Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 27.01.1926, Blaðsíða 2
2 D A GU3 LAÐ L6lilT-5uðu$úkkulaði. hér ekki aðalatriðið, heldur sá beini og óbeini skaði, sem fé- laginu er búinn af stöðvun skip- anna. Eimskipafélagið á við svo harða samkepni að etja, að þvi er bein nauðsyn á að slikar snurður hlaupi ekki á starf- rækslu þess og sú sem nú er orðin. Hingað til heflr Eimskipa- félag íslands verið það óska- barn þjóðarinnar sem flestar vonir hafa verið tengdar við, og margt fyrir það gert umfram önnur fyrirtæki, sem af engum hefir verið talið eftir. En jafn- framt ætti að mega vænta þess að félaginu væri þann veg stjórn- að, að meira gæti raungóðrar forsjálni en ofurkapps um auka- atriði. Verður því að vona að þessari kaupdeilu verði lokið strax á viðunandi hátt. Sjómennirnir hafa farið hálfa leið til sam- komulags og ætti þá að vera auðfarin sá hiutinn sem eftir er. Hluthafi. Utan úr heimi. Khöfn 26, jan. 1926. Gengismál Norðmanna. Simað er frá Osló, að gengis- nefnd, er sett var á laggirnar í haust til þess að fhuga hveit hægt væri að festa gengi krón- unnar eða hvort bæri að reyna til að hækka hana upp i gull- verð, hafi samið álit, sem enn er ekki komið út. Kvisast hefir að nefndin þori enga ákvörðun að taka, nema að festa krónuna í núverandi gildi en að eins til bráðabirgða, og biða siðan átekta. Styrjöld sfstýrt? Sfmað er frá Peking, að stjórn- in hafi skipað svo fyrir, að bin- ir rússnesku embættismenn, á Manchuriu-járnbrautunum, er handteknir voru, verði látnir lausir. Frá Tokio er símað, að (japanska) stjórnin hafi fylgst vel með i þrætumáli þessu og álftur hún óhugsandi, að styrj- $Jd muni af þv{ leiða. Cook og Peary. Sfmað er frá New Yrk City, að Roald Amundsen hafi sagt i viðtali við ameriskan blaðamann, er birt var i amerísku blaði, að hann álíti jafn liklegt að Cook hafi komist á Norðurpólinn og Pearj'. Blöðin eru stórreið, þar sem Cook er fjárglæframaður og braskari, og skilja Amundsen þvi þannig, að hvorugur þeirra hafi komist á pólinn. Leikhúsið. Dansinn i Hruna hefir nú verið leikinn 11 sinnum við góða aðsókn, en búast má við að nú sé hvert skiftið siðast, sem hann verður Ieikinn. Pótt töluvert hafi verið skiifað um þenna leik bæði hér og annar- staðar, er samt ástæða til að minnast á hann enn, því svo miklum umskiftum hefir hann tekið til batnaðar frá fyrstu sýningunum. Nú eru leikendur farnir að venjast svo hlutverk- um sinum, að þau eru mun betur at hendi leyst en fyrst, og margir þeir ágallar sem vorn á leik sumra i byrjun, hafa horfið með æfingnnni. Það er mesta furða, hvernig tekst að sýna jafn íburðarmik- inn og rúmfrekan leik og Dans- inn i Hruna á jafnlitlu leiksviði og er í Iðnó, því aðstaðan til þess hlýtur að vera mjög erfið. En alt tekst þetta vonum fram- ar, og menn finna furðu lftið til vanefnanna á viðunandi út- búnaði. Sá sem þetta ritar, vill ráð- leggja þeim, sem sáu leikinn fyrstu kvöldin, að fara aftur í leikhúsið og sjá hverjum breyt- ingum hann hefir tekið. En ekki siður ættu þeir, sem ennþá hafa ekki séð leikinn, að nota þau tækifæri sem eftir eru til að sjá góðan og iburðarraikinn leik. K. HÞagBlað. Bœjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmandsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Biaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borg^n. Nætnrlæknir i nótt er Ólafur Gnnnarsson, Laugaveg 16. Simi 272 Nætnrvörður i Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. í morgun var hiti um land alt, mestur i Hornaflrði 7 st., en minstur á Hólsfjöllum 2 st. — f Angmegsalik var 1 st. hiti i gær. Austanrok og rigning var hér í gær og hélzt fram á nótt. Jóu Sreinsson bæjarstjóri á Akur- eyri ætlar að halda hér fyrirlestra á raorgun og tvo næstu daga um sveita- og kaupstaðalöggjöf. Hefir hann kynt sér pessi mál sérstak- lega, bæði hér og erlendis. Sigurðnr Birkls heldur sðngskemt- un í Fríkirkjunni í kvöld, eins og auglýst heflr verið. P< ss má vænta, að bæjarbúar fjölmenni þangað til að njóta ánægjunnar af góðum söng og styrkja um leið cfnilegan mann til framhaldsnáms á listabraut. Dansinn i Hrnna verður leikinn annað kvöld. Er það, alpýöusýn- ing að þessu sinni. Anstrl kom af veiðum i gærkvöld með 1000 ks. Fór hann aftur í morg- un áleiðis til Bretlands. Fermingnrbörn Fríkirkjusafnaðar- ins eiga að mæta i dag kl. 5 i kirkjunni. Wlllemoes er nú búinn að liggja nærri hálfan mánuð i Vestm.eyjum og heflr ekkert getað aðhafst þar enn vegna sifeldra storma. Peningar i Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............ 113,01 Norskar kr.............. 93,06 Sænskar kr............. 122,16 Dollar kr............... 4,56'/» Gullmörk .............. 108,55 Fr. frankar.............. 17,12 Hollenzk gyllini....... 183,42

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.