Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 16.01.1926, Blaðsíða 1
I ÉTTARFARIÐ hér á landi og meðferö opinberra mála í höfuðstað landsins verður höfundi »Nýja sáttmála« ærið ásökunarefni. Fær landsstjórn vor, sem að völdum hefir setið undanfarin ár með ýmsum breyt- ingum, harðar ávítur fyrir drátt mála og eftirgjöf saka að ástæðu- lausu. — Sá embætlismaðurinn sem höf. veitist einkum að fyr- ir slælega réttarfærzlu er bæjar- fógetinn í Reykjavík Jóhannes Jóhannesson, aðallega í sam- bandi við rannsóknina útaf hvarfi Guðjóns Finnssonar, Með því að bæjarfógetinn með bréfi dags 6. þ. m. hefir svarað ásökunum höfundar þykir oss rétt að tilfæra ummæli þau i garð bæjarfógeta sem einhverju máli skifta. »Um nokkurt ái abil hefir ranu- sókn opinberra mála í Reyjavik verið nær eingöngu i höndun- um á ungum kandídötum, full- trúum bæjarfógetans, mönnum sem kunna að vera vel gefnir og vel að sér, en ómögulegt er að ætlast til að hafi þá reynslu og mannþekkiugn, sem ætti að vera skiiyrði fyrir því að geta tekizt svo ábyrgðarmikið og vandasamt starf á hendur, hvort sem lilið er á málið frá sjónar- miði hins opiubera eða einstak- linga þeirra, sem fyrir sök eru hafðir. Ókunnugir kynnu að spyrja, hvernig á því standi að landsstjórnin láti slíkt viðgang- ast. En ókunnugir mættu þeir menn vera, sem svo spyrðu. Vitanlega á bæjarfógetinn mjög annrikt, sérstaklega sökum hinn- ar afarmiklu fjölgunar einkamála á seinni árum. Hann er í áliti fyrir dóma sina, og er auðvitað mikilsvert að í þvf dómaraem- bætti sé maður, sem má treysta, svo erfitt sem mönnum er gert að koma málum sínum tyrir yfirdómstólinn. Það er skiljan- legt, að bæjarfógetinn geti ekki jafnlramt sinl opinberp málun- um svo sem þyrfti að vera. En sé svo, þá er embætti hans of stórt og nauðsynlegt að gera á því breytingu«. »Bæjarfógetinn sjálfur, maður sem gefur sér tima til að sitja þrjá mánuði ársins á alþingi, til þess að ferðast til útlanda í þarfir dansk-ísleuzkrar ráðgjafa- nefndar og til þess að rannsaka bannlagabrot, þykist verða að meta annað meira enn rannsókn í máli, sem frá upphafi hefir öll einkenni morðraáls, og felur hana ungum ogóreyndum manni, sem engu hefir vanizt og ekkert séð fyrir sér, sem verður auk þess að vera án þeirra yfirburða og álits, sem embættisstaðan veitir, bæði gagnvart þeim sem grunaðir eru og öðrum, sem á einhvern hált gela haft áhrif á rannsóknina. það er jafnvel ó- víst og enda óiíklegt að hann hafi fengið nokkru um það ráð- ið hvernig rannsókninni skyldi hagað. Þó að bæjarfógetinn kæmi ekki nærri prófunum sjálfur, er þó lítt hugsandi að hann hefi látið slikt mál afskiftalaust með öllu. Hann hefir ráðið rannsókn- araðferðinni. Og hún er þá eftir öðru. í stað þess að láta mann- inn ekki hafa friö í því vígi, sem hann hafði hrúgað upp í kringum sig af augljósum, ó- svífnum lygum, sögðum upp í opið geðið á dóiparanum og fjölda vitna, að tvísögli, marg- sögli og fyrirslætti um minnis- leysi, en knýja hann til að yfir- gefa það og leita annars vígis eða segja sannleikann, eru hald- in yfir honum strjál og stutt próf, og er ekki af því, sem bók- að hefir verið, hægt að sjá að annað hafi þar verið gert en að taka á móti afneitunum hans á vitnaskýrslunum og upptuggum hans á sömu fjarstæðunum, sem hann hafði verið með frá byrj- un, eða þá nýjum firrum«. »Og ekki hefir það heldur getað verið tilætlun ráðuneytis- ins, að þegar bæjarfógetinn tækí loks til við að umbæta rann- sókn þá, sem gerð hafði verið, þá skyldi fara svo fjarri þvi að framhaldsrannsóknin tæki hinní fyrri fram, að'bæjarfógetinn bók- ar mótmœlalaust og án nokk- urrar athugasemdar tventi senn: ítrekaðar lygar hins yfirheyrða um aö hann hafi verið svo drukkinn að hann muni ekkert og fullyrðingar hans um að hann muni þó sumt«. Þannig er dómur höf. en að- alatriðin í bréfi bæjarfógeta eru prentuð á öðrum stað i blaðinu. „ Morðmáiid Svar frá Jóhannesi bæjarfógeta til höfundar Nýja sáttmála. Nýlega hefir Jóhannes Jó- hannesson bæjarfógeti sent Sig- urði Þórðarsyni fyrv. sýslumanni bréf út af ummælum hans í Nýja sáttmála um embættis- rekstur sinn. Eru meginþættirnir ú^ svari bæjarfógeta birtir hér á eftir: »Þér viljið endilega, hvað sem tautar, gera druknun Guðjóns sáluga að stórmáli. Pér kallið það »Morðmálið« (á bls. 131 í ritinu), stórmál (bls. 108), og segið, »að það hafi frá upphafi öll einkenni morðmáls« (bls. 129) o. s. frv. Við skulum nú athuga með rósemi hvað er „skeö, og það er þetta: Mjög drukkinn utan- bæjarmaður lendir hér niður f höfnina á koldimmu haust- kvöldi og druknar. Finst yður óhugsandi að svona hafi getað farið, ef ekki bafa verið moröingjar eða aðrir ill- virkjar með i spilinu? Mér finst það ekki. Ég veit ekki betur en að það hafi því miður komið fyrir oftar en einu sinni, að innanbæjarmenn hafi dottið í

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.