Búnaðarrit - 01.01.1920, Qupperneq 89
BtfNAÐARRIT
83
Ofangreint tilboð stendur óhaggað, ef samþykki yðar kemur
innan 17. þ. m.
Með mestu virðingu.
Bræðurnir Zöllner, P. Westergaard & Sön,
Nörrebrogade 174. Tietgensgade 73,
* * *
Jafnframt fjekk jeg brjef frá Zöllner í Newcastle, dags.
sama dag, og gerði hann þar tilboð um kaup á 1000 —
2000 hestum, sem áttu að afhendast á Bretlandi. — Það
brjef liljóðar svo í þýðingu:
Newcastle on Tyne, 5. júní 1919.
Ilerra Thor Jensen,
Kaupmannaböfn.
í sambandi við tilboð um kaup á hestum, til innflutnings til
Danmerkur á þessu sumri, leyfi jeg mjer hjermeð, að gera yður
eftirfarandi tilboð, um kaup á hestum til innflutnings til
Bretlands:
1000 / 2000 hestar, án tillits til stærðar, (engin hryssa),
afhentir í góðu ásigkomulagi, á hvaða höfn sem vill á
Bretlandi:
fyrir 4—8 vetra hcsta kr. 390,00
— 3 — — — 280,00
Borgun og skilmálar hinir sömu og í tilboðinu um heBta til
iunflutnings til Danmerkur.
Svar fyrir 17. þ. m.
Virðingarfyllst.
Louis Zöllner.
* *
*
Þess þarf ekki að geta, að við þessum tilboðum var
ekki lítandi, — þau voru jafuvel talsvert óaðgengilegri
beldur en tilboð húsmannafjelaganna. Að því leyti voru
Þau þó betri, að gert var boð í fleiri hesta, og að þriggja
vetra hestar komu einnig til greina. En verðið, sem