Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 39
BÚNAÐARRIT
33
landi, eða 10—12 hestar af hektar. Bandið mjög vænt,
•eins og alstaðar í Þíngeyjarsýslu.
20. Á Skjalþingsstööum í Yopnaflrði í N.-Múlasýslu
var gerð áveita árið 1906. Landið var smáþýft, lyngi
vaxið, harðveili og mýri, sem aldrei hafði verið slegið.
— Yatnið er bergvatn úr Skjalþingsstaðaá, en auk þess
renna smálækir í áveituna. Áveitan er uppistaða. Fyrstu
6 árin var veitt á að eins að vorinu, en síðan hefir
vetraráveita verið viðhöfð. — Við áveituna hafa lyng-
móarnir breytst í valllendisengi með mildri rót og þjett-
um gróðri, enda er áveitan þar grunn. Landið er halla-
mikið, en garðar eigi nógu margir, og þar af leiðir, að
vatnið er sumstaðar of-djúpt. Það hafa því komið smá
vatnsrotur í mýrlendið, þar sem vatnið er dýpst. Áveitan
verður ekki í góðu lagi, nema að bætt sje við görðum,
og með því takmörkuð vatnsdýptin.
Árið 1916 fengust 14 hestar af hektar. En 7 árin á
undan heflr heyfallið verið 10 hestar að meðaltali af
liverjum hektar.
III.
Eftir þessum upplýsingum, eða „skýrslum", um áveitu-
reynslu á all-mörgum jörðum, til og frá á landinu, virð-
ist það ótvírætt koma í ijós, að áveiturnar geri alstaðar
meira og minna gagn. Uppistöðu-áveita gefst að jafnaði
betur en seitlu-áveita, nema á harðvelli, ef vatnið er
hæfilega djúpt. Annars vilja koma vatnsrotur í jörðina,
og gróðurinn verður gisinn og veigalítill. — Vetrar-
áveita reynist flestum vel. En árangur hennar er þó að
öðru leyti töluvert undir því kominn, hvernig vatnið er.
— Jarðvegur og gróður breytist smámsaman við áveitu
og iandið sljettist. En það er undir jarðlagi og vatninu
komið, hvað langan tíma það tekur. Heyfallið eykst, en
mismunandi mikið, eftir því hvernig tilhagar með jarð-
veg, landslag, vatn o. s. frv.
3