Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 26.01.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ ■" 1 -..... ........ ............ ..... Verslnnarinannaíélag' ReyhJavíkur. 35 ára afmæli félagsins veröur hátiðlegt haldið með fjölbreyttri kvöldskemtun og dauzleik miðvikudaginn 27. jan. kl. 9 siðdegis i Iðnó. Aðgöngumiðar fyrir félagsmenn og gesti þeirra verð seldir i dag á skrifstofu Jes Zimsen. 8TJÓRN og SHEMTINEFND. ið hræðilegur ósigur og friðar- skilmálar enn harðari. Erjar Rtíssa og Kínverja. Símað er frá Moskwa, að Kin- verjar hafí handsamað einn af rússnesku eftirlitsmönnunum á Manchuríu-járnbrautum þeim, sem áður var simað um. Rúss- ar krefjast þess, að hann sé lát- inn laus samstundis, og halda þvi fram, að Kinverjar hafi rof- ið samninga um notkun járn- brautanna. Hóta þeir styrjöld, ef Kínvarjar skerði samningsbund- in réttindi. Khöfn, FB. 25. jan. ’26. Deilan milli Rússa og Hínverja harðnar. Simað er frá Berlín, að Kin- verjar hafí tekið hóndum marga rússneska yfirmenn ájárnbraut- um þeim sem getið hefir verið um í siðustu skeytum og hrifs- að undir sig yfirráðin að miklu leyti. Rússar hafa sent þeim nltimatum. í bitreiðam yfir Afríkn. Símað er frá Kairo, að bif- reiðaleiðangur undir forystu ma- jors Treatt, frá Cape Town til Kairo, sé lokið. Leiðangursmenn voru heilt ár á leiðinni. Söngskemtunin í Fríklrkjunni i fyrrakvöld. Það var húsfyllir í Fríkirkj- unni í fyrrakvöld á söngskemt- un þeirra bræðra Eggerts og Sig- valda Kaldalóns. — Aðsóknin að þessum »k\öldum« þeirra segir söguna bezt. Almenningsálitið lætur þá njóta fylsta sannmælis. Og það er venjulega hæstiréttur. Feim dómi verður eigi áfrýjað. Samvinna þeirra bræðra á þessum kvöldum er sálrœn snilli. Þess vegna »hitta þeir markið«, — hjörtu áheyrenda. Þar skeikar þeim ekki. Og í vorum augum, lítt söngfróðra manna, með hljómnæm eyru, — er það aðalatriðið. Ég hefi alloft (erlendis og heima) heyrt ágætar raddir með háa söngmentun syngja sálar- snautt og kalt. Yndisfagrar ís- rósir á stórum glugga lítillar sálar. — Og ég hefi heyrt radd- ir, litlar bæði og miklar, þar sem hver tónn hefir verið þrung- inn af sál, ilmþrungið líf, ang- andi eius og rauðar og svartar rósirl — Að mínum dómi er aðeins hið siðarnefuda list. Hitt er leikni — leknik. Munurinn eins og á pianola og pianó- snillingi með sál í hverjum fingri. Pianola er altaf »upp- lögð«. Skeikar aldrei. En snill- ingurinn er aldrei sá sami — sál hans er hvern dag ný! — Pess vegna met ég þá mest, sam geta verið »misjafnlega upp- lagðir«. — Svona er ég hlálegur. Helgi Valtýsson. Borgin. Nœtnrlœbnlr. Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastíg 7. Sfmi 1693. Næturvörður i Rvíkur Apóteki. Botnvörpungarnir. Skallagrímur og Egill Skallagrímsson fóru út á veið- ar i gær. Ari kom af veiðum í gærkvöld og fór í nótt áleiðis til Bretlands. Botnvörpungnrlnn íglendingnr, sem sökk á Eiðsvík í vetur, daginn eftir ofviðrið, hefir nú verið skoðaður af kafara frá Hamri, og gat hann ekki fundið neina orsök þess að skipið hafði sokkuð. Botnvörpung- urinn er að sjá alheill, og á nú að gera tilraun til að ná honum af mararbotni. Hefir Sjóvátryggingar- félag íslands auglýst eftir tilboöi par að lútandi. Annaho kom frá Vestmannaeyjum á sunnudaginn og var lagt upp I fjöru í fyrrinótt til aðgerðar. Hafði komið leki að skipinu á leið hing- að til lands. ^t>agBíaé. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Blaöverö 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Lyra er væntanleg til Vestm.eyja í dag og hingað á morgun. Hún fór frá Bergen á laugardag. Hið ísl. kvenfélng heldur afmælis- fagnað i kvöld á Hótel Heklu. Sálarrannsóknarfélagið heldur að- alfund sinn í kvöld i Iðnó. Auk lög- boðinna fundarstarfa ætlar Einar H. Kvaran að skýra frá merkilegri sálrænni reynslu manns eins hér í bænum. Esmeralda hin heimsfræga saga Victor Hugo’s er nú sýnd á kvik* mynd á Nýja Bíó. Er hún ein af dýrustu kvikmyndum sem teknar hafa verið og þurfti hálft annað ár til aö fullgera liana, en um 4 pús. manna unnu aö henni að meira eða minna leyti. Allur kostnaður við myndartökuna varð um 9 milj. kr. Nýja >gpenni8töð« hefir Rafmagns- veitan í hyggju að byggja við norð- urenda Ingólfsstrætis eða Kalkofns- vegar, en ekki hefir henni enn ver- ið endaulega ákveðiun staður. Peningar: Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............. 112,67 Norskar kr.............. 92,84 Sænskar kr............ 122,13 Dollar kr............... 4,56’/« Gullmörk .............. 108,61 Fr. frankar ............ 17.29 Hollenzk gyllini........183,48

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.