Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 30.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 ^ Hlutaútboð. Með stofnsamningi dags. 15. desember 1925 haía eftirtaldar konur og félög ákveðið að stofna hlutafélag í þeim tilgangi að koma upp samkomuhúsi i Reykjavík handa islenzkum konum: Bandalag Kvenna, Lestrarfélag Kvenna Reykjavíkur, Thorvaldsensfélagið, Anna Guð- mundsdóttir, Briet Bjarnhéðinsdóttir, Camilla Bjarnason, Elin Briem Jónsson, Eufemía Waage, Gróa Andersen, Guðrún Bjarnadóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Hólmfríður Þorláksdóttir, Inga L. Lárusdóttir, Ingibjörg ísaksdóttir, Kristín Si- monarson, Laufey Vilhjálmsdóttir, Lovisa Isleifsdóttir, Margrét Th. Rasmus, Ragnhildur Pét- ursdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Steinunn Hj. Bjarnason, Theódóra Thoroddsen, Vigdís Árna- dóttir og Þuríður Lange. Samkvæmt nefndum samningi skal nafn félagsins vera »Hlutafélagið Kvennaheimilið«. Upphæð hlutafjár er fyrst um sinn ákveðin kr. 10.000.00, og stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutaféð upp í kr. 100.000.00, og mun stjórnin nota þá heimild eftir því sem fé safnast. Stærð hluta skal vera 25, 50, 100 og 500 kr. Stofnendur hafa skrifað sig fyrir hlutum að upphæð kr. 4.325.00. Afgangurinn er ætlast til að fáist með almennu útboði. Hiuthafar skulu sæta innlausn hluta sinna, ef félagsfundur samþykkir að leysa inn hlutina. Til sölu á hluta- bréfum þarf samþykki félagsstjórnar, sem hefir forkaupsrétt að hlutabréfum f. h. félagsins. Hlutabréf skulu nafnskráð. Stjórn félagsins skipa undirritaðar konur. Endurskoðendur hafa verið kosnir frú Eufemia Waage og frú Rósa Þórarinsdóttir. Varastjórn: Frú Margrét Th. Rasmus og frú Ragnhildur Pétursdóttir. Samkvæmt ofanrituðu og með tilvisun til stofnsamningsins og samþykta fyrir félagið, er verða mun til sýnis hjá hr. Eggert P. Briem, á skrifstofu Eimskipafélags íslands, leyfir stjórnin sér hér með f. h. stofnenda félagsins, að gefa almenningi kost á, að skrifa sig íyrir hlutum i því. Tekið verður á móti hlutafjárloforðum af stjórn félagsins og á eftirtöldum stöðum, til 25. júlí 1926: Bókaverslun Arinbjarnar Sveinbjaraarsonar, Laugaveg 41. Hannyrðaverslunin á Laugavegi 23. Hjá frú Hólmfríði Þorláksdóttur, Bergstaðastræti 3. Lesstofa kvenna, Þingholtsstræti 28. Mjólkurbúðin á Vesturgötu 12 (Lovísa Ólafsdóttir). Sápuverzlunin, Austurstræti 17. Smjörhúsið Irma, Hafnarstræti 22. Thorvaldsensbazar, Austurstræti 4. Gjalddagi lofaðs hlutafjár er í síðasta lagi 25. júlí 1926. Árangur af hlutafjársöfnun verður birt í »19. Júnw, »Tímanum«, »Verði« og dagblöðum Reykjavíkur. Reykjavík 25. janúar 1926. Briet Bjarnhéðinsdóttir, Þingholtsstr. 18, Guðrún Pétursdóliir, Skólavörðust.. 11 A„ Box 686, (form.) (gjaldkeri). Inga Lárusdóttir, Sólvöllum, Simi 1095. Box 41. Laujey Vilhjálmsdótlir, Klapparstig 44. Steinunn Hj. Bjarnason, Aðalstræti 7 (ritari).

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.