Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 15.01.1926, Blaðsíða 1
Fö$tudag 16 janúar 1926. I. árgangur. 292. tölublað. agBíaé LÝSING.ÍSLANDS hin nýja, ádeilurit Sigurðar Þóiðar- sonar er svo mergjað og magnþrungið ásökunum í garð þings og stjórnar, og þeirra sem fara með lög og rétt og standa í fylkingarbrjósti þjóðarinnar, að það hlýtur að vekja athygli um endilangt landið og svo víða sem kynning íslands nær með öðrum þjóðurn. Höfundur ætlast og bersýnilnga til þess að básúnu- hljórnur þéssi berist i allar áttir. Ef lýsingin er sönn, þá er sannarlega mál til komið fyrir íslendinga, »að beina stjórnarfari sínu út af þeirri braut, sem það nú er á og svo sjáanlega og hraðfara leiðir til efnalegs og stjórnarlegs sjálfstæðistjóns og siðferðislegs niðurdreps, og leit- ast við að koma stjórnarfyrir- komulagi sínu í það horf, að það kunni með tímanum að geta orðið við þeirra hæfi«, eins og höfundur kemst að orði. Sé lýsingin ósönn eða full rangsleitni og ályga í garð þings og stjórnar og þeirra manna, sem fyrir hirtingunni verða, var sjálfsagt að koma i veg fyrir, að slíkt niðrit yrði birt á prenti. Með því nú, að þess hefir ekki verið talinn kostur, verður að draga þá sjálfsögðu ályktun, að höfundur, sem er glöggur og gjörhögall vitsmunamaður og auk þess gamall embættismaður og tignaður aí Dönum með.ridd- arakrossi — fari hér með rétt og satt mál i öllum aðalalriðum. þetta verður fyrst og fremst að hafa hugfast, að loknum lestrinum, að sé lýsingin á á- standinu nærri réttu, verður þjóðin fyrir forgöngu góðra manna að hefjast handa, taka sinnaskiftum og velta af sér oki þvi sem er að drepa hana efna- lega og siðferðislega. Skal nú tekið nánar til athug- unar hverjar eru helztu ásak- anir höfundar. Tvær telur höfundur leiðir til þess að kynna Jandið með öðr- um þjóðum: aðra þá, sem Al- þingi hefir valið, auglýsingaleið- ina, með sendimönnum og nefnd- um, sem fari með erindi þings- ins og segja að ísland sé að fengnu samkomulagi við Dani »óháð og fulivalda riki«. Penna boðskap kveður hann ekki ein- asta meinlegar ýkjur, heldur »skaðleg ósannindi« (sbr. ibúa- töluna) og leiðina ófæra »ef þingið ætlar aldrei að hafa til þessara ferða aðra en afburða- menn sina«. Aðra leið telur höf. öruggari: vöruvöndun. Að alt mæli með sér sjálft sem héðan flyzt, hvort sem það er ávöxtur líkamlegrar eða andlegrar iðju. Dani kveður hann helztu matsmenn skálda vorra, þeirra er erlendis dvelja. Landið segir hanu ómissandi heiminum, með því að það sé skjólgarður Noröurálfunnar gegn Grænlandsísnum, en um þjóðina verði ekki hið sama sagt: Hún hafi að visu einu sinni verið gagnleg rnannheimi sakir bók- menta sinna, en nú sé hún öðr- um þjóðum ekki til fyrirmyndar, heldur til viðvörunar og bætir svo við: »En til þess að það geti orð- ið, verða þær að veita j jóðinni eftirtekt og atferli hennar, Og eftirtekt annara þjóða á þvi, sem hér er að gerast og dómur þeirra kynni á hinn bóginn að geta valdið einhverri breytingu til batnaðar á áslandinu hér. þeir menn, sem fremur öðrum skapa það ástand, eru fyrir löngu hættir að blygðast sín fyrir íslendingum. — — En í augum útlendinga mega þeir ekki vamm sitt vita«. Svo sem hér má sjá, eygir höf. ekki aðra leið út úr ógöng- unum en að vekja eftirtekt ann- ara þjóða á landinu, ekki með lofi og skrumi, heldur með vöru- vöndun og með þvi að breiða sem vfðast út afglöp þings og stjórnar, — »gera fjárlögin ís- leozku að umtalsefni í helztu blöðum Norðurlanda og setja þannig Alþingi og landsstjórnir þess í gapastokk«. Vegleg aðferð og samboðin frjálsu og fullvalda ríkil Allskonar frelsi ræður hér mestu að dómi höf., svo sem wathafnafrelsi með skjótri döfn- un undir verndarvæng yfirvalda, sem humma fram af sér yfir- sjónir og leyfa sakamálum að lognast út af, en grípa til náð- ana, ef ekki vill betur«. Enn- fremur prentfrelsi, sem »getur af sér kynstur af lélegum, smekk- spillandi og málspillandi blöð- um og bókum, sem samhliða orðaflaumnum í löggjafarþinginu og fleiri þingum fyllir landið með innantóma mælgi«, sem »sneiðir vendilega hjá einum bletti og leyfir honum að blómg- ast í friði. Pessi friðaði reitur eru afglöpin í stjórnarfari og réttarfari. Og hér er þá komið að kýlinu. Sjúkdómsvotturinn er þögn — almenn þögn um alt hið skaðlegasta, sem gerist í lífi þjóðarinnar«. — »Ráðherrarnir eru óhultir fyrir árásum, — — þeir eiga þingið að bakhjarli, og öll stjórnarskifti eru komin undir verzlun þingmanna að tjalda- baki«. — Fögur lýsing, eða hvað? Dr Jón Helgason. Eins og sagt hefir verið frá, fór doktorskjör fram í Háskól- anum 7. þ. m., þar sem Jón Helgason meistari í norrænum fræðurn hlaut doktorsnafnbót fyrir bók sína um Jón Ólafsson Grunnvíking. Athöfnin fór fram eftir venju- legum reglum, sem í ýmsu eru orðnar úreltar, því sumu siðir hafa þar tíðkast síðan á mið- öidum. í raun og veru er rit- gerð tekin gild til doktors-nafn- bótar um leið og háskólaráðið samþykkir hana til varnar, sem ekki er annað en ytra form.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.