Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.01.1926, Blaðsíða 4

Dagblað - 16.01.1926, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ gW Stærsta og fjölbreyttasta úrval af innrömmnðuíti «»‘ynd- nm í \er.-i, katla Laug r. 21. Innrömmun ú gama stnð. Hringsjá. Halldór Árnason frá Höfnum kom hÍDgað með Novu síðast, frá Vesturheimi. Hann er faðir Sigfúsar ritstjóra Heimskringlu og hefir dvalið 24 ár vestan hafs. Er þetta í 4. sinnið sem hann hemur hingað heim á þeim árum. Trær merkar konnr eru ný- lega látnar. — Frú Kristín Elisabet Sveins- dóttir lézt í Stykkishólmi snemma í þessum mánuði eftir nær 3 ára veikindi. Hún var bróðurdóttir Björns heitins ráðherra (Sveins- dóttir trésmiðs), og var mikihæf kona, eins og hún átti ætt til. Hún var tvígift, og var fyrri maður hennar Hjálmar Sigurðs- son kaupm. í Stykkishólmi, en hinn sfðari Tómas Möller sím- stjóri og póstafgreiQslumaður í Stykkishólmi. — Hún var 46 ára, er hún lézt. — Frúj Elisabet Bjering, ekkja Henriks heit. Bjerings fyrrum verslunarstjóra í Borgarnesi, lézt í Vestmannaeyjum 3. þ. m., en þar hafði hún dvalið undan- farið hjá fóstursyni sínum, Kr. Linnet sýslumanni. Eliasbet sál. var mesta gæðakona, og munu einkum margir Reykvíkingar minnast hennar með hlýjum huga frá veru hennar í Borgar- nesi. Hún var réttra 69 ára, er hún lézt. Lík hennar var flutt hingað með Novu f fyrradag og er bún jörðuð hér f dag. Páll Árnason kaupfélagsstjóri i Gerðum lézt að heimili sínu 13. þ. m. af völdum ljósreyks. Hafði hann kveikt á olfuofni áður en hann lagðist til svefns á þriðjudagskvöldið, en ofninn sfðan tekið að ósa og fylt her- bergið. Var þetta ekki aðgætt fyr en komið var fram á mið- vikudag, en þá hafði Páll verið dáinn fyrir nokkrum klukku- stundum. Stærstu pappírsframleiðendur á Norðurlöndum UnionPaper,Co,,Ltd.Oslo Afgreiða pantanir, hvort heldur beint erlendis frá eða af fyrirliggjandi birgðum í Reykjavík. Einkasali á íslandi Garðar Gíslason. Gljábrensla. Látið mig gljábrenna reiðhjól yðar. Ég gef yður 10°/o afslátt og geymi bjólin ókeypis yfir veturinn. Reiðhj ólav erkstæðiö Skólabrú 2 Kjartan Jakobsson. Hattaierslnn Marqrétar M i , selur næstu daga, alt sem eftir er af vetrahöttum, með mjög niðursettu verði T. d. fullorðins hatta"frá 8 kr. og barnahatta fyrir 3 kr. Til athugunar! Út af yfirlýsingu (stjórnar?) h.f. Sjóvátryggingarfélags fslands í Dagblaðinu í gær (14 jan.) um að það sé eftir samkomulagi milli forstjóra h.f. Nordisk Brandforsikring, hr. Chr. Mangnússen og hr. A. V. Tuliníusar, að vátryggendur í Nordisk Brandforsikring þurfi ekki að segja upp tryggingum sinum með fyrirvara, ef þeir vilji flytja þær burtu, skal almenningi hér með tilkynt, að slíkt er gersamlega tilhæfnlanst. — Hvort Nordisk Brandforsikring eigi kröfu á hendur þeinj, sem segja ekki upp með ákildum 14 daga fyrirvara, veröur vænt- anlega lagt undir annara úrskurð en þess »alinnlenda«. Reykjavík, 16. jan. 1926. F.h. IVordisli Brandforsihring Mag-iuís Joclmmsson (Aðalumboðsmaður).

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.