Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 18.01.1926, Blaðsíða 1
ÁFTURHALDSSTEFNA sú sem höfundur »Nýja sált- mála« heldur fram, stingur svo í stúf við alla umbótavið- leitni og framfarir síðari ára, að hún hlýtur að mæta öflug- um mótmælum, enda þótt að- finslur hans og ummæli um þing og stjórn kunni að vera á rökum bygð. Bókin er full ásakana, ádeila og gífuryrða um menn og mál- efni, og fyrst og fremst árás á þann tíðaranda er nú ríldr í skjóli þingræðis og þjóðræðis. — Þetta er neikvætt ádeilurit, sam- ið af manni sem horfir á alt í gegnum hin dökku gleraugu gamla tímans, sér galíana á stjórnarfyrirkomulagi og réttar- fari íslenzku þjóðarinnar, en veit ekkert annað ráð út úr ógöng- unum, en að hverfa aftur undir vernd og náð þeirrar þjóðar, sem löng og ströng barátta okk- ar beztu manna hefir kent okk- ur að meta að veiðleikum, ekki sem yfirþjóð, heldur sem sam- bandsþjóð, þar til við gelurn staðið uppréttir á eigin fótum. Leiðir til umbóta á því vand- ræða ástandi er nú ríkir, að dómi höf. eru ólíkar þvi sem ætti að vera hjá gömlum og gætnum íslending. Auk aftur- hvarfsins til góða gamla tímans, með samgönguleysi, blaða og bókafæð og fálæklegri alþýðu- mentun virðist hinn vandláti höf. ekki sjá aðra leið en þá, að aug- lýsa svo freklega um lönd sem auðið er afglöp þings og stjórnar. Bölsýni og kaldlyndi andar á móti lesandanum úr hverri línu, alstaðar finst höfundi umhverfið jafn ömurlegt, aðeins örfáir ljósblettir í fjarska fortíðarinnar, alt sé á hraðfara leið til glöt- unar. En þrátt fyrir alla þá skop- hríð, sem höf. gerir að full- veldisbaráttu vorri og þrátt fyr- ir hlífðarlausa hörku vandlælar- ans frá einveldistímuuum, munu samt aöfinslurnar vera nærri sanni í mörguin aðalatriðum. Þingræði og þjóðræði er hættu- legt og biturt vopn sé því mis- beitt af óvönduðum og ment- unarsnauðum siðleysingjum, og beztu menn þjóðanna eru nú farnir að missa trúna á þetta marglofaða kosningarfrelsi. Hefir Dagbl. áður gert þingræðið að umtalsefni og mun gera frekar síðar, því búast má við að ýms- ir mætir menn þjóðar vorrar kveði sér hljóðs um þetta á næstunni. Og svo ágæt sem þögnin er og gullvæg þar sem hún á við, er hún skaðvænleg ef þagað er um það sem miður fer í þjóð- lífinu, eða hjá stjórn og þingi. En lækning meinsemdanna næst ekki með niðurskurði ein- göngu. Aðrar lækningatilraunir hafa á síðari timum þótt giftu- drýgri og óbrygðuili til bóta. Því er sízt að neita, að margt er rotið og ilt afspurnar með þjóð vorri, þrátt fyrir stórstígar framfarir síðari ára, en mjúkar læknishendur verða þeir menn að hafa, sein með viturlegum lillögum og samtökum vilja bera í brestina og bæta meinin. Þjóðin áþámenn! Þeir munu brátt segja til sín, og ef til vill á þessi bæklingur — þrátt fyrir annmarka sína — þátt í að vekja þá til framkvæmda. Væri þarfara verk að hefja alhliða umbótastarfsemi til efl- ingar sjálfstæði voru, en að rífa niður það sem flestum er helg- ast og færa það til verri vegar sem áunnist hefir fyrir þrot- lausa baráttu beztu manna þjóðarinnar. Við þurfum framar öllu fleiri »byggingameistara, því niður- rifsmennirnir eru á hverju strái. Laufáss-prestakall er nú aug- lýst laust til umsóknar ásamt Grenivíkur- og Þönglabakka- sóknum þegar þær losna. Verður það veitt frá næstu fardöguin en umsóknartTestur er til 15. marz. Hringrás hugsananna, Bann og bindindi fyrrum og nú. Vinir vorir, andbanningar, hafa sannarlega gert ferðina »kringum hnöttinn á 80 dög- um«. Og þótt það sé enginn gandreiðarhraði nú á dögum, hefir það þó reynst þeim um of. Þeir hafa gleymt sjálfum sér á leiðinni og öllu sínu. Ég veit eigi með vissu hvað andbanningar hétu, áður en bannið var lögleitt hér á landi. En kynstofn þessi var tii þá lika, með öllum sínum ætlar- einkennum og eiginleikum. Þeir voru þá andvígir öllum bind- indismálum og komu þar hvergi nærri, Töldu þeir bindindisfélög og stúkur að mestu leyti skálka- skjól ósjálfstæðra manna og ó- hreinlyndra, er drykki í laumi við flest tækifæri, en þættist þó »betri en aðrir menn«. Og mikil var gleðin í hóp þeirra yfir »hræsninni og siðspillingunni«, er einhver templarinn »drakk sig úr stúkunni«. Þarna voru þeir lifandi komnir, bölvaðir hræsnararnirl Þetta voru þeirra ær og kýr ! — Og svo fóru þess- ir menn á hvínandi túr, af ein- skærri hrifni yfir sjálfuin sér og fögouði yfir »syndum annara«. Eu nú er öldin önnur. Bann- ið gerði hér landnám. Hinir nafnlausu hlutu skírn og skiftu um skoðun. Nú telja þeir alla bindindisstarfsemi góða og lof- samlega »i augum allra góðra manna«. Og þeir eggja bindind- isinenn lögeggjan, að starfa að bindindi af kappi, þvi þörfin sé mikil! En sjálfir hafa þeir enga stúkuna stofnað til þessa. Satt er það áð vísu, að marga hafa þeir flöskuna tæmt, — að líkindum til að forða breyzkum ineðbræðrum sínum frá fári. — Er vert að geta þess, sein vel er gert. —- Bauuið er þeim ó-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.