Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 30.01.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ TILKYNNING. í dag, laugardag 30. jan., byrjum við að selja mjólb, styr og rjóma í brauðsölubúð okkar, Laugaveg 36, og verður þar seld hin viðurkeuda góða mjólk frá hr. Thor Jensen. — Ennfremur viljum við vekja fólk til meðvitundar um að allar brauð- og kökutegundir eru búnar til úr bezta fáanlega efni, unnið með égætis nýtízku- vélum, og fyrst og ekki sízt alls hreinlætls gætt af fremsta megni. Bjóðum við öllum þeim, sem ekki stendur á sama hvar og hvernig sú vara er framleidd, sem svo mikið er notuð á hverju heimili, að koma og líta á vinnustofu vora og sannfærast um að þetta er ekk- ert skrum. — Vörur sendar hvert sem er. Virðingarfylst r «9. (Bíafsson & Sanéfíolí. Sími 524. Frú Margrét sindraði af heil- agri gremju, er hún mintist á ummæti ensku blaðanna um bannið í Ameríku. Bau segja að bannið þar sé aðeins til skamm- ar og hneykslis. »Ég hefi sjálf farið um Bandaríkin þver og endilöng, svo ég veit vel hvað ég segi«, mælti bún. »Ég sá fjölda fangelsa, sem eigi var þörf fyrir lengur, og var þá búið að breyta þeim í íbúðir, vinnuslof- ur eða barnahæli. Ég sá margar stórar áfengisverksmiðjur og bruggunarhús, sem nú voru tekin til nytsamra starfa og sumum breytt í bilgeymslnr. Það er ekki sízt banninu að þakka, að bilar eru nú orðnir almenningseign í Ameríku —«. Þigmálafundur á Isaf, ísafirði, FB., 29. jan. ’26. Fjölmennur þingmálafundur var haldinn hér í gærkvöld og stóð yfir í 8 tíma. Fundurinn fór rólega fram. TiIIögur íhalds- manna í fjárhagsmáliriu, land- helgisgæslumálinu og um samn- ingana við Stóra Norræna voru allar samþyktar og var traust- yfirlýsing til stjórnarinoar fólgin í öllum tillögunum. — Samþykt var í einu hljóði tillaga þess efnis að seðlaútgáfan verði falin sérstakri stofnun og sömuleiðis að unnið sé að gætilegri hækk- un krónunnar upp í gullgengi. Tillaga um stofnun Ríkishapp- drætlis var einnig samþykt. Enn- frenrur voru samþykt mótmæli gegn varalögreglu og allskonar herliöi, krafa um afnám og ails- konar lækkun gengisviðaukans og afnám verðtolls á lífsnauð- synjum, mótmæli gegu hvalveið- um, tillögur um fiskiveiðalög- gjöfina og sildarsölusamlag og loks áskorun um að þingstörfum verði lokið á næstu tveim mán- uðum. Einnig voru samþyktar margar tillögur um bæjarmál. Eigrendtiskifti hafa orðið að nýja botnvörpungnum, sent Sleipnisfé- logið fékk hingað á dögunum, Ing- var Ólafsson (H. P. Duus) hetir keypt skipiö, og heitir pað hú Ólaf- ur, — Skips'j. vei ður Bergp Teitss. Utan úr heimi. Khöfn, FB. 29. jan. ’26. Gengtsmál Norðmanna. Símað er frá Osló, að gengis- nefndin telji enga ástæðu til þess að hækka krónuna upp í gullgengi sem stendur og heldur engin ástæða til þess að koma á gullinnlausn með Tækkuðu krónugildi. Leggur nefndin til að fyrst um sinn sé reynt að festa krónuna í núverandi gildi. Þannig að Noregsbanki ábyrgist fast dollargengi og jafnvel taki dollaralán, ef nauðsyn krefur, til þess að festa gengið, en bíða síðan átekla. Borgin. Nœtnrlœknir Árni Pétursson, Upp- sötum. Sfrai 1900. Aðra nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3 A. Sími 686. Nætnryörðnr í Rvíkur Apóteki, Messnr á morgun. Dómkirkjan kl. 11 séra Bjarni Jónsson, og kl. 5 séra Friðrik Hallgrimsson. Fríkirkjan ki. 5 síðd. séra Árni Sigurðsson. Landakotskirkja kl. 9 árd. há- messa, og kl. 5 síðd. guðsþjónusla með prédikun. Stgnrðnr Blrkis fór með Lyru til Vestm.eyja, en þaðan ter hann með Gullfoss áleiðis til útlanda. Mnt kom af veiðum f gærkvöld og fór aftur í nótt áleiðis tit Bretlands. TÞagfílað. Bæjarmáiablað. Fréttablað. Ritjstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Prentsmiöjan Gutenberg, h.t. Maðnrjféll útbyrðis af Lyru i fyrra- kvöld milli lands og skips. Var það Bjarni Ámundason 1. vélstjóri á Glað (Ólafi). Féll hann i sjóinn en hafði komið við bakkabrúnina í fallinu og meiddist töluvert, og varð honum með naumindum bjargað. Var sagt að hann hefói verið sleginn fyrir borð að skips- manni á Lyru, en i réttarhatdi sem sett var strax á eftir upplýstist það aðeins, að einhver skipsmanna hafði ýtt honum frá sér á þilfarinu en þar hafði verið hált og hraut hann þess vegna útbyrðis. Skipið átti að fara á miðnætti en tafðist svo vegna réttahaldsins að það fór ekki fyr en í gærmorgun. Mannin- um liður nú eftir öllum vonum. Gestainót ungmennafélaga verður lialdið hér i kvöld, í Iðnó, fyr- ir forgöngu Ungmennasambands Kjalarnessþings. Má búast við að það verði fjölsótt, því margir ung- mennafétagar víðsvegar af landinu eru hér í bænum á vetrum, og hafa þessi »gestamót« altaf þótt skemtileg. Gnllfoss fer til útlanda í kvöld kl. 6. Meðal farþega verða: Sigfús Blöndahl konsúll., Ól. Johnsen stórkaupm., Gunnar Kvaran heiid- sali, Ingimar Brynjólfsson heild- sali, Iljalti Jónsson framkv.stj. og Oddur Hermannsson skrifstofustj. ) Island kom til Vestmannaeyja kl. 1 í nólt og er væntanlegt hingað seiut í kvöld.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.