Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 90
84
BÚNAÐARRIT
boðið var, var svo afar-lágt, að ekki gat komið til mála,
að fara leDgra út í þá sálma.
Jeg tilkynti því þeim mönnum, sem tilboðin höfðu
gert, að ef þeir óskuðu svars þegar í stað, þá hlyti það
að verða neitandi. En ef tilboð þeirra mættu standa um
nokkurn tíma, þá væri það áform mitt, að leggja þau
öll fyrir landsstjórnina, þegar heim kæmi. Mundi jeg þá
geta sent þeim fullnaðarsvar frá Reykjavík kringum 28.
júní. Þetta samþyktu þeir. — Eftir það átti jeg lítil mök
við þessa kaupsýslumenn, nema hvað jeg nokkrum sinn-
um átti tal við herra Hans Zöllner, umboðsmann L.
Zöllners í Newcastle. En eini árangurinn af samtölum
okkar varð sá, að hann vildi ganga að því, að hækka
hestatöluna um 500 hesta, ef tilboðið teldist þá að-
gengilegra.
í Danmörku eru vitanlega fjöldamargir hestakaupmenn,
sem aldrei hafa fengist við sölu á íslenskum hestum.
Það tókst að fá einn þeirra til að líta við þessum kaup-
um. Það var ungur hestakaupmaður, Trygg Levin Hansen,
og heppnaðist mjer að ná tali af honum sama daginn,
sem jeg sendi framanrituð brjef til þeirra Westergaard’s
og Zöllners. Samtal okkar fór á þá ieið, að mjer í fyrstu
þótti vænlega áhorfast, að sala gæti tekist. Hann kvaðst
geta keypt svo marga íslenska hesta sem vera skyldi,
og taldi engin vandkvæði á, að selja þá, ef að eins þess
skilyrðis væri gætt, að engir aðrir í Danmörku fengju
íslenska hesta það ár. Peninga þóttist hann geta útvegað
og bankatryggingu, eftir því sem á þyríti að halda.
Verðið sem jeg fór fram á, þótti honum samt, of hátt,
og vildi hann því fá nokkurn umhugsunarfrest. Varð það
að samkomulagi, að hann skyldi gefa ákveðið svar 5. júní
næstk. Fjekk jeg honum skriflegt tilboð, og var þar til-
tekið bæði verð og aðrir skilmálar. En skilmálarnir voru
þessir:
Hann skyldi kaupa 4000—6000 hesta, — talan skyldi
nánar ákveðin síðar. Hestarnir áttu að vera 3—8 vetra