Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 11.01.1926, Blaðsíða 1
Mánudag 11. janúar 1926. ÍÞagðfað I. árgangur. 288. tölublað. KOSNINGABARDAGINN f Kjósar- og Gullbringusýslu mun hafa verið einhver sá drengilegasti, sem um langt skeið hefir farið fram hér á Iandi. Er slíkt gott til fyrirmyndar, þvf ó- sjaldan befir skort á drengilega framkonmu frambjóðendanna, gagnvart hvorum öðrum og hef- ir þá oft ekki verið gætt al- menns velsæmis sem skyldi. Persónulegar skammir og brigzlyrði er altaf til vansæmd- ar þeim, sem slikt bera fram, en eins og alkunnugt er, hefir það verið helzta sérkennið á þjóðmálaumræðum vorum sið- Ustu árin og einna svartasti bletturinn i opinberri háttsemi manna, þótt vfða sé þar dökk- leitt umhorfs. Sá hefir jafnvel þótt mestur maðurinn, sem mest- um svivirðingum hefir ausið á andstæðinga sína, og sama álýg- in hefir verið endurtekin aftur og aftur, þangað til fjöldinn hef- ir farið að trúa henni. Aðstaða almennings hefir líka verið erfið um að greina sann- leik frá lýgi i öllu þvf moldryki af svivirðingum og ósönnum á- burði, sem hér hefir verið þyrl- að upp um menn og málefni. Blöðin hafa þar flest gengið & undan og þreytt einskonar kapphlaup um ósómann og svo hafa fylgjendur þeirra fetað dyggilega i fótsporin. Þessi að- ferð til upphefðar er mjög óheil- hrigð og lýsir bæði óvönduðum hugsunarhætti og spiltu þjóðlifi. Á engu er meiri nauðsyn en að viðhorf þessarar staðreyndar breyttist til batnaðar og þa fyrst og fremst að meira drenglyndis gætti í framburði deilumálanna. Myndi það öðru fremur verða til þess að valda skýjarofum á stjórnmálahimninum og slá birtu & þjóðlíf vort, en sliks er nú þörf. — Kappsókn þeirra Haraldar Guðmundssonar og Óiafs Thórs um kjörfylgið i Kjósar- og Gull- bringusýslu hefir sýnl að berj- ast má með .' •úttum vopnum f meiri von um góðan áranguren ef notuð væri riðkutar persónu- legra skamma og svivirðinga. Báðir eru mennirnir gáfaðir og ágætlega máli farnir og að mörgu leyti meiri glæsimenni en almenningur á að venjast. Þeir hafa leitt saman hesta sína af kappi og einurð en jafn- framt gætt alls velsæmis í vopna- viðskiftunum. Þjóðmálin hafa þeir rökrætt, en að mestu haldið umræðun- um utan við einkamál hvors þeirra. — Báðir hafa lagt síg alla fram til að afla sér og málstað sínum fylgis, en jafn- framt gætt alls drengskapar í viðskiftunum, ^ Er það almannarómur, að báð- ir hafi vaxið af framkomu sinui i augum alls þorra manna og er það gott þegar ungir menn og mörgum óþektir skapa sér þannig fyrstu kynni. Mælti það mörgum verða til fyrirmyndar. —/77.—n. Nýí Sáttmáli. ii. Grænlandsmállð. Ég drap á það lauslega í fyrri kafla greinar þessarar, að háttvirtur höfundur »Nýja Sáttmála« sveigi lítillega að Grænlandsmálinu i bók sinni (á bls. 18 og 149). Þareð ég er einn þeirra einkennilega fáu íslendinga, er lagt hafa orð i belg um þaö mál síðustu árin (i »Vísi« og »DagbIaðinu«), gríp ég tilefnið til að gera nokkrar athugasemdir við um- mæli þessi. Á 149. bls. f »Nýja Sáttmála« segir á þessa leið: — »Að lok- um myndi ekki vanþörf á að ráða landsmönnum til að hafa auga með þeim mönnum, sem eru að reyna að fá þá út í grænlenzkt æfintýri í bandalagi við Norðmenn.« — Mér getur eigi skilist, að þörf sé að hafa gát á þessum mönnum (mér eða öðrum), frekar en hverjum öðrum, er ræða einhver mál opinberlega, svo framarlega sem þjóðin sjálf ihugar málið og rökræðir það á skynsamlegan hátt. Ea hætta myndi stafa af því, væri Grænlandsmálið ekki rœit held- ur pukrað með það að tjalda- baki t. d. í þingnefndum, þannig, að enginn vissi hvert stefndi, fgr en öllu væri lokið! Þarf eigi að seilast langt um óþekt dæmi, þar sem um alvarlegt utan- ríkismál var að ræða. Af opiu- berum umræðum á hvorki né þarf að stafa nein hætta. Séu einhverjir framsæknir um of, eða stefni út á hálar brautir, er innan handar fyrir þá, sem reyndari eru og gætnari, að gripa í taumana í tima. Par standa allir fafnt að vigi! Og sú viðureign á því að vera fylli- lega drengileg, hvernig sem menn annars lita á málin sjálf. — En mér virðist, því miður, vera aðdróttunarkeimur nokkur i áður tilfærðum orðum háttv. höfundar »Nýja Sáttmála«. Mér þykir í rauninni aðeins vænt um að fá tækifæri til að skýra sem itarlegast frá þvi, hvað fgrir mér vakir um Grœn- - landsmálið, svo þar sé engum vafa til að dreifa, né ástæður til getsaka í minn garð. Annars hefi ég venjulega gefið i skyn í blaðagreinum mfnum um þetta mál, hvers vegna ég hreyfði því í hvert sinn. — Er ég fyrir lið- ugum þremur árum síðan ritaði nokkrar greinar í dagbl. Vísi, meðan deilan um Grænland stóð sem hæst milli Norðmanna og Dana, var tilgangur minn aðal- lega sá, að vekja athygli manna hér á landi á máli þessu, fiytja sem itarlegastar fréttir af gangi þess og skýra rétt frá málum. Fréttir þær, sem blöðunum bár- ust, voru bæði mjög ófullnægj- andi og oft og tíðum ranghermt

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.