Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 26.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 toyStaðtó L?4- endnr ókeypis lil raán- aðamóta. Atkugið þaðl msM-_ illiií Skóhlífar setjum við með eftirfarandi afarlága verði: Karlmanna 6,95 Kvenn (Iéttar) 5,00 Drengja 5,95 Telpu. 4,íáQ Barna 3,95 og 3,75 Ennfremur JKvenntö.tilíf- ar á 3,75 og Snjö- hlífar á 10,50. Kaupið meðan þessar ódýru byrgðir endast. Hvannbergsbræður. 744 er súni Dagblaðsins. ÚtYarpsræða dr. Prince. Nýárskveðia til Islendinga. Eins og getið hefir verið um í blöðunum, flutti sendiherra Bandarikjanna i Kaupm.höfn, dr. Prinee, ræðu á gamlárskvöld, sem send var með útvarpi út um heicn. Var gert ráð fyrir að hún heyrðist hingað, en vegna mistaka Daventry-stöðvarinnar á Skotlandi barst hún ekki hingað til lands. — Ræðan lýsir töluverðum kunnugleik um land vort og þjóð, og meiri velvild í í okkar garð, en títt er meöal útlendinga, qg er hún því birt hér eftir handriti, sem blaðinu hefir borist. Ræðan var þannig: »Vinir minirl Petta er i fyrsta sinn að ísland heyrir rödd ameriska sendiherrans við hirð konungs íslands og Dan- merkur, og ég er mjög glaður yfir, að vera brautryðjandi raeð því að tala í radio í kvöld. 1 fyrsta lagi vil ég ðrna öllum lslendingum góðs nýárs frá landi minu, og ég er lika viss um að fólk í Bandarikjunum — samborg- arar minir — samgleðjast yður núna, yfir að fjárhagur og verslun íslands hafa mikillega batnað á ár- inu sem leið, og vér vonum allir að pessi framför muni halda ðfram næsta ár. Pó að ísland aldrei hafi haft stærri tólksfjölda en hundrað ''þús- und manns, eru tslendingarnir, samt sem áður, sérstakur pjóðflokkur, sem geymt hefir mál og bókmentir sem hafa verið mikilsverðar í ver- aldarsögunni, og með frábærum þjóðlegum lundareinkennum sem virkilega eru óviðjafnanleg. Ennfremur, prátt fyrir að fagra landið yðar er mest megnis fjöllótt óbygð, full af jöklum og hraun- breiðum, aðskilin frá Evrópu af stormasömu hafi, pá hafið þér samt sem áður frá upphafi pjóðlifs yðar, sem byrjaði fyrir meir en púsund árum, verið pjóð með mik- illi menningu og bókmentum, sem standa að eins að baki bókm. hinna gömlu Grikkja að gildi og stærð. Pað er alkunna, eins og gamli vinur minn Lord Brice sagði, að bara i Grikklandi voru eins miklar og ágætar bókmentir á tímabilinu, pegar alt var einfalt og óbrotið, og var á gamla íslandi. í raun og veru voru bókmentir gamla íslands miklu stærri að imyndunarafli og Ijómandi tilfinningu, en nokkrar aðrar samtiðarbókmentir. Vér Ameríkumenn skuldúm yður tslendingum meir en við getum endurborgað. Vér skuldum yður fund lands okkar, pvi að allir verða að kannast við, að ísl. fundu Ameriku fyrstir manna, en að peim mistókst bara að byggja landið. Fyrirrennari minn, Dr. Rasmus Audersen, sem var sendiherra Bandarikjanna bér i Danmörku Sonnr JárnhrBntakðntrHlnii. • — Af þvf að yður hlýtur að vera kunnugt um sannleikann, fremur öllum öðrum, og ég þarf á yðar hjálp að halda. Rödd hans varð alt í einu hæg og þýð, og hann horfði svo hlýtt og vingjarnlega á hana, að hún varð alveg hissa. — Eg hefi heyrt alt saman um ykkur Kirk, mælti hann. Ég hefi satt að segja alt af vitað hverju fram fór hér syðra, því ég haföi einn minna manna á hælunum á honutn dag og nótt. Þér þekkið hann, ef tll vill — Clifford? Jæja, hann hélt einnig auga með Kirk nóttina eftir samsætið með manni yðar, en Anson lög- maður hefir ekki árætt enn að kalla hann sem vitni, þar hann var hræddur um, að þessi Al- farez mundi þá kaupa fleiri falsvitni. Hann gnisti tönnum af bræði. Svo mælti hann: — Já, Guð hjálpi mér! Ég skal svei mér ná i hnakkadrambið á þessum Ramón, þó það ætti að kosta mig heila millíón — þeir geta heldur ekki staðist þess háttar málafærslu hér syðra. En ég þarf fleiri vitna við. Ég ætla mér að troða hann alveg niður í skilinn. — Jæja, Ciifford er þá yðar maður? — Já, ég tók hann frá öðrurn störfum og sendi hann hingað, undir eins og ég fékk þetta ósvifna og vitfirringslega bréf frá Kirk------------ Gamli maðurinn gneistraði af bræði. — Hvað haldið þér að hann hafi skrifað mér, frú Cortlandt? Hann var svo ósvífinn að hafna góðri stöðu, sem ég bauð honum sökum þess, að »konunni hans mundi ekki geðjast að veð- urlaginu þar nyrðraa! Hvernig lizt yður á? Og ég sem beinlinis hafði þrábeðið hann um að koma heim aftur — hvaða skilyrði sem hann kynni að setja. Auðvitað varð ég reglulega skelkaður úl af þessu og setti hálfan heiminn á enda til þess að komast fyrir, hvort nokkuð væri hæft í þessu. En Guði sé lof, hann hefir þó verið nógu óbrjálaður til þess að gera ekki þess háttar axarsköft. — F*ér vitið þá ekki um það ? — Um hvað? — Að hann er giftur? — Andskotinn sjálfar! öskraði Anthóny hams- laus af bræði. — Það er ungfrú Garavel. Þau giftust fyrir — viku siðan. Hún hneig niður á stólinn og faidi andlitið i höndum sér. Hann gekk til hennar, og augu hans blikuðu af samúð og skilningi. Hann lagði stóru höndina sína á höfuð henni og mælti svo undur blítt og innilega: — Kæra frú Cortlandt, mig tekur svo inni- lega sárt til yðar. Mér er það alveg ráðgáta, bvernig drengurinn gat tekið aðra konu fram

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.