Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 29.01.1926, Blaðsíða 2
2 verslunarflotans nál. 250 milj. kr., þar af i utanrikisflutningum 160 milj. Þetta eru engar smá- ræðis túlgur. Það er því eðli- legt að óhug setji að þeim, sem þenna atvinnuveg stunda, og leiðandi menn þeirra bendi á ýms ráð fram úr ógöngum þeim, er skapast ef mikill hluti versl- unarflotans verður að hætta siglingum, jafnfraint þvi sem ríkið eys út peningum i nýsmiði skipa til þess að aflétta að ein- hverju leyti atvinnuleysinu við skipasmiðastöðvarnar. — Fram- boð og eftirspurn haldast ekki i hendur um flutningana. Þessu verður að ráða bót á með ein- hverjum viturlegum ráðum, og um það hugsa beztu menn þjóð- arinnar um þessar mundir. Þessu er verl að veita athygli, þvi »náið er nef augum«, þar sem vér íslendingar erum ann- ars vegar, svo tengdar sem þjóð- irnar eru verslunar- og siglinga- samböndum. Utan úr heimi. Khöfn, FB. 27. jan. ’26. Flotaútejold Bandaríkjanna. Símað er frá Washington, að flotaútgjöld 1925 séu 306 milj. dollara. ; Khöfn 28. jan. 1926. ítalskt ofbeldl. Simað er frá Rómaborg, að ný lög hafí verið samþykt, er svifta alia ítali, búsetta erlendis, itölskum borgararétti, ef þeir andmæli Fascismanum. Sambomnlag xniUi Rússa og Kínverja. Simað er frá Moskwa, að samkomulag hafí náðst við Kfn- verja í Manchuriu-járnbrauta- málinu. Þýskir keisarasinnar brefjast endnrreisnar keisaradæmisins. Símað er Berlín, að í tilefni af 67. afmælisdegi Vilhjálms fyrv. keisara, hafl keisarasinnar safn- ast saman og krafíst endurreisn- ar keisaradæmisins. Vinstrimenn hamast gegn Vilhjálmi og gegn ófyrirleitnum kröfum aðals- manna um full yfírráð yflr göml- D A GiB L A Ð V. B. "V örubílastöðin. Síml 1006 — þúsnnd og «ex. Beint á móti Liverpool. um eignum sinum. Kröfur þeirra eru viðsvegar yfír dómstólunum. Senni legast er að þjóðaratkvæði um hvort þeir verði sviftir eign- arréttinum. Dýrgripir á boðstólnm. Simað er frá New York City, að rússneska ráðstjórnin hafí gert tilraunir til þess að selja keisarakórónu og gimsteina keis- araættarinnar i Bandaríkjunum fyrir 250 miljónir dollara. Grip- irnir eru óseldir enn þá. Mikil Norðnrljós. Símað er frá Osló, að í gær hafí sést mestu norðurljósin, er nokkru sinni hafa sést i heim- inum. Norðurljós þessi hafa liklega sést um alla Evrópu og í Ameriku, og álfta menn, að þau hafi verið í 800 kilómetra fjarlægð. Fðr betnr en á horfðist. Simað er frá Berlín, að engar blóðsúthellingar hafí orðið á af- mælisdegi keisarans i gær. K.höfn. FB„ 29. jan. '26. Ungrerjar láta nndan kröfum Frakka. Símað er frá Budapest, að stjórnin hafi neyðst til þess að verða við áskorunum Frakka um, að sendimaður þeirra fái öll tækifæri á að rannsaka seðlafölsunarmálið. Varla í frásögnr færandi. Simað er frá London, að prins- inn af Wales hafi verið á dýra- veiðum, íór hann á harða spretti, er hesturinn datt skyndilega dauður niður til jarðar. Prins- inn sakaði ekki. Sknldasamniognr railli Breta og ítala, Simað er frá London, að samningar hafi tekist um af- borganir á skuldum Ítalíu. Eiga ltalir að greiða íjóra og hálfa miljón sterl.pd. árlega í 62 ár. H)ag6lað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Prentsmiöjan Gutenberg, h.f. Eimskipafélag Islands. GrUllfOSS fer héðan laugardag 30. jan. síðdegis til útlanda Leith og Kaupmannahafnar. Farseðlar sækist í dag. Borgin. Nætnrlæknlr Magnús Pétursson Grundarstig 10. Simi 1185. Nætnrrörðnr í Rvíkur Apóteki. Botnvörpnng'arnir. Jón forseti fór á veiðar í gærkvöld. Belgaum kom af veiöum i gær- kvöld og fór í nótt áleiðis til Bret- lands. Tryggvi gamli kom að veiðum i morgun og fer í dag til Bretlands. Lyra fór héðan snemma i morg- un. Meðal farpega voru John Wetle- sen verslunarstjóri, Gunnar Bjarna- son eand. polyt., Espholin frá Ak- ureyri o. fl. Margt fólk fór meö skipinu til Vestm.eyja. Samningar hafa nú tekist um kaup háseta og kyndara á skipum Eim- skipafélagsius. Samið heflr verið til priggja ára og er kauplækkunin nú 3,8°/o en lækki svo eða hækki um hver áramót eftir búreiknings- visitöiu Hagstofunnar í október- mánuói ár hvert. — Munu allir fagna að þessari kaupdeilu er lokið og pað pví frem- ur sem girt er fyrir að hún endur- takist næstu árin. Vcrslunarmannafélag Rvfknr hélt hátiðlegt 35 ára afmæli sitt i fyrra- kvöid. Var það með betri skemtun- um sem hér hafa verið haldnar lengi. Erlendur Pétursson hélt ræöu. Friðflnnur Guðjónsson las opp, Ey- mundur Einarsson og Emil Thor- oddsen léku á hljóðfæri, Puríður Sigurðardóttir söng gamanvisur. — Norskir pjóðdansar voru sýndir undir stjórn Ásfríðar Ásgríms, og pótti míkið til peirra koma. Og að lokum var stiginn danz eftir hljóm- falli frá Bernburgs-orchester.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.