Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 30.01.1926, Blaðsíða 1
Laugardag |jrj\ I. árgangur, 30 janúar *7 I 303. 1926. þmr Ww(U Uwww^r töliiblað. KONURNAR ætla ekki að verða eftirbátar karlmann- anna um þátttöku í opin- berum málum og mikil verk til almenningsheilla. Stutt er síðan þær hlutu þá sjálfsögðu réttar- bóta að verða jafngildar karl- mönnum um öll afskifti af þjóð- málunum og þátttöku til hvers- konar starfa. Barátta þeirra fyrir jafnréltinu var fremur stutt og ekki harðsótt, en ekki hefði þeim verið jafn auðunninn sigurinn ef þær hefðu ekki staðið jafn einhuga saman og raun var á, og auk þess átt strax að mæta skilningi og öflugum stuðning margra okkar beztu manna. Enn eru ekki liðin full 11 ár siðan jafnrétti þeirra við karlmenn var lögfest, og hafa þær óneitanlega farið vel af stað um afskifti sín af þjóðmálunum. Einhver hin nauðsyniegasta framkvæmd, sem hér hefir verið stoínað til er bygging Landspít- alans, og er því máli svo vel á veg komið fyrir ötula framgöngu kvennanna, að þess verður skamt að biða að mikil og voldug bygging rísi upp, sem telja má víst að komi að mjög miklu gagni. Nú, þegar þessu stórmáli þeirra er komið svo á veg að ugglaust er um framgang þess, ráðast þær í að hleypa öðru stórfyrirtæki af stokkunum, sem erstofnun Kvennaheimilis íRvik. Konurnar hafa lengi fundið til þess, að þær vantaði sam- komuhús, þar sem þær gætu komið saman til fundarhalda og notað sem miðstöð fyrir alla félagsstarfsemi sítia. Einskonar sameiginlegt heimili sem allar isl. konur ættu greiðan aðgang að. Og þessu öðru mesta áhugamáli þeirra er nú hrundið af stað, lóð er fengin og nauðsynlegur uxxdirbúningur hafinn. Þai f ekki að efast um framgang þessa fyr- irtækis frexnur en annars sem konurnar beila sér einhuga fyrir. Það er engum vafa undirorp- ið að þöríin á sliku heimili hér í Reykjavik er mikil, sérstaklega kæmi sér það vel að konur utan af landi sem hingað koma til lengri eða skemmri dvalar eigi greiðan aðgang að góðum samastað. — Stjórnmálastarfsemi kvenna hefir minna gætt, þótt þær hafi látið sig þau nokkru skifta. En óneitanlega kornu áhrif samtaka þeirra glögglega i Ijós við sið- ustu kosningar, þar sem þær komu fulltrúa sinum að við lands- kjör þar sem harðsnúin kosn- ingabarátta fjölmennra lands- málaflokka átti sér stað. Og nú koma þær aftur fram við næsta landskjör sem sérstakur flokkur og fylkja sér utan um þá konu sem lengst og mest hefir barist fyrir réttindum isl. kvenna. Mörgum þjóðþrifamálum sem hér hafa ekki verið talin hafa konurnar beitt sér fyrir, þenna stutta tima sem þær hafa haft jafnrétti við karlmenn. En eink- um hafa þær þó látið sig ýmsa líknarstarfsemi og uppeldismál miklu skifta, og er hlutdeild þeirra í þeim málum öllum kunn. — Eftir þeirii reynslu sem fengin. er, um afskifti kvenna í ýmsum mikilsvarðandi þjóðmálum má fyllilega gera sér miklar vonir um þáttöku þeirra framvegis i mörg- um þjóðþrifamálum. Því þær hafa þegar sýnt, að þeim málefnum sem þær beita sér einhuga fyrir er sigurinn vís. — Tangaveikin á Eyrarbakka virðist ætla að verða mannskæð. — Nýlega hefir héraðslæknirinn mist dóttur sína, barn á 9. ári, mestu efnisstúlku, og önnur dóttir hans liggur hættulega veik. En eins og sagt hefir verið frá áður, dó fósturdóttir hans ! úr veikinni fyrir nokkru síðan. Einnig er nýdáin þar ungfrú Karen Ólafsdóttir frá Garðbæ, stúlka á 23. áii, og varö tauga- veikin hentii einnig að bana; Áfengisbann á Englandi. Frú Lloyd George á fyrirlestraferð. Bannvinir á Englandi og Wales lágu eigi á liði sínu síðustu mán- uðina f. á., nóvember og desem- ber. Börðust þeir ósleitilega fyrir því, að vekja almenningsálitið til þess að heimta héraðsatkvœði (lokalt veto) í öllum áfengis- málum. Fjöldi beztu manna úr frjájslynda fiokknum voru með í lýðhvatningar-leiðangri þessum. Lloyd Georges reið á vaðið með ræðu i Lundúnum, og hefir Dagbl. fyrir skömmu birt dálít- inn kafla úr henni. Kona hans, frú Margrét Lloyd George, ferð- aðist einnig um og hélt fyrir- lestra. Hún er mjög ákveðin bindindiskona og hefir oft ferð- ast um landið og haldið fyrir- lestra. Frú Margrét er mesta mynd- arkona og kveður mikið að henni í ræðustól. Hún hefir eld- heitan áhuga á þessu máli, og verður oft á tíðum svo mælsk, að til er tekið. Hið merka blað Breta, »Man- chester Guardian«, segir svo frá síðuslu fyrirleslraferð frú Mar- gtétar, að hún sé mælskur og sannfærandi talsmaður bindis- samrar stjórnsemi. England hafi eigi efni á því að eyða í áfeng- isnautn um 300 milj. punda á hverju ári. Héraðsbann getur bætt úr sárustu meinunum, en eina allsherjarráöið sé þó lands- bann. Á meðan það er eigi lög- boðið i Englandi, standa ame- rísku,börnin þjóðfélagslega langt- um betur að vígi. Þau alast upp á betri og bjaitari heimilum, uppeldi þeirra og fræðsla trufl- ast eigi af illum lifnaði á göt- um þeim, sem »skreyttar« eru dtykkjukrám.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.