Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 19.01.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Khöfn, FB. 18. jan. ’26. Bjargvffittur. Símað er frá Moskwa, að rússneskt ísruðningsskip (»ís- brjótur«) hafi brotist gegnum isinn á Finskaflóaog hjálpað út fjölda af nauðulega stöddum skipum. Skuldasamningar samþyktir. Símað er frá Washington, að þingið hafi samþykt skulda- samninga gerða við ýms ríki undanfarna mánuði. Stjóruarmyndun fjóðverja. Simað er frá Berlín, að Lu- ther sé ríkiskanzlari, Stresemann utanríkismálaráðherra, Koch (de- mokrat) innanrikismálaráðherra, Reinholdt fjármálaráðherra. — Ráðuneytiö er eingöngu myndaö af miðflokkunum. + Steinunn Jónsdóttír móðir frú Margrétar konu Thor Jensens og frú Steinunnar ekkju Alberts heit. f*órðarsonar banka- bókara lézt hér í bænum í fyrra- dag að heimili tengdasonar sins, fullra 92 ára að aldri (fædd 11. okt. 1833). Steinunn sál. var ættuð úr Staðarsveit og giftist þar Krist- jáni bónda Sigurðssyni. Mann sinn misti hún eftir 12 ára sam- veru frá 7 börnum, og eru 5 þeirra enn á lífi: Margrét og Steinunn og 3 synir, allir í Ameriku. Frá sjötugsaldri hefir hún dvalið bjá Thor Jensen og dóttur sinni og naut þar stakrar umönnunar, enda þurfti hún þess með eftir vel unnið dags- verk, og einnig misti hún sjón- ina um það leyti. Steinunn heit. var góð kona og vönduð til orðs og æðis. Botuía fór héðan i fyrramorgun áleiöis til útlanda. Meöal farþega voru; Ágúst f.v. aiþm. Fiygenring og tvöbörn hans, Unnurog Pórður, frk. Póra Friðriksson, ungfrú Soffía Daníelsson, Ingvar Einarsson skip- stjóri, Jensen-Bjerg kaupm., Ludvig Andersen heildsali, Taga Möller haildsali o. fl. Borgin. Næturlæknir Ólafur Porsteinsson Skólabrú 2. Simi 181. Næturvðrður i Laugavegs Apóteki. Nýji sáttmáli heflr töluvert rótaö tii I hugum manna. Dagblaðið heflr áður getið um svar Jóhannesar bæjarfógeta og flutt kafla úr því. Siðan heflr Sigurður Eggerz banka- stjóri skrifað langt og hvassyrt svar til Sig Þ. einkum gegn ýmsum nm- mælum hans viðvíkjandi sjálfstæði landsins og ýmsum stjórnarráðstöf- unum írá ráðherratíð hans. Sigurð- ur Eggerz nefnir bók nafna síns Landráðapésann ogerhvergi myrk- ur i máli og viða skáldmæltur. (Svar S. E. birtist i Vísi s 1. föstud.). Magnús ritsljóri Storms hefir einn- ig að nokkru leyti svarað Sig. P. í fyrirlestri sem hann hélt í Báru- búð á sunnudaginn. Var aðalefni hans um Guðjóns-málið svo nefnda. Taldi hann meðferð þess að öllu Ieyti hafa verið forsvaranlega og engin likindi til að um glæp hefði verið að ræða. Fór hann þungum orðum um þau skrif Sigurðar, sem að þessu lúta og mintist jafnframt á meðferð lögreglu- og sakamála hér í bæ sem hann taldi i ýmsu ábótavant. Söng'skemtnn þeirra bræðra Egg- erts og Sigvalda Stefánssona í Frí- kirkjunni i fyrrakvöld var svo vel sótt að fjöldi fólks varð frá að hverfa, Þótti mönnum mjög rnikið koma til söngs Eggerts, enda tókust honum sum lögin afburða vel. Undirspilið var iíka ágæft og gerði það sitt til að gera þessa hljóm- leika eftirmynnanlega. Fau mistök urðu við sölu aðgöngumiðanna, að fleirum var seldur aðgangur en húsrúm var fyrir vegna þess að ekki hafði verið skirt rétt frá um hve kirkjan rúmaði margt fólk. Olli þetta töluverðri óánægju hjá því fólki sem þurfti frá að hverfa, sem vonlegt var. — Telja má víst að söngskemtunin verði endurtekin. Gullfoss kom hingað á sunnudag- inn og á að fara héðan til Vestfjarða áður en hann fer aftur til útlanda. Botnvörpungarnir. Frá Bretlandi komu i gær: Arinbjörn hersir, Menja og Njörður. Vélbilun kom fram i Nirði á leiöinni hingað og verður gert við hana hér. Arinbjörn fór á veiðar í morgun en Menja fer í dag. — Af veiðum komu í gærkvöid Gylfi með 1300 ks., Otur með 1100 og Grímur Kamban með 1200 ks. Fóru þeir allir í morgun áleiðis til Bretlands. Columbía, flsktökuskip fór héðan i gær til Hafnarfjarðar. HDagSlaé. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Blaöverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Hringwjá. BæjarBtjórnarkosnJng í Hafnarflrði fór fram á laugardaginn og Iauk svo að alþýðuflokksmenn náðu miklum meiri hluta og komust 3 að af 4 sem náðu kosningu: Þeir sem kosningu hlutu voru: Kjartan Ólafsson verkam., Björn Jóhannesson sjóm., Porvaldur Árnason bæjar- kjaldkeri (allir af listum jafn- aðarsinna) og Ásgrímur Sigfús- son framkv.stj. af lista and- stæðinganna. Hafa nú alþýðu- flokksmenn meirihluta í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, eða 6 af 9 fulltrúum. ísaflröi, FB., 19. jan. ’26. Aflabrögð. Aflabrögð hér í bezta lagi. Smærri vélbátar fá 3—6 þúsund pund á dag. Stærri vélbátar fiska þó enn betur. Tíöarfar fremur óstöðugt. V. Fréttabréí. Khöfn, FB. 5. jan. ’26. íslenzki söfnnðnritm í Khöfn. 9. þ. m. eru 10 ár liðin frá stofn- degi isl. safnaðarins í Kaupm.- höfn. Séra Haukur Gíslason, sem gegnir preststörfum við Hólm- arkirkju, er prestur safnaðarins og befir veitt honum forstöðu frá byrjun. Fyrsti vísir safnað- arins vorU islenzku guðsþjón- usturnar í Abel Katrínarkirkju, þær er séra Haukur hélt, er hann var settur prestur i Höfn 1915, en áður hafði hann verið prestur á Jótlandi. Séra Hauki hefir haldist svo vel á verki, að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.