Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 20
14
BÚNAÐAKRIT
Loks er það sjötta spurningin, hvað vatnið er lengi
að sljetta. Það er mjög svo undir atvikum komið, t. d.
hvað mikið vatnið ber með sjer af jarðefnum á áveitu-
svæðið, og svo hvernig áveitunni er hagað. Jeg hefi
stundað áveitu, eins og áður er tekið fram, siðan 1907;
enda er áveitusvæðið orðið sumt að heita má rennisljett,
og mest alt orðið sláandi með sláttuvjel. Ea hjer er
vatnið efnaríkt af stein- og jarðefnum, sem það ber með
sjer í vatnavöxtum. Aftur á móti er það miklu lengur
að sljettast, þar sem vatnið ber lítið með sjer. Sijettist
landið þá varla á skemmri tíma enn 8—10 árum“.
Þar næst tekur til máls:
2. Einar Árnason, bóndi í Miðey í Austur-Landeyjum
í Rangárvallasýslu:
. . Því miður tel jeg mig ekki færan um, að svara
íyrirspurnum þínum eins ákveðið og jeg vildi. Ber margt
til þess. Pyrst og fremst það, að mjer virðist næsturn
að sitt eigi við á hverjum stað, jafnvel hverri jörð. En
þetta stafar af mismunandi jarðvegi og öðru fleiru. Og
svo þarf langan tíma eða ianga reynsiu til þess að geta
sagt um, hvað best sje í þessu efni, eða hvað hentast
sje á hverjum stað. Samt ætla jeg nú að reyna að svara
spurningum þínum, eins og þær liggja fyrir, og eftir
þeirri reynslu, sem jeg hefi fengið nú í 20 ár.
Hvort heppilegra muni vera, uppistaða eða straum-
veita (seitluveita), er að mínu áliti nokkuð komið undir
landslaginu. — Jeg hefi lengst af notað seitluveitu. Hún
eykur nokkuð grasvöxt.inn, jafnvel alt að á flestum
stöðum, ef ráð er á nógu miklu vatni. En seitluveita er
sein að sljetta, einkum ef enginn moldar-framburður en
í vatninu. Og jafnvel þó að um jökulvatn sje að ræða,
því að það vill setjast til, þar sem hallalítið er. Jökul-
leirsins gætir því lítið, strax og nokkuð dregur frá skurð-
unum.