Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 20.01.1926, Blaðsíða 3
DíAG'BLAÐ 3 ELEPHANT SlGARETTUR Fíllinn. Ástæðan til þess að allir reybja Fílinn er sú, aö menn fá þá verulega góða Yirginia-aígarettu fyrir lægsta rerð. Sama sigarettan heflr verið seld erlendis fyrir þriðjnngi hærra verð. Fíllinn er í pappaumbúðum, sem verja sígarettuinar frá því að þorna upp og kremjast. Almenningur hefir reynt þessa sigarettu og fundið yfirburði hennar. Thomas Bear & Sons, sem framleiða Filinn, vildu ekki, er tollhækkunin kom nú um nýjárið, setja Fílinn í lakari umbúðir, bréf eða þesskonar, til þess að eiga ekki á hættu að spilla gæðum þess- arar ágætu sigarettu fyrir neytendum. I stað þess var verðið sett niður i framleiðslukostnað, svo hægt væri að halda því óhreyttu hér á landi, en annars hefði tollbækkunin valdið 10 aura hækkun á útsöluverðinu hér. — Fíllinn verður þvi áfram í sama verði og óbreyttur að gæðum. Fæst alstaðar. Aðgætið að Fílsmerkið og oröið »Elephant« standi á hverri sigarettu. HONEY DEW SIGARETTUR (Guiu pakkarnir með Fílsmerkiun). Thomas Bear & 8ons bjóða nú öllum þeim, sem reynt hafa sigarettur þeirra, þessar nýju Vir- ginia-sígarettur, mjög svipaðar Fílnum að gæðnm, þektar um allan heimÍDn, í gulum bréiaumbúð- um, til þess að tollurinn verði lægri og útsöluverðið þvi 5 aurnm lægra á pakkann heldur en á Fíln- um. Reynið þessar sigarettur. Fílsmerkið er á hverri sigarettu, en ekkert sigarettunafn. Hvort þér reykið Fíliun eða Honey Dew-sígarettur, er undir því komið hvort yður reynast svipaðar sígarettur úr bréfaumbúðum jafngóðar og úr pappaumbúðum. , Pessar sígarettur koma á markaðinn nú í vikunni. Fillinn og Honey Dew sigaretturnar eru seldar lægsta verði strax, svo að að engan afslátt þarf að gefa. Það er ekkert hættnspil að reykja þær. 1 heildsölu hjá TÓBAKSVERSLUN ÍSLANDS, HJ. Honnr járnbrantakftnirstns. um var einskonar huggun i, þólt hann blygð- aðist sín fyrir að kannast við þaö. — Hún lagði mjúka hönd sina ofan á hendi hans og mælti, um leið og hún horfði fast framan i hann: — Ég vona, að þér fyrirgefið mér, það sem ég sagði um kvöldið á hótelinu? Það var sann- arlega ekki ætlun mín að móðga yður, Kirk, en ég var alveg frá mér. Ég hafði kvalist svo ósegjanlega mikið síðustu mánuðina, að ég hefði verið til í hvað sem vera skyldi. Ég var að slitna sundur á milli tveggja stórra óska. Önn- ur var sú, að vera framvegis það sem ég er og hafði alt af verið, og hin — jæja, hitt var það sterkasta eða myndi hafa verið það, ef þér hefðuð leyft. Mig hafði aldrei dreymt um nokk- urn veg út úr ógöngum mínum, og því síður, að hann væri svona rétt hjá mér; en samt sem áður vissi ég, hvað fyrir hafði komið, jafnvel áður en general Alfarez hafði sagt mér það í simanum, og mér fanst------------— — Já, ég veit vel, að þér hafið orðið að þola mikið, mælti hann. En bæði yðar vegna og mín sjálfs vildi ég óska, að það hefði borið öðru vísi að höndum. — Ó, mér er alveg sama! hrópaði hún skeyt- ingarlaust. Hið einasta, sem ég get fyllilega átt- að mig á, hið einasta sem sí og æ hljómar í eyrum mínum, er, að ég er frjáls, frjálsl f*að er lika hið einasta, sem ég met nokkurs. Þér hafið oftar en einu sinni sýnt trygð yðar við Stefán, og jafnvel þótt mér gremdist þessar efasemdir yðar, þá virði ég þetta við yður núna. Ég get einnig vel skilið, að yð- ur var eigi annað fært heldur en að vísa mér algerlega á bug um kvöldið á danzleiknum. En nú eru hlekkir minir brostnir, og alt snýr öðru- vísi við. — Lát mannsins yðar gerir enga breytingu okkar á milli, frú Cortlandt, mælti hann al- varlega. — Við höfum talast við áður í fullri hrein- skilni, og það er engiu ástæða til að gera það ekki núna. f*ér ætlið þá með þessu að gefa mér í skyn, að þér kærið yður ekkert um mig, en ég veit betur en svo. Ég trúi því fast og á- kveðið, að til sé svo sterk ást, að hún hljóti að leita svars og finna það. Jafuvel þó þér nú unnið mér ef til vill ekki eins heitt og einhverri annari — þá veit ég þó, að ég get fengið yður til að gleyma henni og setja mig i hennar stað. Ég þekki karlmennina, og ég þekki yður. Ég er hingað komin í dag til þess að tala hreinskiln- islega við yður — blygðunarlaust, munuð þér ef til vill segja. Ég er enn þá uns, ég er vel efnuð, ég hefi mikil völd. Ég starfa sökum þess, að mér er vnqo f að koma einhverju i fram~

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.