Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 29
BÚNAÐ A.RRIT
23
3. Að vetrar-áveita reynist yflrleitt vel á raklendu landi,
og blautum og þýfðum mýrum. Sljettir hún þýfða
jörð á 3—6 árum, eftir jarðlagi.
4. Að ef ekki er notuð vetrar-áveita, muni best að
hleypa ekki á að vorinu, fyr en vel er orðið þítt í
rót, eða jafnvel alt að því orðið stunguþítt.
5. Að haust-áveita ein geri lítið gagn, en að not hennar
verði best á harðvelli, samfara vor-áveitu, og sje
helst hvorutveggja seitlu-áveita.
II.
Árið 1915 ljet Búnaðarfjelag íslands prenta áveitu-
fyrirspurnir, og fól mjer að senda þær ýmsum mönn-
um, er leggja stund á vatnsveitingar, í því trausti, að
þeir svöruðu þeim, og sendu svo fjelaginu þær, með
árituðum svörum.
Spurt er um:
1. Hvenær var áveitan gerð?
2. Hvernig var landslagið, áður en veitt var á það, og
hvað var heyfall af því að meðaltali þá?
3. Hve stórt er áveitusvæðið, sem vatn næst á?
4. Hvaða vatn er notað (jökulvatn, bergvatn), og úr
hvaða á eða læk?
5. Hverskonar er áveitan (seitlu-áveita eða uppistöðu-
áveita)?
6. Hve mikið hey fjekkst af svæðinu öllu, eða af hverj-
um hektar að meðaltali skýrsluárið (það ár, sem
spurningunum er svarað)?
7. Hve mikið af landinu var slegið það ár?
8. Var veitt á svæðið að vorinu eingöngu, eða líka að
haustinu eða vetrinum?
9. Hvaða breytingar hafa orðið á grasvextinum og
jarðveginum, síðan áveitan var gerð?
10. Aðrar athugasemdir, sem ástæða virðist til að
gera.