Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 09.01.1926, Blaðsíða 2
2 D A G B L A f> grundvallarskoðun hans á fram- tíð lands vors og þjóðar í at- vinnunaálum, menning og ýmsu fleiru. — Það er Grœnlands- málið, sem er tilefni þessarar greinar minnar. í nýja Sáttmála sveigir höfundur lítillega að því máli, og er bersýnilegt, hver skoðun hans er á því, (bls. 18 og 149). Skal eg vikja nánar að þessu i næsta kafla. Helgi Valtýsson. Nýjustu skeyti. Khöfn, FB., 8. jan. ’25. Signa vex. París hætta búin. Simað er frá París, að Signa vaxi afskaplega. Allar hugsan- legar ráðstafanir gerðar til þess að koma i veg fyrir skaða i borginni. Gosið úr Yesúvíus. Símað er frá Rómaborg, að um lítilsháttar hraungos úr Vesú- víus sé að ræða. Friðarverðlann. Simað er frá Berlín, að Wil- sonstofnuninhafi ákveðið að veita Chamerlain Wilsonverðlaunin, ennfremur Briand og Stresemann fyrir þáttöku þeirra i Locarno- samningnum. Stresemann neit- aði að taka við þeim og bar þvi við, að Wilson hafi brugð- ist Þýzkalandi, þegar friðarsamn- ingarnir voru gerðir. Viðsjár með Ungverjnm. Simað er frá Budapest, að menn skiftist algerlega f tvo flokka og er tilgangur annars flokksins að koma Otto, syni fyrverandi konungs Karls á krónuna, en hinir vilja gera erkihertoga Albrecht að konungi. Geysileg æsing í landinu og sennilegt að borgarastyrjöld brjótist út. Tékkoslóvakar á verði. Símað er frá Prag, að stjórnin hafi í huga að senda herlið að landamærum Ungverjal. vegna óeirðanna þar. Frakkar og Ungverjar. Símað er frá Paris, að franski sendiherrann i Budapest sé kom- inn þangað. Álit manna er, að það sé fyrirboði þess, að Frakk- land slíti stjórnmí.lasambandi við Ungverjaland. Borgin. Nætnrlœkiiir í nótt er Ólafur Gunnarsson, Laugaveg 16. Simi 272. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki • Messnr á morgnn. Dómkirkjan kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson og kl. 5 séra Bjarni Jónsson (altarisganga). Fríkirkjan kl. 2 séra Árni Sigurðs- son og kl. 5 séra Haraldur Níelsson. Landakotskirkja kl. 9 árd. há- messa, og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. Jarðarför Jónasar Póroddssonar og Ólafar móður hans fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Húkvtðju flutti séra Ólafur Ólafs- son, en séra Árni Sigurðsson hélt kirkjuræðuna. Oddfellowar gengu á undan líkfylgdinni og voru all- fjölmennir. Kafmagnið var nokkuð dutlunga- fult öðru hvoru í gær, ýmist full ljós eða svarta myrkur. Er petta sífelda ólag á rafmagninu mjög bagalegt öllum bæjarbúum, og pó helzt peim, sem nota pað til iönaðar. Steinolínverðið lækkaði að mun núna um áramótin, pegar steinoliu- verslunin varð frjáls. Ennpá er Landsverslunin ein um olíusöluna hér í bænum, en næstu daga er von á olíuskipi til Jónatans Þor- steinssonar. Kom pað til Vestm.- eyja i fyrradag og losar par nokkuð af farminum. Audlát. Oddrún elzta dóttir Jóh. Ögm. Oddssonar kaupm. lézt í fyrri- nótt á heimili foreldra sinna eftir langvarandi veikindi. Oddrún sál. var sérstaklega vel gefin og mynd- arleg stúlka, og er því sár harmur kveðinn að foreldrum hennar og öðrum, sem kyntust henni. — Er pungbært að missa þannig í blóma lífsins pá sem miklar vonir eru við bundnar. Eldnr kom upp í línuveiðaranum ísleifi, sem liggur við Norðurgarð- inn. Kviknaði í benzini, og var slökkviliöiö kvatt til hjálpar, en tekist hafði að mestu að kæfa eld- inn, pegar pað kom á vettvang. Tjóniö er talið lílið. Belgamn hefir nýlega selt aíla sinn t Englandi fyrir 2447 sterl.pd. Bro, fiskitökuskip til Kveldúlfs, kom hingað i gær. —— ———— ——— — ....... IÞagBlað. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kt. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Ofbefdisverkið í Tjarnargötunni. Nokkrar missagnir hafa blöð- in flutt um þetta mál, en þóhelzt Dagblaöið þriðjudaginn 5. þ. m. þar sem sagt er, að maður sá er með stúlkunum var, hafi átt upptökin. En sannleikur málsins er þessi: Kl. rúmlega 12 á gamlárs- kvöld kem eg út úr húsinu nr. 8 við Tjarnargötu ásamt 2 stúlk- um. Er við komum niður fyrir tröppur hússins. sjáum hvar 3 ölvaðir menn koma sunnan göluna, á undan þeim fóru 2 stúlkur og sýndist okkur að menn þessir vera að elta þær. Maður var þar staddur á göt- unni og gekk hann á milli svo stúlkurnar fóru óhindraðar leiðar sinnar. Nú ráöast menn þessir að okkur og 1 þeirra slær mig á annan vangann. Býst ég þá til varnar. En þar sem ég var einn á móti þremur, var ég ofurliði borinn og fékk hvert höggið á fætur öðru, og i þessari við- ureign, er ég reyndi að slíta mig lausan frá þessum mönn- um, fór ég með aðra hendina inn um rúðu í kjallara hússins og skar mig talsvert í lófann. Nú gat ég siitið mig lausan, og komst ég þá upp á tröppu- paliinn. Voru stúlkurnar þá komnar þangað. Ruddust menn- irnir á eftir okkur og inn í fordyrið, en ég hélt áfram í gegnum húsið og út mn bak- dyrnar og beint niður í Aðai- stræti, mætti þartveim Jögreglu- þjóuum, sem komu með mér, og tóku mennina. sem enn þá voru að kíta við stúlkurnar úti á tröppunum. Eflir viðureign þessa fiétli ég í húsinu, að siitið hafði verið

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.