Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 109
BÖNAÐABBIT
Góðar kýr.
I nokkur ár hafa nautgripafjelögin starfaö hjer á landi.
Árangurinn af starfi þeirra heflr viö og viö verið birtur
í „Búnaðarritinu", og hefi jeg orðið þess var, að sumum
flnst hann lítill, og mikið minni en hann ætti að vera.
En ef vel er athugað, er þess ekki að vænta, að enn
sjáist mikill árangur af starfsemi fjelaganna. Kynbætur
nautgripa eru ekki auðgerðar, og því síður fljótgerðar.
Á þetta vildi jeg minnast lítið eitt nánar í grein þessari,
ef það mætti verða til þess, að menn skildu frekar starf
fjelaganna, og gerðu sjer síður tál-vonir um fljótan
árangur. En jafnframt vildi jeg líka benda norðlensku
og vestflrsku fjelögunum á bestu kýrnar, sem nú eru í
þeim, og sem þau verða að byggja á íramtíðar-starfið.
Að vísu vantar mig enn ýmsar upplýsingar um kýrnar
í norðlensku og vestflrsku fjelögunum, en eigi að síður
læt jeg grein þessa frá mjer fara nú, ef hún mætti
verða til þess, að síður yrðu drepnir kvígukálfar undan
bestu kúnum á þessu ári, og þess, að frekar yrði
hugsað um, að ættfæra bestu kýrnar nú strax, en verið
hefir.
Strax fyrsta árið, sem nautgripafjelag starfar í ein-
hverri sveit, fá fjelagar þess upplýsingar um kýr sínar,
sem þeir áður höfðu vanrækt að afla sjer. Þessar upp-
lýsingar fást af skýrsluhaldinu. Mjólkin er vegin vikulega
úr hverri einstakri kú, alt árið, og fóðrið er vegið viku-
lega, meðan kúnni er geflð. Yfir þetta er haldin skýrsla,