Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 21.01.1926, Blaðsíða 1
Fimtudag 21. janúar 1926. WatfGlað I. árgangur. 297. tölublað. r^ÆJARSTJÓRNARKOSNING r\ á að fara fram hér í Reykja- vík á laugardaginn eins og kunnugt er. Um tvo lista er að velja, en 5 menn geta náð kosn- ingu i stað jafnmargra sem fara frá. Af þessum 10 mönnum sem eru á báðum listunum bafa að- eins 2 verið áður i bæjarstjórn, siðasta kjðrtimabil. Eru það efstu mennirnir á hvorum lista og eiga þeir auðvitað báðir vísa kosningu. Val á bæjarfulltrúum' er ekki vandalaust verk, þar sem undir því er að mestu leyti komið hvern veg bæjarmálin skipast. Bæjarfulltrúarnir eru i raun og veru forráðamenn allra bæjar- búa og hefir ráðsmenska þeirra bein áhrif á hlutskifti megin- þorra almennings. Undir yfirráð bæjarstjórnarinnar verða allir að beygja sig og lúta þeim lögum sem meiri hluti hennar ákveður. Ósjaldan hcíir ýms ráðsmenska bæjarstjórnarinnar mjög orkað tvímælis um gagnsemi til al- menningsheilla og jafnvel orðið mörgum bæjarbúum til verulegs óhagræðis. — En ilt er að gera svo öllum liki, og því síður sem verkefni eru fleiri og viðtækari. Sízt af öllu má hlutdrægni eða eiginhagsmunastefna koma fvam i afstöðu bæjarfulltrúanna til þeirra mála sem fyrir liggja. Hagur heidarinnar á altaf að vera takmarkið sem að er kept. En ef bæjarfulltrúarnir nota að- stöðu sina til meiri hlutans, um að koma fram samþyktum til óhagkvæmis almenningi en hagsbóta sjálfum sér eða ílokki sinum, þá er vá fyrir dyrum og og sú frammistaða allra vita verð. — Þeir sem valdir eru forráðamenn bæjarins verða um- fram alt að gæta velfarnaðar almenning i öllum atrfðum. Smámunasemi sérréttinda og flokkfylgis má þar hvergi skjóta upp kollinum, og ætti þeir sem gera sig seka um slikt, að hafa fyrirgert rétti sínum sem for- ráðamenn bæjarins. — Óneitan- lega er aðstaða bæjarstjórnar oft erfið, því fram úr mörgu vanda- sömu verður hún að ráða. En þess ætti að mega vænta að þar væri altaf svo mikið mannval samankomið að hverju máli yrði ráðið til lykta á hagkvæm- asta hátt. — En þetta he&r ósjaldan farið á annan veg, því oftast hefir almenningur gert sér hærri von- ir um ágæti þeirra manna, sem valdir hafa verið í hvert skiftið heldur en reynslan hefir orðið. Glæsivonirnar hafa fæstar ræzt, því framkoma margra bæjar- fulltrúanna hefir orðið á þá leið, að þeir hafa reynzt til lítils nýtir nema greiða atkvæði sam- kvæmt vilja ílokks síns. — En altaf er búist við að betur takist til næst, og þvi eru gerðar tilraun- ir lii mannaskifta þegar tækifæri gefst. — Þess ef vænst, að hinir nýju menn taki fram fyrirrenn- urum sínum um það sem þeim hefir verið helzt áfátt, en oft fer það á annan veg. Er nú svo komið að meira ræður ílokks- fylgi en hæfileikar manna og er þá ekki að búast við að beztu mennirnir einir verði fyrir valinu. Utan úr heimi. Khöfn, FB. 19. jan. '26. Yerkasklfting ráðstjórnarinnar. Símað 3r frá Moskwa, að verkaskifti hafi orðið innan stjórnarinnar. — Brjuchanev er orðinn forstjóri fjármálaráðu- neytisins, Kamenov er orðinn »Kommisær« yfir versluninni, en Rykov formaður Verkaráðs og Landvarnaráðs. Peningafölsnnin ungverska. Símað er frá Budapest, að peningafölsunarmálið hafi verið tekið til umræðu og meðferðar i þinginu Sprenging. Simað er frá Berlín, að kvikn- að hafi í benzini, er geymt var í kjallara huss nokkurs. Husið hentist hátt í loft upp og tvistr- aðist. Tíu manns biðu bana, en 80 særðust. Benedikt SYeinsson. Aldarafmæli þjóðskörungsins Benedikts Sveinssonar var i gær, svo sem Dagbl. mintist á. Skal hér lauslega getið helztu æfiatriða þessa merka forustu- manns islenzku þjóðarinnar um langt skeið, og honum lýst að nokkru. — Benedikt var fæddur að Sandfelli i Öræfum fyrsta Þorradag fyrir réttum hundrað árum, sonur Sveins Benedikts- sonar prests og Kristinar Jóns- dóttur bónda að Skrauthólum á Kjalarnesi, Örnólfssonar. Var hann einn settur tii menta af 8 systkinum. Meðal hinna voru Ragnheiður móðir Ólafiu sál. Jóhannsdóttur og Þorbjörg Ijós- móðir. — Benedikt var mikill athafnamaður þegar i æsku og vinsæll. Gekk í Latínuskólann um tvitugt og settist þá strax i annan bekk. Varð stúdent 1852 og tók embættispróf í lögum við Kaupnannahafnar-háskóla með ágætum vitnisburði. Varð 2. meðdómari og dómsmálaritari í landsyfirréttinum árið eftir 33 ára gamali, og hélt þvi embætti til 1870. Sýslumaður Þingeyinga varð hann 1874 og gegndi því embætti til 1897. — Hann and- aðist i Reykjavík 2. águst 1899. Snemma þótti Benedikt skara fram úr öðrum að gáfum og atorku. Fór þar saman kjarkur, óbilandi hugrekki og viljafésta, samfara skarpiegum skilningi á fjölbreyttustu viðfangsefnum og brennandi trú á sigur hins góða. Verklegan áhuga hafði hann þegar mikinn i æsku og náras-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.