það á allra vitorði að stjórnin stendur þar höllum fæti þvi hún heSr engan eindreginn meiri hluta að styðjast við. — þetta festuleysi stjórnarinnar er mjög viðsjárverð staðreynd, þvi hverri stjórn er það nauðsynlegast, að hafa sterk- an og ákveðiun meiri hluta að baki sér ef hún á nokkru veru- legu að gela áorkað. Sú stjórn, sem á tilveru sína undir geðþólta einstakra manna, sem ekki eru bundnir neinum ákveðnum flokksböndum getur aldrei orðið sterk né áhrifamikil og gætir þessarar staðreyndar mjög í stjórnarfarssögu vorri á siðustu árum. Fálmið og festu- leysið hefir verið helzta sérkenn- ið ýmsra stjórnarstarfa, og enn er ekki séð fyrir endann á þvi ástandi. En þegar svo er komið, að stjórnin á e. t. v. tilveru sfna undir eins manns atkvæði, þá er aðstaða hennar orðin svo slæm að hún getur ekki verri verið. Við kosningar koma andstæð- ur flokkaskiftingarinnar skýrast í ljós og þá fá menn sérstakt tækifæri til að neyta þegnréltar sins og hafa áhrif á framgang þjóðmálanna og hverjum falið er að fara með æðsta umboð rikisheildarinnar. Kosningarélt- urinn er ekki ábyrgðarlaus sér- réltindi, sem fara má með á alla vegu, þólt virðast mætti að svo væri, jafuoft og hann er misnotaður. —■, Flestum réttind- um fylgja skyldur og kosninga- rétturinn er einmitt sérstaklega ábyrgðarmikil yfirráð, sem kjós- endum eru lögð í hendur, því þeir ráða mestu um, hvernig þjóðarbúinu er stjórnað, og hverj- ir eru þar forráðamenn. En oft er það svo í þingræðislöndum, að þjóðarviljinn fær ekki notið sín vegna margskiftingar um stefnumálin en venjulega verða þó úrslitin eins og menn hafa unnið til. — Nýí Sáttmáli. i. Merkasti viðburður þessa ný- byrjaða árs mun óefað talin verða hin nýja bók Sigurðar sýslumanns Þórðarsonar frá Arn- arholti, er hann kallar Nýja Sáttmála. Og óefað er »some- thing rottencc í þjóðlífi voru og stjórnarfari, ef bók þessi vekur eigi háværar og langvinnar um- ræður opinberlega í blöðum og á mannfundum út um land alt. Höfundur deilir svo þungt á stjórnarfar íslands og réttarfar og allmarga nafngreinda stjórn- málamenn, að með öllu er ófært mennskum mönnum að liggja þegjandi undir þvf, hvort sem satt væri eða logið. Eigi mun ástæða að gera ráð fyrir, að höfundur þessi viti eigi fótum sinum forráð. Hér er eng- inn unggæðislegur angurgapi á ferðinni, heldur gamall og vel virður lögfræðingur með langa og merka lífsreynzlu að baki. Færir hann enda svo sterk rök fyrir þungum ásökunum sínum, að erfitt mun sum, reynast að fá þeim hrundið. Víðsvegar út um Iand mun margur maðuriun hrökkva upp við vondan draum og verða að orði: Já, var það ekki þetta, sem mig hefir grunað árum saman, og eg hefi óttast, þótt eg þyrði varla að trúa sjálfum mérl — Þykist eg þess fullviss, að bók þessi muni verða mörgum hollur »barnalærdómúr« gegn þeim skæða stjórnmálafaraldri, sem nú gengur um landið. Eg ætla mér eigi að rökræða bók þessa, enda er það eigi á mínu færi, og óefað stendur það líka öðrum nær en mér. Er það nánast tilviljun ein, að eg leyfi mér virðingarfylst að drepa á eitt sérstakt atriði í bók hins háttv. höfundar, þar eð segja mœtti, að það snerti mig sjálf- an. — Annars mun óþarfi að ýta undir bók þessa. Orðstír hennar er þegar orðinn land- fleygur, að eg hygg, og hér í borg var kapphlaupið um hana til bóksala fáum dögum eftir að hún kom út. Með tveimur stutt- um tilvitnunum má gefa allskýra hugmynd nm efni bókarinnar: »— — — Þessi friðaði reitur eru afglöpin í stjórnarfari og réttarfari. Og hér er þá komið að kýlinu. Sjúkdómurinn erþögn, almenn þögn um alt hið skað- vænlegasta, sem gerist í opiu- beru lífi þjóðarinnar.------------ (bls. 8). »------En þessi íslenzki frið- ur er friður rotnunar. Hér er alt friðað, sem á að vera ófrið- að. Enginn bærir á sér, þó að i hvert verðmætið á fætur öðru slái, þangað til það er ekki oið- ið til annars en að auka hið eitraða andrumsloft. — —« (bls. 150). -— Annars skýrir efnis- yfirlitið vel frá. Það er á þessa leið:lnngangur. — Þjóðarverkefni fslendinga. — Einveldi og ráð- gjafarþing. — Löggjafarþingið. — Sögur af stjórnarfari og rétt- arfari. — fsland fullvalda ríki. — Niðurlag. — Er bert af þessu að háttvirtur höfundur ræðir um tilveru og h7uerurd/f islenzku þjóðarinnar. Mér þykir vænt um að fá tækifæri til að ge^a athugaspmd við eitt atriði í Nýja Sáltmála, og það því frekar, sem eg er háttv. höfundi íyllilega sammála um

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.