Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.06.1917, Blaðsíða 28

Búnaðarrit - 01.06.1917, Blaðsíða 28
186 BÚNAÐARRÍT reyna a8 forðast innflutning nýrra sjúkdóma. En höfum vér þá tryggingu fyrir þvi, að vér framvegis getum forð- ast allan aðflutning búpenings-sjúkdóma, ef vér gætum þess, að enginn búpeningur sé fluttur inn í landið? Eins og lögum nú er háttað í landinu, er ekki hægt að svara spurningu þessari með öðru en ákveðnu neii. Vér bönnum innflutning búfénaðar, en leyfum innflutn- ing á heyi, hálmi, mörgum búpeningsafurðum og ýms- um umbúðum, sem auðveldlega hafa getað verið notað- ar áður í útlöndum. Margir þeirra sjúkdóma, sem eg hefi drepið á hér að framan, og fjölmargir aðrir búpenings- sjúkdúmar, sem eg ekki hefi nefnt, geta hæglega fluzt með vörum þessum, alveg eins og miltisbrandurinn á sínum tíma fluttist nær því árlega inn í landið með út- lendum húðum, á meðan innflutningur þeirra var leyfður án nokkurra takmarka. Reyndar veit eg, að margir munu segja, að hættan sé víst ekki mikil, því að enn höfum vér sloppið svo vel, að í öll þau ár, sem vörur þessar hafi fluzt til landsins, hafi ekki borið á því, að með þeim hafi fluzt búfjársjúkdómar. En eg vil leyfa mér að benda á það, að bæði er það, að vér vitum harla lítið um það, hvort vér hingað til höfum flutt inn sjúkdóma með vörum þessum, og annað hitt, að hættan stóreykst nær því árlega, eftir því sem viðskiftin aukast og lönd- unum fjölgar, sem vér skiftum við. Og nú er einmitt tími til þess að benda á þessa hættu, þar sem það er engum efa bundið, að útbreiðsla margra næmra sjúk- dóma mun stórum aukast meðan á ófriðnum stendur. En því að eins hefi eg hreyft þessu máli hér, að tæplega verður athuguð sýkingarhættan við innflutning búfjár, nema að samtímis sé einnig litið á þessa hættu. Vér verðum að athuga, að þótt allur innflutningur bú- fjár sé bannaður, höfum vér þó engan veginn trygt það, sem vér ætlum að tryggja. Margir þeirra sjúkdóma, sem með því geta fluzt, geta samt sem áður náð inngöngu í landið. Enda veit eg, að í þeim löndum, þar sem mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.