Dagblað

Útgáva

Dagblað - 25.01.1926, Síða 1

Dagblað - 25.01.1926, Síða 1
I. árgangur. 300. tölublað. Mánudag 25. janúar VERKLÆGNI rnanna er ærið mismunandi og á ekki sam- an nema nafnið hvernig að ýmsum störfum er unnið, eða hvernig þau eru af hendi leyst. Einum veitist það ómögulegt, sem öörum leikur í hendi og ótrúlega mikill munur er á þeirn tíma sem tveir menn þurfa til að afkasta saraa verki. Og þá er það öllum kunnugt hversu ýms störf erú mi'sjafnlega af hendi leyst þótt jafnlangur tími hafi farið til þeirra og sama al- úð verið við þau lögð. Fer það eftir atorku manna, en þó meira eftir verklægni og meðfæddri greind. Reyndar er það svo að alhliða gáfur og verklægni fer ekki altaf saman og eru jafnVel dæmi til að þeir sem alment eru kaliaðir heimskingjar hafa furðumikið »yerksvit« á ýmsum sviðum. En þess ætti saml að mega vænta að gáfaðir menn hefði öðrum fremur gott vit á ýmsum vinnubrögðum. Einnig hefir það mikla þýð- ingu viðvíkjandi því sem idrepið hefir verið á, hvaða vinnubrögð menn hafa tamið sér þegar í æsku. Mönnum er gjarnt á að halda fast í gamlar venjur og vinnubrögð og eru yfirleitt ó- næmir á nýungar á svæðum hugar og handa. Er það því mikils virði að menn venjist strax þeim vinnuaðferðum sem hagkvæmastar eru við hvert verk og myndi þá meiru verða af- kastað, en miuni orku eytt við erfiðið, en nú er vpnjulegast. Athafnalífið er sá meginþáttur sem meslu ræður unr afkomu fjöldans og því mikils um vert að hver og einn geti unnið sem mest og bezt án þess þrældóm ítrasla erfiðis þurfi til og stanfs- hæfni manna lamist fyrir ár fram. Hér er varla á öðru meiri þörf en að kenna mönnum betri handtök og hagkvæmari vinnu- aðferðir. — f fæstum skólunmn er nokkur verkleg kensla og sízt svo fullnægjandi sé. Maður- inn lifir ekki á einu saman brauði, og þótt andleg fræðsla sé góð, reynist hún fæstum einhlýt til sjálfsbjargar á lífsleiðinni. Svo er enn högum háttað að flestir þurfa að nota hendurnar sér lil framdráltar, og er þvi nauðsyn- legt að þeirra veröi sem mest not. Og því er það eins og áð- ur er að vikið, að hverjum er það nauðsynlegast að nema sem bezt hagkvæmustu viiinubrögðin við hvaða starf sem er, og að því marki þarf að yinna af aleíli. Þi ngm ál af u n d u r á Akureyri. Þingmálafundur var haldinn á Akureyri á miðvikudagskvöld- ið. Stóð hann langt fram á nótt, en varð ekki lokið. Var því frarnhaldsfundur haldinn kvöld- ið eftir. Ádagskrá voru. ótta mál. Þingm. hélt hálfs annars líma innganesræðu um lanjjsmál.yfir- leitt. Urðu miklar umræður á eftir, og urðu aðeins 3 mál af- greidd, fjárhogsmál, gengismál og seðlaútgáfan. — Tiiiagan í fjáihags/inálinu var syo hljóðandi: »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þvi, að fjárhag ríkisins ,má nú telja komið í gott horf, og skorar jafnJframt á þing og sljóm að gæta framvegis fyistu var- úðar í fjármálastjórn ríkisins. Hins vegar lítur funduriun svo á, að áhættulaust sé að létta nú þegar álögum af þjóðinni aö einhverju leyti, og telur þá rétt áð byrja á þvi, að afnema geng- isviðaukann og lækka útfiutn- ingsgjald á síld«. Tillögur Slórslúkunnar í bann- mólinu voru samþyktar með 3/8 atkvæða. Tvær tillögur snei tandi sjávarúlveginn voru samþyktar svo hljóðandi: 1. »Fundurinn vill vekja at- bygli þings og stjórnar á þýí, að hann telur islenzka sjávarút- veginum stafa mikil fjárhagsleg hætta af sildveiðum danskra þegna hér við land, eins þröng- ur og markaðurinn fyrir íslenzka síld reynist vera. Telur hann fulla sanngirniskröfu gagnvart Dönum, að þeir aðstoði íslend- inga með fjárframlögum eða á annan hátt til þess að breiða út og auka markað fyrir islenzka síld, og jafnframt krefst fundur- inn þess, að stjórnir beggja land- anna hafi strangt eftirlit með því að gæta fullkomlega allra þeirra skilyrða, sem til þess eru sett að lögum, aö skip hafi rétt til þess að veiöa í islenzkri landhelgi«. 2. »Funduiinn telur óviðeig- andi, að síld sú, sem veidd er hér við land, án þess gætt sé fyrirmæla íslenzkra laga, er boð- in út á erlendum markaði sem 1. fl. íslenzk sild. í sambandi við þetta leggur íundurinn til, að bannað sé með lögum að salta síld á skipum ulan hafna, er rétt hafa til þess að veiða i landhelgi«. Svo hljóðandi tillaga var samþykt viðvíkjandi 1000 ára afmæli Alþingis: »Fundurinn telur það nauðsyD, að þegar á þessu þingi verði gerðar ráð- stafanir, svo hægt sé þegar á þessu ári að hefja undirbúning undir 1000 ára afmæli Alþingis á Þingvelli árið 1930, þannig, að hátið þessi megi verða sem eftirminnilegust í þjóðlífi íslend- inga«. — Alls voru 9 mál tek- in til meðferðar. Fundurinn vel sóttur pg yfirleitt friðsamur. Aðrar fréttir. Stúdentafélagið hélt þorrablót á fpstudagskvöldið — Fiskafli ágætur Skjálfanda og sæmilegur útfirðinum, þegar gæftir eru. Pollurinn atlalaus. (FB).

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.