Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 21.01.1926, Blaðsíða 3
/ Danmerkurfréltir. (Úr tilkynningu frásendih. Dana). — Tónskáldið Roger Hend- richsen er nýlátinn 49 ára að aldri. Hann var m. e. söngstjóri hjá Studentasöngfélaginu danska. — Sendiherra Dana í Stock- hólmi, Erik Scavenius, og utan- ríkisráðherra Undén hafa 14. þ. m. undirritað í Stockhólmi gerðarsamning milli Danrnerkur og Sviþjóðar, sem f aðalatrið- nnum er hinn sami og milli Noregs og Svíþjóðar um að jafna allar deilur undantekning- arlaust á friðsamlegan hátt. Á samningur þessi að gilda í 20 ár en uppsegjanlegur með 2 ára fyrirvara. Er þetta álitinn stórsigur fyrir friðarhugsjónina og hafa mikla réttarfarslega þýðingu. — Flugmenn danska hersins hafa ráðgert flug yfir Indland, Klna og Japan, en fluglið sjó- hersins er að undirbúa hið fyrirhugaða flug til íslands á sumri komanda. DAGBLAÐ — Tala vinnulausra hefir fallið siðustuviku um 2055, og er nú 82,540. (í fyrra 42,600 og 1922 var talan 82,800). í heildsölu: 'Veiöarfseri s Fiskilínur 1—6 lbs. Lóðaöngla nr. 7 og 8. Lóðabelgi. Lóðatauma 18 og 20“. Netagarn 3 og 4 þætt. Manilla, allar stærðir. Troilgarn 3 og 4 þætt. Sjófatnaður allskonar. Kr, 0. Skagfjörð. Góðir gestir gleðjast flestir af gjöf sem kœtir, en það er SÓLEYJAR KAFFIBÆTIR 3 Skóhlífar setjum við með eftirfarandi afarlága verði: Karlmanna 6,25 Kvenn (léttar) 6,00 Drengja 5,25 Telpu 4,25 Barna 3,36 og 3,75 Ennfremur livenntíililíf- ar á 3,'7'5 og Snjó- hlífar á 10,60. Kanpið meðan þessar ódýru byrgðir endast. Hvannbergsbræður. Nú sauma ég ódýif föt fyrir fólk. Komið þvi með efni ykkar sem fyrst. Tek einnig að mér að pressa og hreinsa föt. Guðm. Sigurðason klæðskeri. Ingólfstræti 6. Sími 377. 744 er sími DagMaJsini Sonnr járnbrantHkftiijralns. kvæmd, og þér eruð í þann veginn að læra þetta líka. Ég get hjálpað yður og aðstoðað svo ósegjanlega mikiðl Við getum eins hæglega orð- ið hamingjusöm saman eins og við getum orð- ið auðug og sjálfstæð á allan hátt, við þurfum að- eins að rétta hamingjnnni hendina. Ég fæ alveg ofbirtu í augun af þessari tilhugsun, Kirk. Það er eins og að gæjast inn í Paradis, og ég get sýnt yður þetta alt saman. Hún laut áfram í áttina til hans, varir henn- ar voru hálfopnar, og blóðbylgjan flæddi og fjaraði í kinnum hennar í sifeliu. Andlit henn- ar var alveg gerbreytt af ástríðuþrungnum á- kafa og óþreyju. — Bíðið þér augnablik, mælti hann harka- lega. Þér neyðið mið til að rjúfa heit mitt. Pað var ekki ásetningur minn að segja yöur það, en — ég er giftur. Hún stóð upp mjög hægt og hikandi, og horfði á hann eins og alveg utan við sig, svo greip hún i handlegginn á honum. — Þér — hafið aldrei sagt mér þetta. Það er eflaust eitthvert vitleysisflan frá slúdentsárum yðar, býst ég við. — Nei, nei! Við ungfrú Garavel vorum gefin saman um kvöldið á hótel Tívóli. — Það er ómögulegt! það var einmitt kvöld- ið, sem danzleikurinn vár þar. — Já, alveg rétt. Frú Cortlandt leit sljólega í kringum sig í skitnum fangaklefanum. — Ungfrú Garavel? Hvers vegna hafið þér ekki segt mér það? Hvers vegna yfirgefur hún yður? Nei, nei! Þið eruð þó hérumbil alveg ó- kunnug hvort öðru. Hún er ekki nógu gömul til að vita með vissu, hvað hún vill sjálf----- — En ég veit, hvað ég vil, og ég elska hana. Hún þrýsti saman hvítum höndunum og reyndi af alefli að ráða við geðshræringu sína. — Elskið! kallaði hún upp yfir sig. Þér vit- ið ekki, hvað ást er, og það veit hún heldur ekki. Hún getur ekki vitað það, annars myndi hún vera hérna. Hún myndi láta rífa niður fangelsið það ’arna, stein eftir stein. — Ég býst við, að faðir hennar vilji ekki leyfa henni að koma, mælti Kirk hægt, en Ed- ith virtist ekki heyra það. Loksins hafði henni skilist til fullnustu, að nú vóru allar vonir hrundar til grunna. — Hamingja míní sagði hún í sárum róm. Ég hefi verið óhamingjusöm langa lengi! Og nú var ég farin að halda, að ég eygði hamingju mina. Ó, Kirk, hún heldur, að þér séuð sekur. Hún ber ekki traust til yðar. — Þér hafið engan rétt til að segja þetta. — Ég kom til yðar, á meðan ég var gift

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.