Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 12.01.1926, Blaðsíða 1
Priðjudag 12. fanúar 1926. I. árgangur. 289. tölublað. SYNDIR ANNARA eru tíðasta hugðarefnið góðgjarnra ná- unga vorra hér í fásinninu a horðurhjara veraldar. Það er svo ofurauðvelt að taka til þess sem hendi er næst, ef segja skal fréttir. Og það þykir meiri tið- indum sæta ef kálfur er borinn á Búrfelli, en þótt ríkiserfingi hefði fæðst í Hollandi. Sé stol- ið úr opinn* hirzlu í illa læstu hiisi í Reykjavík, þykir það meiri býsn, en þótt upp komist ódæma seðlafölsun í Ungverja- landi. Falli grunur á Magnús makráða um ólöglega vínsölu, er méir af því Iátið en þótt eyland hafi sokkið i sjó. Brjóti einhver í bág við alment velsæmi, er því á lofti haldið, svo sem væri það stórglæpur, og hinn agnarminsti fluguflótur, sem einhver þykist háfa séð að morgni, er orðinn að griðarstórri maðkaflugu að kvöldi. Þessar undrafréttir eru oftast sagðar »undir fjögur augu« og »í triínaðk, en eru þó furðu fljótar að berást. Þær tegubdir »annara synda« eða ávirðinga, sem bera með sér pólitískan blæ, eru sömu lög- um háðar hér, eru þær auð- virðilegustu og gómsætastar. En þessár syndir fara ekki króka- leiðir munnmælanna. Á þeim er enginn venjulegur kviksögublær. Þær eru skráðar í blöðum stjórn- málaflokkanna, og auðvitað i allra óeigingjarnasta tilgangi Qotaðar í þarfir fósturjarðai innar. Pólitískar syndir, drýgðar og ódrýgðar, eru skráðar með feitu letri og i'yUa margar síður í blöðum stjórnmálaflokkanna. Syndaselirnir eru hengdir upp a gálga vandlætarans og negld- ir þar í allra augsýn við hlið Þeírrá, sem taumlausar ástríður Qg lægstu hvatir hafa leitt til stórglæpa. 'Lengra verður ekki W jáfnað. — Taka veiður þó fram til skýringar, að þetta eru eöeins syndaselir andstæðing- anna, í þessu blaðinu í dag og ^inu ámorgun. — Og hér skift- ir ekki nema í tvö horn: Ann- aðhvort eru þessir syndugu menn hvitir eöa svartir. En þannig, að þeir sem eru svartir í einum herbúðunum eru hvitir i hinum og öfugt. Ófagurt er orðavalið um pólitisku andstæð- ingana, og öllum hugsanlegum vopnum beitt til þess að meiða þá og manúskemma i hverri blaða- greininni á fætur annari, og jafn- vel mörgum í sama biaðinu. En alt er þetta gert af ein- skærri föðurlandsást og með það fyrir augum, að vinna fóstur- jörðunni alt það gagn, sem verða má. Eða haldið þið kannskeað þetta sé sprottið. af blindu flokks- fylgi eða af eigingjörnum hvöt- um? Eða getið þið svo sem hugsað ykkur, að burgeisahjal- ið, bolsastaglið, samábyrgðar- japlið og Krossaneshneykslið, sé með öðrum huga iðkað en hrein- um og heilum, í þarfir ættjarð- arinnar? — Nei, sussu nei? Én þreyttir getum við orðið á þessum »slóru stefnumálum«. Og i árslok 1925 kvöddum við þessa kunningja okkar og báð- um öllum óvinum blessunar, eins og sannkristnum mönnum sæmir. — Þegar birta tók af degi hins nýja árs og búast mátti við, að þessi gömlu ást- fóstur ræki aftur upp kollinn, veður fram á vígvöilinn gamall herforingi úr liði hinnar gömlu hersveitar Magnúsar landshöfð- ingja, brýnir röddina — kveður sér hljóðs og hrópar hástöfum: Ég er rödd hins nýja sáttmála. Gerið beinan veg réttlætisins, svo sem Jóns Sigurösson, Arnljótur Ólafsson, Benedikt Sveinsson, Grímur Thomsen og Þórhallur Bjarnarson hafa sagt. Nýí Sáttmáli. ii. Frh. Norðlendingrnmót verður haldið hér í ba;uum á fimtudagskvöldiö. Til- gangur mótsins erað styrjija heilsu- hælið norðanlands, og er þess vænst að Norðlendingar ijölmenni. Orænlandsmálið. í síðasta tbl. gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni, að það standi alls eigi á sama fyrir oss Islendinga, hvernig Grænlandsmálið verði til lykta leitt. Og einshitt, að þeir sem fyrst fá ítök og atvinnuréttindi þar vestra, muni eðlilega sitja við þann eldinn sem bezt brennur. Mun ég nú leitast við að færa nokkur rök að þessu tvennu. Ná er Grænland þegar opið í hálfa gátt — Austur-Grænland. Auk samninga þeirra, er Danir og Norðmenn hafa gert með sér, gerði Danmörk á siðastl. sumri samninga við tvö stór- veldi um »beztu kjör« á Austur- Grænlandi, bæði á sjó og landi. Stórveldi þessi eru England og Frakkland. Og munu íleiri koma á eftir, þvi að nú opnast óðum augu alheims fyrir mikilvægi Grænlands og margvislegri hag- nýtingu. — Setjum nú svo, að nokkur stórveldi tæki að kapp- hlaupa um Grænland, og ekk- ert er líklegra en að svo verði innan skamms. Er alkunnugt, að bæði Bretar og Ameriku- menn hafa góðan augastað á Grænlandi. Og færi önnurhver þjóðin að færa sig upp á skaft- ið, mun hin eigi sitja hlutlaus hjá og horfa á. — Er ekkert liklegra heldur en það, að t. d. Bretar, og ef til vill Frakkar, fari nú — að loknum samning- um — að leita hófanna með ítök þar nyrðra, og þá fyrst og fremst á friðsamlegan hátt: setji upp verstöðvar með stórum botnvörpungaflota og ýmsum ítökum á Iandi. Er þá hætt við að þröngt kunni að verða fyrir dyrum, jafnvel á vorum fiski- miðum, er veiðar bregðast þar vestra. Þarf ég eigi að fjöiyröa um það atriði, Er það öllura

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.