Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.01.1926, Blaðsíða 4

Dagblað - 22.01.1926, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ ViÖsjá. íýðlngarmikil nppgötrnn. Landi vor dr. Þorbergur Þorvaldsson prófessor i efnafræði við háskóla Saskaichewenfylkis, hefir nýlega aflað sé mikils álits-auka meðal vísindamanna vestan hafs fyrir visindalega rannsókn sem hann hefir gert á saltefna-samböndum i vatni og jarðvegi i sléttufylkjum Canada. Það ér tiltölulega stutt siðan farið var að byggja hús og hús- grunna úr sementssteypu þar vestra, en 'strax kom í ljós að steypan entist.mjög illa einkum það af henni sem jörð féll að. Var það svo að margar dýrar og vandaðar byggingar stór- skemdust eða eyðilögðust alveg af þessum orsökum. Menn stóðu ráðþrota og gátu ekkert aðhafst, því öllum var hulið hvað þess- ari »rotnun« mundi valda þrátt fyrir mikla rannsókn efnafræð- inga og annnara manna. Fyrir þrem árum var dr. Þorbergi Þorvaldsyni falin rann- sókn þessa vandamáls, og tók hann þegar til óspiltra málanna. Hefir lítið heyrst af rannsókn- um hans þennan tima þangað til nýlega að hann hefir látið vita hvers hann hefir orðið vísari. Með rannsóknum síðum hefir dr. Þorbergur komist að þeirri niðurstöðu að saltefna-sambönd- in i jarðveginum og þvi vatni sem notað er i steypuna hafi þessi eyðileggjandi áhrif á hana og koma þau í ljós strax eftir að hún hefir náð fullum styrk- leika. Telur Þorbergur liklegt að honum takist að finna örugga vörn gegn þessum skemd- um vatnsefnanna. Lögberg frá 17. des. telur þessa rannsókn dr. Þorbergs mjög merkilega og liklega til að koma að ómetanlegu gagni. Stór bátur (julla) er til sölu nú þegar með tækifærisverði. Algr. vísar á, 8 - ffla ■ Miarslai til söla. TerslunarMs, Yörubirgðir, lííistandandi skuldir 1.1. Hlutafélagið HINAB SAMEINDÐU ÍSLENZKU VERSLANIR í Kaupmannahöfn hefir ákveðið að selja eftirtalda 8 verslunarstaði og verslanir: 1. X>jtipivogu.r. íbúðarhús og sölubúð, geymsluhús, bræðsluhús, peningshús, bryggja; alt með lóðarréttindum, verslun- aráhöld, vörubirgðir og útistandandi skuldir. 2. EsKif jöröur. íbúðarhús og sölubúð, mörg geymslu- hús, ís- og frystihús, sláturhús, steinolíuhús, lýsisbræðsla, penings- hús, stórskipabryggja með öllum áhöldum, tún, mikið landsvæði, 5 íbúðarhús einstakra manna, verslunaráhöld, vörubirgðir, útistand- andi skuldir o. fl. Enn fremur á sama stað eignir h.f. tslandia. síldveiðahús, geymsluhús, sildarnætur og önnur áhöld. 3. "Vestdalseyri. Sölubúð, mörg geymsluhús, sláturhús, fiskþvottahús, járnbrautir, bryggjur, 9 ibúðarhús, jörðin Vestdalseyri, jörðin Vestdalur, 3 mótorbátar, litilsháttar vörubirgðir og útistand- andi skuldir. 4. Borgarf jörður. N. Múlas. lbúðarbús og sölubúð, ýms geymsluhús, ís- og frysti-hús, geymsluhús á Unaós, sláturhús. Jarðeignirnar Bakki og Bakkagerði, Vs úr jörðinni Njarðvík, ibúð- arhús og sjóbúð i Glettinganesi, bryggja, 4 ibúðarhús, 20 hesta Dan-mótor, verslunaráhöld, vörubirgðir og útistandandi skuldir. ©. Vopnafjöröur. íbúðarhús, sölubúð, ýms geymslu- hús og íbúðarhús, bryggjur, frystihús, verslunaráhöld, vörubirgðir og útistandandi skuldir. ö. Hesteyri. íbúðarhús og sölubúð, geymsluhús, sildar- plan með vatnsveitu, lóðarréttindi. T'. Bolungarvík. íbúðarhús og sölubúð, mörg geymslu- hús og fiskihús, verbúðir, mörg íbúðarhús, lóðarréttindi, fiskreitir, 2 mótorbátar og hlutar i 4 mótorbátum, verslunaráhöld, vöru- birgðir og útistandandi skuldir m. m. Ennfremur þessar jarðeignir: Ytribúðir, Árbær og V2 Grundarhóll. @. Elateyri. fbúðarhús, sölubúð, mörg geymsluhús, bát- ar, bryggja með sildarplani, lóðarréttindi, fiskreitir, járnbrautir, lýsisbræðsla, peningshús m. m., verslunaráhöld, vörubirgðir og útistandandi skuldir. Tilboð i framangreindar eignir óskast send undirrituðum i síðasta lagi 28. febrúar 1926. Tilboðin óskast í hvern verslunar- stað um sig með öllu tilheyrandi, þar á meðal vörubirgðum með útistandandi skuldum. Einnig má gera sérstaklega tilboð i ein- stakar eignir, svo og i eignirnar allar i einu, i útistandandi skuldir á öllum verslunarstöðunum o. s. frv. Eignirnar seljast i þvi ástandi, sem þær nú eru, eða þegar sala fer fram. Upplýsingar um ástand eignanna m. m. má fá bjá núverandi umboðsmönnum Hinna sameinuðu islensku verslana á hverjum stað um sig. Um aðrar upplýsingar geta menn snúið sér til undirritaðs eða Jóns konsúls Arnesens á Akureyri. Tilboð sem koma kunna, óskast sem skirust og greinilegust, bæði um það hvað óskast falið i kaupunum, um borgun kaupverðsins og annað. Kaup geta fljótt farið fram, með þvi að ég hefi umboð til sölunnar. Sveinn Björnsson hæstaréttarmálaflutningsmaður. Reykjavfk, — Símnefni: »Í8BJÖRN«,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.