Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 25.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Utan úr heimi. Khöfn, FB. 23. jan. *26. óolrðlr í Anstnr-Evrópu. Símað er frá Varsjavu, að á hinum pólsk-rússnesku laDda- mærum Ukraine og Hvíta-Rúss- lands hafi borið á talsverðum óeirðum. Herlið er notað til þess að bæla niður rósturnar. Menn ætla óeirðirnar runnar af þeim rótum, að nokkrir menn, er grunaðir voru um andróður gegn stjórninni, voru dauða- dæmdir. Lloyd George og frjálglyndl flokknrinn. Simað er frá London, að Lloyd George beri á móti fregninni um samvinnu við Socialista. Hyggur hann, að frjálslyndi flokkurinn eigi bráð- lega sigur í vændum, vegna fyrir- hugaðra gerbreytinga á land- búnaðinum, sem flokkurinn ætlar að berjast fyrir. Deilur milli Rússa og Kínverja. Símað er frá Tokio, að al- varleg misklið sé komin upp á milli ráðstjórnarinnar rússnesku og kinversku stjórnarinnar út af eftirliti með kinversku járn- Brautunum i Manchuriu. Braut- irnar voru lagðar fyrir rússneskt fé, en Kfnverjar hafa haft ráðin yfir þeim. Nú krefst rússneska ráðstjórnin fullra yfirráða, en binir þverskallast og er ófyrir- sjáanlegt hverjar afleiðingarn- ar muni verða. Mikið verðmæti hverfur. Sfmað er frá London, að ferða- kistu er f voru letnesk rikis- skuldabréf hafi horfið á leiðinni frá Lettlandi til London, þrátt fyrir nákvæmt eftirlit. Nafnverð rikisskuldabrétanna var 900,000 sterl. pund. Allar kauphallir i heiminum hafa verið aðvaraðar. Tilbj&lmur Stefánssou rseðst til norðurflugs. Simað er frá New York, að Vilhjálmur Stefánsson eigi að stjórna hinni fyrirhuguðu pól- för, er Ford kostar. Uppljóstranir. Simað er frá Berlfn, að Soci- alistinn Dittmann, er var með- limur opinberrar rannsóknar- nefndar, er reyndi að grafa fyrir ræturnar á þvi, hvers vegna Þýzkaland gatst upp 1918, hafi komið fram með ógeðslegar upp- lýsingar um grimd herstjórnar- innar 1917, þegar fór að blása móti. Herrétturinn framdi vis- vitandi dómsmorð til þess að halda niðri vaknandi óánægju hermannanna. Undirmenn lifðu við hræðilegan aðbúnað, en yfir- menn 1 allsnægtum. Hótel Hekla Hafnarst. 20. og ódýr hevt bergl. Mlðstöðvarhltun. Bað ókeypli fyrlr geitl. Beltor og kaldur matur ullan daginn. Nú sauma ég ódýrt föt fyrir fólk. Komið því með efni ykkar sem fyrst. Tek einnig að mér að pressa og hreinsa föt. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Ingólfstræti 6. Simi 377. 8onnr járnbrantakóngglng. Á hvern hátt get ég gert yður greiða? mælti hún kuldalega. — Ég vil fá son minn aftnr, sagði hann blátt áfram og nú fór henni að skiljast, að undir köldu og hranalegu útliti hans sló hjarta i kviða og ótta. — Yður er auðvitað kunnugt um, hvernig í máliuu liggur? — Já, mér er það. Það var einmitt þess vegna, að ég leitaði fyrst til yðar. Mér er kunn- ugt, að þér eruð hyrningarsteinn þessa máls, og ég hefi þvi ekki eytt tima mfnum hjá öðrum. Kirk er vitfirringur, það hefir hann alt af verið; hann verðskuldar ekki einu sinni púðrið, sem þyrfti til þess að senda hann til — Jæja, fyrir- gefið þér, ég á við, að hann sé letingi; en ég býst samt við, að ég verði að gera skyldu mína gagnvart honum. — Eftir því sem mér hefir skilist, hafið þér einmitt hagað yður þannig við hann. — Einmitt, jál Ég varð leiður á öllum strákapörum hans og lét hann svo spila upp á eigin spýtur. Ég gat ekki þolað hann lengur. Ég gerði alt sem í míuu valdi stóð til þess að reyna að gera úr honum mann, en hann vildi það ekki sjálfur, og svo slitnaði alveg upp úr á milli okkar. Ég hætti alveg að skifta mér af honum, og ég sé eftir, að ég skyldi ekki gera það fyr. — Hvers vegna eruð þér að skifta yður af þvi, hvað af honum verður, úr þvi þér á ann- að borð vóruð búinn að sleppa heudi af hon- um? Darwin K. Anthóny vöknaði um augu, en rödd hans varð hærri og styrkari. — Hann er drengurinn minn, og ég get farið með hann eins og ég vil, en það fær enginn annar að vera vondur við hannl Þessir Spán- verjar mega það alls ekkil Ég skal svei mér kenna þeim að láta drenginn minn i friðil — Hann þreif vasaklút sinn og snýtti sér svo undir tók i stofunni. — Ég skal tæta sundur þessa lýðveldispjötlu þeirra! kallaði hann. Ég skal kanpa allar verk- legu framkvæmdiruar hérna og eyðileggja þær. Ég 'Skal kaupa forsetanu þeirra og dómstólaua og allan þennan reyfaralýð, og vilji þeir ekki selja, þá hefi ég nógan liðsöfnuð til þess að taka alt hyskið. Haldið þér kaunske, að þessir litlu kolnefir skuli fá að skjóta son minn, frú Cortlandt? Mér er alveg sama, hvað hann hefir gert, þeir skulu svei mér fá að sleppa houum lausum. Og haun á að fara með mér heim aft- ur; ég — ég sakna hans. •— Hvers vegna hafið þér komið til mín?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.