Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 22.01.1926, Blaðsíða 1
Föstudag 22. fanúar 1926. agBíaé I. árgangur. 298. tölublað. SKIPULAG baejarins mun óef- að, fyr eða siðar verða tekið til rækilegri yfirvegunar og raunbetri úrlausnar en til þessa hefir verið gert. Það er óhugs- andi að menn geti unað því til lengdar að sama ósamræmið og skipulagsleysið hafi yfirböndina f öllum byggingarmálum vorum, eins og verið heílr undanfarið og alstaðar má sjá dæmi. Dagbl. heíir verið nærri eitt um það, að ræða þetta »stór- mál« bæjarins — eins og svo mörg önnur — og hefir það ekki oftar vikið að öðrum mál- um, bæði fundið að tramkvæmd- um og bent á það, sem betur mætti fara. Fjöldi manna heíir tjáð blaðinu þakkir sínar fyrir afskifti þess af byggingarmál- unum og jafnframt óskað þess, að hér yrði ekki staðar numið fyr en þessu máli yrði komið í viðunandi horf. Blaðið getur þvi verið ánægt með þetta hlutskifti sitt og mun halda áfram þeirri stefnu sem hafin er unz yfir lýkur. — Til þess að koma nokkrum umbótum fram, er það fyrsta skilyrðið að opna augu almennings fyrir ástand- inu sem er og benda jafnframt á þær leiðir, sem liklegastar eru til raungóðrar úrlausnar. Þegar áhugi almennings er vakinn og atfylgi hans trygt til verulegrar stefnubreytingar, þá er hverju máli borgið og sigur- urinn vís. — Það þarf ekki að fara í nein- ar grafgötur til að sjá ljótar og stillausar byggingar né hlykkj- óttar illa gerðar götur hér í Rcykjavík, þvi það er einmitt þetta sem setur heildarsvip á bæinn. — Raunar er það eðli- legt að bærinn bygðist ekki eftir neinu föstu skipulagi á upp- vaxtarárum sinum og að ein- kenna ósamræmis og þroska- leysis gætti jafnl i byggingarmál- um sem Öðru. En siðan farið var að endurbyggja bæinn og veganefnd, skipulagsnefnd, bygg- ingarnefnd og hver veit hve margar nefndir auk verkfræðinga hafa átt að fjalla um þessi mál og koma öllu i betra horf, þá átti að mega vænta að eitthvað hefði breyzt til batnaðar. En það er alt annað en að þetta hafi tekiö þeim stakkaskiftum sem við mátti búast og enn síð- ur að þcssum málum sé svo komið, að þau megi láta af- skiftalaus. — ' Enn er enginn breyting á þessu orðin af hálfu hins opin- bera, þrátt fyrir skipulagsnefnd . og allar aðrar nefndir, en óhugs- andi er að við það verði unað framvegis. Þar sem forráðamenn fjöldans duga ekki til að koma einhverju í viðunandi horf, verð- ur almenningur að bindast sam- tökum til að koma máliinum til betri úrlausnar. Og eftir því sem á undan er gengið virðist bér ekki vera önnur vænlegri leið en að myndaður verði öflugur félagsskapur til að gera Reykja- vík fegri borg og vistlegri til frambúðar. Fyrir hverja eru þeir að skrifa? Það var mjög svo vel á minst er þér, hr. ritstjóri, tókuð póli- tisku flokksforingjana til umtals í Dagbl. 12. þ. m., og hin and- lausu skrif þeirra. Nú er komið svo, að póli- tiskur fiokkur í landinu getur drýgt hvaða syndir sem hann vill, þess vegna, að ef enginn vitir hann fyrir það nema mót- flokksblöðin, þá tekur bókstaf- lega enginn maður mark á að- finslunni, — þvi að »það eru þara venjulegar flokkserjurla — Flokkarnir sofa lika rólega hver um sig fyrir þvi sem andstæð- ingarnir segja. Ef einhver mað- ur er sérstaklega tekinn fyrir og bornar upp á hann vammir og skammir, þá finnur hann sig aðeins sem »Dagens Mand« — bættulegan mótstöðumann i póli- tiska striðinu, og verður slór- Iega upp með sér. Gott dæmi er það, er Jónas vinur okkar réðist mjög hatram- lega á Árna alþm. frá Múla og bar á hann sakir sem muridu hafa kostað hann þingsætið þegar i stað hvar sem verið hefði i siðuðum löndum, ef sannast hefðu. Greinin er vel skrifuð og af réttmætri vandlæt- ingu að öðru leyti en þvf, að Jónas fellur alt i einu út úr hlutverkinu og fer að hæla Árna fyrir það, að hann hafi þó haft nægilega sómatilfinningu til að neita þvi að gerast ritstjóri Varðarl Hér er þá kominn fram flokksmaður, sem ekkert tæki- færi lætur ónotað til að ýfast gegn blaði mótflokksins og rit- stjóra þess. Og nú leggja sumir frá sér Tímann og nenna ekki að lesa meira, en öðrum finst þó greinin nógu vel skrifuð og lesa hána til enda þess vegna, án þess að taka að öðru leyti nokkurt mark ó efninu. Og Árni gengur rólegur með Tíma-blaðið í vasanum og býður mönnum blygðunarlaust og brosandi að lesa »ærumeiðingar« Jónasar. Hafi hann i raun og veru orðið sér til minkunar i utanför sinni, þá var árás pólitiska andstæð- ingsins nægileg til að hrifa mannorð hans úr allri bættul Og Árni lætur.sér nú nægja að skrifa i Vörð ósköp veigalitla vörn, svo sem rétt til að standa 'ekki uppi orðlaus. — Meira þarf ekki meðl Annað dæmi skal nægja til að sýna hversu algerlega áhrifa- laus tlokkaskrifin eru. Sigurður Þórðarson fyrv. sýslumaður skrifar bók um hina pólitisku óöld i landinu. Hann kvartar um að menn séu sammála um að þegja um alt sem mest fer aflaga. — Og þó hefir Iionum ekki tekist að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.