Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 20.01.1926, Side 1

Dagblað - 20.01.1926, Side 1
Miðvikudag 20. fanúar 1926. I. árgangur. 296. tölublað. HDagGíaé ÁTVINNULEYSI er sú plága sem nú gengur víða um lönd. Stafar það af fjár- hagskreppu á ýmsum svæðum viðskiftalíísins og verðfalli pen- inga. Fraipleiðslutækin til lands og sjávar hafa mörg reynst of dýr f rekstri og liggja víða ó- notuð, en háir vextir greiddir af andvirði þeirra og margskonar annar kostnaður. Alt stendur þelta í vegi fyrir mörgum öðrum atvinnuvegum, sem flesta skort- ir nægilegt rekstursfé. Miljónir manna hjá öðrum þjóðum eru ofurseldir plágu þessari, sem heflr í för með sér fátækt, sjúk- dóma og alskonar eymd. Hér á landi eru ástæður aðrar og betri en víða annarstaðar, sakir hagkvæmari aðstöðu þótt margt mætti skár fara. Krónan hefir hækkað að miklum mun, eða nálægt þriðjungi, en framleiðsl- an ber litlu minni útgjöld en áður. Eigi slíkt að geta haldist til lengdar, verður alt að hald- ast í hendur: mikil aflaföng, gott verð fyrir afurðir lands og sjávar og sparleg hagnýting þess sem fæst fyrir afurðirnar. Ekki er unt að ráða í hvern- ig til tekst um aflabrögðin yfir- leitt svona í byrjun vertíðar, en segja má að sum skipin hafi selt ísfiskinn góðu verði. Að því er kemur til verðlags á saltfiski, verðum við að treysta hinu bezta, en búasl má þó við að verðið lækki eitthvað. Þetta tvent, aflaföng og verð- lag er að litlu leyti á okkar valdi, en hinu ráðum við miklu um sjálfir, að lifa ekki yfir efni fram. Segja má að vísu að ekki sé auðvelt að spara, þegar hátt verð og háir tollar séu enn á brýnustu nauðsynjum, en eitt má þó eflaust gera betur en gert er, og það er að spara óþarfa þann er öllum stendur fyrir þrifum: óhófsvöi urnar og smekk- lausl en dýrt prjá'7' Bem margir nota langt yfir efni fram, og gildir þar einu hvaða stöðu í Benedikt fðveinsosn 1826-20'. jan.—1926 100 ár eru í dag liðin frá fæðingu Benedikts Sveinssonar yfirdómara, sýslum. og alþm. Hann var einn af merkustu möunum sem ísland hefir alið. mannfélaginu menn skipa og hve mikil laun þeir kunna að hafa. Fer þar oft saman upp- grip og eyðsla, en skorinn skamt- ur og ákveðin laun kenna mönn- um frekar að fara vel með efni sín, og venja þá á nýtni og hag- sýni, en að forðast austur út úr landinu. Enginn skyldi amast við hóí- legri eyðslu til þess sem miðar til andlegra heilla, glæðir and- ann og göfgar listasmekk og fegurðarþrá, því aldrei verður of hlúð að því sem gott er og göfugt á þessu kalda landi ein- angrunar og margvislegrar eld raunar. En öllurn meðalgreind- um mönnurn er ætlandi að greina þar gott frá iilu. Um leið og við segjum, »ís- lendingar viljum við allirvera«, þá minnumst þess að við höf-, um kosti og lesti .landans til að bera, en tökum hinsvegar undir með skáldinu: »Vort lán býr í oSs sjálfum, í vorum reit, ef vit er nóg«. Og þá kunnum við að gelabægt að mestu atvinnu- Jeysisplágunni frá okkar þjóð, og að því verða allir að vinna. Bann og bindindí. Ummæli tveggja heimsfrægra manna. Mahatma Gandhi, hinn heimskunni foringi þjóð- ernissinna á Indlandi, hélt fyrir skömmu ræðu á afar fjölmenn- urn fundi i Madras. Hann sagði frá því, að í Lundúnum hefði sér orðið ískyggilega ljóst, hví- lík bölvun áfengið væri Norður- álfubúum. í hverri götu voru glæsilegar hallir, sem menn gengu inn í ódruknir, en komu út aftur þaðan ósjálfbjarga af ölæði. Hann varaði Indverja við þessari bölvun. Ópíum og áfengi eru hvorttveggja hræðileg öfl, ef þau eru látin leika lausum hala, mælti Gandhi. Siðferðislega er áfengi hættulegast, þar er það kippir fótunum undan öllu sið- ferði. »Ópíum sýgur blóðið úr likama og sál, en áfengið æsir verstu og dýrslegustu hvatir mannsins, svo að menn rífa sig lausa úr faðmi Guðs og fleygja sér í faðm Djöfulsins«. Lloyd George hélt nýskeð kröftuga ræðu í City Temple í Lundúnum. Vék hann þar m. a. að áfengisbann- iriu og mælti: »Af öllum tilraunum til að ráða fram úr áfengismálunum er starf Bandaríkjanna mikil- fenglegast og markverðast. Það dugir lítið að ypta öxlum og álasa Ameriku. Þetta er alls ekki ávöxtur draumóra og hug- sjónaflögurs, eins og margir vilja telja það. Á allri ferð minni um Ameríku hitti ég ekki einn ein- asta mann, er greiða vildi at- kvæði með þvi að koma þess- um máium í gamla horfið. Vér verðum að fylgja tilraun þessari með vakandi áhuga. Pað eru aðeins heimskingjar, sem

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.