Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 15.01.1926, Blaðsíða 2
2 D A G*B L"A Ð Þessi ritgerð Jóns þykir í mörgu merkileg, þeim sem sér- þekkiagu bafa á þeim málum, og er samin af miklum fróðleik og vandvirkni. Er Jón einn at efnilegustu fræðimönnum is- lenzkum i þessari visindagrein, og hefír þar afkastað miklu verki, þótt ungur sé. Bar snemma á námshæfileikum hans, og hefir um margt verið öðrum fremri. Er þess sérstaklega getandi, hve hann hefir verið ástsæll af skólabræðrum sinum, sakir mannkosta sinna og yfirburða. Jón hefir að mestu brotið sér braut hjálparlaust, og eingöngu notið eigiu verðleika. Er hann af fátæku fólki kominn, alinn upp i Hafnarfirði, en ættaður ofan úr Borgarfirði. Lengst af skólatið sinni hefir hann verið í Kanpmannahöfn, og tók meist- arapróf við Háskólann þar fyrir tæpl. tveim árnm — ! sumar hefir hann dvalið hér heima á- samt konu sinni, Ástriði Björns- dóttir frá Grafarholti. Þegar Sigurður Nordal hafn- aði stöðu þeirri, sem honum var boðin við háskólann í Osló, þótti Jón liklegastur til að taka við henni að hinum frágengn- um. Hefir hann nú verið ráðinn til að flytja fyrirlestra við Osló- arháskóla i vetur, og er liklegt að hann fái þar fasta stöðu. — Með Nóvu í kvöld fer Jón áleiðis til Noregs ásamt konu sinni og munu margir óska hon- úm góðrar ferðar og mikils frama. Alifuglarækt. Að tilhlutun Búnaðarfélags ls- lands verður námskeið i alifugla- rækt haldið i húsi félagsins, og hefst það i kvöld (föstudag) kl. 8 siðd. Mun það standa yfir fram eftir næstu viku á sama tima dag hvern. Kenslan fer fram i fyrirlestrum, og kennari verður Jóhann Þorsteinsson, maður vel fróður i þessum efn- um. Hefir hann dvalið 4 ár í Noregi, og einkum kynt sér ali- fuglarækt og alt viðvikjandi smábýlabúskap og stofnun ný- býla. Siðustu 2 árin var hann á bændaskólanum að Sem (Sæ- þcinura>) og útskrifaðist þaðan síðastliðið ár. Á smábýlum er- lendis, bæði á Norðurlöndum og víðar, er mikil áherzla lögð á alifuglarækt, og á Sem-skól- anum er kenslan einkum itarleg í öllu viðvíkjandi henni. Getum við þar mikið lært af reynslu annara, og gefst hér gott tæki- færi til þess, sem mörgum mundi geta komið að góðum notum. Þeir sem vilja sækja þetta námskeið, verða strax að snúa sér til Búnaðarfélagsins. Má telja vist, að námskeið þetta verði vel sótt, og það því frem- ur sem kenslan er ókeypis. Borgin. Nœtnrlæknir Friðrik Björnsso'n, Thorvaldsensstræti 4. Sími 1786. Nætnrvördur i Rvíkur Apóteki. Framsóknarfélagrið heldur fund i Sambandshúsinu í kvöld. Jónas alþm. frá Hriflu heldur par fyrir- lestur um fræðslumál, og er for- sætisráðherra og kennurum sérstak- lega boðið á fundinn. Hnappdælingamót verður\ haldið hér á laugardagskvöldið. Gerast átt- hagamót nú alltíð, og geta verið góð til skemtunar og viðhalds gam- alli kynningu. HjÚBkaparheit sitt hafa nýlega opinberað pau ungfrú Margrét Halldórsdóttir frá Stafafelli i Lóni og Porieifur Eyjólfsson húsameistari. Bjarni Jónggon frá Togi dvelur nú á Vifllsstöðum, og hefir verið par um hríð sér til heilsubótar. Óvist mun að hann verði orðinn svo hress, er ping kemur saman, að hann geti tekið pátt i pingstörfum, a. m. k. fyrri hluta þingtimans. Botnvörpnngarnir. Tryggvi gamli hefir selt afla sinn i Englandi fyrir um 1600 sterl.pd. Njörður seldi fyrir rúm 2400 sterl.pd. Leiknir (Glaður) kom hingað inn i gær. — Eirikur rauði kom af veið- um í gærkvöld og fór áleiðis til Englands i nótt. — Mai fór út á veiðar í gær. — Jón forseti kom af veiðum i morgun. Erá útlöndnm komu með Novu i gær: Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur, A. Openhaupt heildsali, Stefán Sandholt, Ritzen sænskur maður o. fl. Frá Færeyjum komu Sigurður Paturson og Elinborg systir hans. Nova fer héðan kt. 8 i kvðld. IÞagBlaé. Bæjarmálablað. Fréttabiað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, b.f. Eggert Stefánsson syngur í Fríkirkjunni sunnudaginn 17. janúar klukkan Sl/s síðdegis. Sigvaldi Kaldalóns aðstoðar. Lög ettir: Sigfús Einarsson. Bjarna Þorsteinsson. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Árna Thorsteinsson. Björgvin Guðmundsson. Sigvalda Kaldalóns. Aðgöngumiðar fást i Bókaversl- un ísafoldar og Eymundsens. Hjá Katrínu Viðar og í Hljóð- færahúsinu. Auglýsingar sem eiga að koma í Dagblaðinu verða að koma á afgreiðsiuna daginn áður en þær eiga að birtast. Simi 744. Einnig er tekið á móti þeim í Gutenberg kl. 8—9 árdegis, Simi 471. Borgarstjórftkosningin. Stjórnar- ráðið hefir nýskeð felt úrskurð um hvort borgarstjórakosningin skuli fara fram. Er hann á þá leið, að séra Ingimar Jónsson sé ekki kjör- gengur til embættisins og Kn. Zim- sen þvi sjálfkjörinn. Peningar: Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............. 113,71 Norskar kr.............. 93,13 Sænskar kr............. 122,35 Dollar kr............... 4,57*/* Gullmörk............... 108,70 Fr. frankar.............. 17.34 Hollenzk gyllini....... 183,75

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.