Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 27.01.1926, Blaðsíða 1
Miðvikudag 27. janúar 1926. I. árgangur. 302. tölublað. ORÁÐVENDNI f viðskiftum manna á milli virðist fara svo í vöxt að til vandræða horfir. Og sumslaðar er ástand- ið svo alvarlegt, að heiður heilla þjóða er í veði, og þau atvik hafa komið fyrir, að nærri hefir riðið að fullu lánstrausti þjóð- anna út á við. Er þar slyzt á að minnast seðlafölsunarmálið ungverska, sem er sú stórkosl- legasta peningafölsun sem sögur fara af, Er skörin óneitanlega farin að færast upp í bekkinn, þégar konungbornir menn og æðstu yaldhafar landsins eiu aðal-forsprakkarnir að slíkum óhappaverkum, og jafnvel yfir- rncnn kirkjunnar eru við þau riðnir. En það víðar pottur brotinn en i Ungverjalandi ög virðist svo sem óráðvendi í við- skiftum og ýmislegt glæpsain- legt atferli gangi nú yfir heira- inn sem einskonar faraldur. Er það líka svo að fieira virð- ist smitandi en venjulegar far- sóttir, og er t. d. öllum kunnugt hvernig hernaðaræðið getur grip- ið heilar þjóðir hverja af ann- annari og ýmsar öfgastefnur gagnsýrt alt þjóðlíf stærstu landa. Sú glæpaalda sem nú gengur yfir heiminn er þeirrar tegúnd- ar að um verulega smitun virð- ist vera að ræða þótt ekki sé hægt að segja hvar hún eigi upptök sín. í Ameriku hefir ýmsum afbrotum fjölgað svo mikið siðuslu ár að öllum hugs- andi mönnnm stendur ógn af. Morð, rán og ýms önnur of- beldisverk fara svo að segja dagvaxandi, þrátt fyrir alt sem gert er-tií að stemma stigu fyrir þessum ófarnaði, Við lofum oft þá sérstöðu vora að vera að mestu lausir við þau þjóðarböl sem mest þjaka sumum stórþ]óðunum og víst er um það, að hnattstaða laudsias og einangrun hefir sína kosti þótt mörgum finnist erfið- leikatnir vegna aðstöðunnar vera töiklu meiri og að sömu leyti lilt bærilegur. En svo margþælt er nú samband vort við um- heiminn orðið, að við förum ekki nema að nokkru leyti á mis við þær raeginstefnur sem mest ber á í hugsun og athöín- um heimsþjóðanna. Að meira eða minna leyti verðum við vanalega varir við forsmekk þess sem mest ber á í umheim- iiium en bölstefnur rikjandi ald- arfars eru ekki siður langdræg- ar en þær sem miða til batn- andi þjóðlifs. — Þessa höfum við á stundum mátt kenna og jafnvel nú á þann hátt að okk- ur getur orðið til mikils álits- hnekkis út á við. Eins og kunnugt er hefir gjald- eyrir Frakka verið í mjög lágu veröi núna undanfarið og hefir því mátt fá ýmsar vörur frá Frakklandi fyrir mun lægra verð en þær hafa kosiað hér í versl- unum. Þetta hafa margir notað sér og fengið sendar vörur frá Frakklandi milliliðalaust og þann- ig notið góðs af lággengi frönsku myntarinnar. Mætti ætla að engum væri það of gott og engin áslæða iil að amast við slíkum viðskiftum. En þetta virðist ætla að fara á annan veg. — Pað; er svo sagt að fjöldi pantana hafi verið sendur héð- an til Parísar, en nöfn og heim- ili sendanda búin til, svo send- ingarnar verða auðvitað endur- sendar héðan. Er líklegt að þeir, sem þetta aðhafast, ætli með því að vinna verslunarstéttinni þarft verk, þótt annað muni verða uppi á teningnum, og má telja vist að verslunarstéltin, sem heild, fordæmi þessa aðferð eins og vera ber og telji hana að öllu leyti óverjandi.... í síðasta Verði er vikið að þessu máli og farið börðurn orðum um þá, sem gera sig seka um þelta athæfi, og jatn- framl bent á þann álilshnekki, sem okkur er af því búinn. Er gott að sum ílestir víti þetta framferði, svo þeir sem að því standa sjái hvoru megin almenn- ingsálitið er. Pessi aðferð er mjög ósamboðin frjálsri sam- kepni, og svo óheiðarleg, að hún er allra víta verö. Eimskipafélagið og kaupdeilan. Blöðin hafa verið furðu hljóð- lát ura kaupdeilu þá, sem nú . stendur yfir milli stjórnar Eim- skipafélags íslands og háseta og kyndara á skipum þess. Nú hefir Gullfoss legið hér í 10 v daga, skipverjar verið afskráðir og honum lagt út á ytri höfn, ferð skipsins til Vestfjarða fallið niður og bráðum komið að á- ætluðum burtfarardegi til út- landa. EÍDnig er ákveðið að hin skipin verði lika stððvuð jafn- skjótt og þau koma hingað, ef ekki næst samkomulag um kaup- gjaldið áður. Maður skyldi ætla að meira en lítið bæri á milli, þegar tek- ið er til þeirra neyðarúrræða að stöðva jafn dýr og nauðsyn- leg skip og þessi eru. En það ér varla hægt að segja að svo sé, þar sem aðeins er uin litil- fjörlega kauplækkun að ræða, sem hlýtur að vera hverfandi lftill liður á reksturskostnaði l'é- lagsins, hvort sem hann lækkar eða stendur i stað. — Því hafa margir réttilega haldið fram, að alt kaupgjald ætti að lækka samhliða lækkandi vöruverði, en það á ekki að ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur, og láta kauplækkunina bitna fyrst á þeim, sem minst hafa borið úr býtum. Kaup íslenzkra farmanna hefir hingað til ekki verið svo háll, að sú atvinna hafi verið eftirsóknslrverð. Þess vegna er nú minni ástæða til kauplækkunar þar en víða ann- arstaðar. En kauplækkunin er

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.