Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 13.01.1926, Blaðsíða 1
Miðvikudag 13 fanúar 1926. I. árqanqur. 290. tölublað. FLESTIR íslendingar eru dulir í skapi og svo lundstirðir, að talsverðum átökum þarf að beita, til þess að mýkja þá og liðka og fá þá til að varpa undirhyggju-grímunni, svo hinn sanni maður þeirra komi í ljós. Landinn ber með sér þessi arf- gengu einkenni, hvar sem hann fer og fiækist, og fáa gerir hann að trúnaðarmönnum sínum. Tryggur er hann í lund og vin- fastur, ef honum tekst að eign- ast vin, en tortrygginn er hann með afbrigðum og myrkfælinn við menu og málefni. Gamall vani og vesaldómur forfeðranna, einhliða uppeldi í foreldrahúsum og skuggaþankar I skammdegislandinu sýkja hug- arfarið, skapa tortrygni, bæla lundina og höggva allar skarp- ar brúnir af skapgerðinni. Ein- urðin þverr og einhæfni ættar- mótsins og tíðarandans heima fyrir, kemur í staðinn. Einlægnin er falin undir huliðshjálmi hinn- ar íslenzku varúðar, sem segir: »Gáttir allar áðr gangi fram um skygnast skyli, um skoðast skyli, því at óvíst es vita hvar óvinir sita á fleti fyrir«. Óttinn við árekstur verður einurð þeirri yfirsterkari, sem lætur engar torfærur setja sér kyrstöðureglur. Afskiftaleysið og hin svokallaða miskunsemi með mönnum og máiefnum eykst. Enginn þorir að segja meiningu sína óbrjálaða, enginn vill gera á annars hluta, þvi þá kynni jafnvægið að raskast og gull- hringar almenningsálitsins að glatast. Og það er þó altaf skárra að skömminni til, að wvirðast en vera ekki« hér í þessum synd- uga heimi. — Undantekningar frá þessari meginreglu hins myrka lundarfars íslendinga eru vitanlega til, en djúpt er á hjart- anu hjá öllum þorra manna. T. d. eru Norðlingar taldir lund- léttari en aðrir, og mun svo vera. Veldur þar nokkru um hreinna ioftslag en vlðast annarstaðar, — Jarðskjálftar, eldgos, land- farsóttir og slysfarir lyfta sem snöggvast huliðshjálminum af mönnum hér, en stórviðburðir erlendis hafa lítil áhrif. Ræður prestanna minnast fáir á, hversu merkar sem þær kunna að vera, og skeri einhver úr að rökfestu, röggsemi og brennandi vand- lætingu, leggja menn að vísu betur eyrun að en endranær, kinka kolli og hnippa í þann sem næst situr — og þar með búið. Hjartaskelin er hörð og köld og hana tekst seint eða aldrei að þýða til fullnustu frek- ar en jökul-bungurnar íslenzku — en komi það fyrir, að það takist, mun það meir að þakka eldinum, sem innifyrir býr en utanaðkomandi áhrifum. Menningarrit og skólar koma og sjaldan því róti á hugi manna, að þeir slíta af sér hlekki þess vana, sem sættir sig við alt, en einkum þó deyfðina. Baráttan við harðsnúin nátt- úruöfl hefir kent mönnum að láta sér hvergi bregða, þótt eitt- hvað á bjáti, jafnvel ekki við sár né bana. — Það er því ekki að furða, þótt menn kippi sér ekki upp við ýmislegt sem við ber í daglegu lífi þjóðarinnar. — Öðru máli gegnir hið opin- bera,líf. f*að á sér langa sögu. Og íslendingar eru söguþjóð. Trúin á feðranna frægð hefir verið þeim innrætt frá barnæsku, maun fram af m|nni. — Alþingi hið forna var hjarlastaður lands- ins. — Alþingi hið nýja hefir tekið að erfðum þann ljóma sem stóð af hinni fornu lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar. — Petta er arfur, en hvernig hefir Alþingi ávaxtað hann? Um þetta atriði fer tvennum sögum. — Þess vegna fer andlegur jarð- skjálftakippur um landið, þegar helgasta samkundan, sjálft þjóð- þingið, er tekið til bænar í fullri hreinskilni og einurð, af manni þeim, sem heiðarlegur er talinn i alla staði, sem staðið hefir ofan og utan við islezk stjórn- mál nær fjórðuDgi aldar, svo sem áhorfandi, og þó einkum síðan fsland varð fullvalda ríki. Nýí Sáttmáli. II. Nl. Grænlandsmálið. Ég hefi þá skýrt frá, hvað fyrir mér vakir með Grænlands- málið, og hvers vegna ég tel oss íslendingum brýna nauðsyn á að fylgjast með því, sem þar er að gerast, og reyna af alefli að sporna við, að það geti orðið oss að tjóni. Nú munu þá sumir spyrja, hvort nokkrar líkur sé til þess að vér íslendingar getum nokkru áorkað um það mál til að girða fyrir þessa hættu. Tel ég það óefað, a. m. k. ef vér hefðum sint þvi í tíma, — og ef til vill enn. — Lítum snöggvast á mál- ið eins og það liggur nú fyrir: Danir telja sér eignarrétt og yfir- ráð yfir öllu Grænlandi. Norð- menn og íslendingar(?) véfengja þetta. Samkvæmt hnattstöðu landanna, náttúruskilyrðum öll- um] og lifnaðarháttum þjóð- anna sjálfra eru það norrænu þjóðirnar sem standa næst og bezt að vígi um alla hagnýtingu á sjó og landi í Norðurhöfum. Þar liggja lífsskilyrði og aðal- atvinnuvegur fjölda Norðmanna, og hefir svo gert um langan ald- ur. Eykst sjósókn þeirra í Norð- urhöfum með ári hverju. Það mun þvi eigi þurfa að telja neina forspá, þótt maður telji nokkurn veginn sjálfgefið, að sömu leið muni haldið hér á landi, er fólksfjöldi eykst að mun bæði til lands og sjávar, Efiaust á næsta mannsaldri, en þó að likindum fyr. Hefi ég bent á sumar ástæður fyrir þessu í fyrri kafla greinar minnar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.