Okrarasvipan - 15.12.1932, Qupperneq 2

Okrarasvipan - 15.12.1932, Qupperneq 2
OKRARASVIPANI K v i 11 u n. Herra Metúsalem Jóhannsson! Góði vin! Þú hefur látið þjer sæma, að láta einhvern skrifa fyrir þig ofurlitla grein í Alþýðublaðið 8. f. m., sem andsvar gegn grein minni, »Okrararnir og kreppan*, í Alþýðublaðinu 31. Okt. þ. á. Þú lýsir mig þar »opinberan lygara* að þeim hógværu ummælum, sem jeg hafði um þig og starfsemi þina hjer í bæ, í grein minni. — Jeg vil ráða þjer til, að krota ekki nafn þitt undir fleiri greinar til min fyrr en þú ert búinn að lesa, hvað í greinunum stendur. Annars getur það komið sjálfum þjer illa í koll og orðið þjer til minkunar, eins og nú skal sýnt. Hverju hefi jeg logið I grein minni? Jeg sagði, að þú værir einna illræmdastur okraranna hjer í bæ. Hafði jeg þar fyrir mjer ummæli þau, sem standa um þig i blaðinu »Tíminn« 9. April. þ. á. Er það lýgi, að ummælin standi þar? — Jeg sagði, að þú hefðir keypt skuldabrjef og víxia 8vo tugum þúsunda skifti, með afföllum, sem svaraði til alt að 100 °/0 um árið eða meira. — Er það lýgi? — Jeg sagði, að þú ekki vildir kaupa nema »handhafa«-skuldabrjef, og kvittaðir aldrei með nafni þinu víxlana, þegar þeir væru borgaðir. — Er það lýgi? — Jeg sagði, að svo liti út, sem þú ekki teldir fram til skatts allar þær stóru upphæðir, sem færu í gegn um þínar hendur, þar sem tekju- og eigna-skattur þinn var síðasta ár ekki nema 185 krónur. — Er þetta lýgi? — Jeg sagði, að Pjetur Jakobsson væri innheimtumaður þinn og aðstoðarmaður við þessi óþrifaverk þín. — Er það lýgi? — Jeg sagði, að þú lægir með skófatnað fyrir um 80 þúsund krónuí, sem þú varst neyddur til að taka fyrir skuldabrjef, sem þú hafðir keypt. —• Er þetta ekki satt? — En úr þvi við förum að nefna skófatnað, vil jeg leyfa mjer að beina þeirri spurningu til þín, hvort þesBÍ skófatnaður er sami skófatnaðurinn, sem þú marga daga varst að láta flytja heim til þín, í lokuðum bíl, frá skóversluninni við Oðinstorg — sem Sigmundur Jóhannsson veitti forstöðu — fáura dögum áður en sú verslun gaf Big upp sem gjald- þrota. — Eða var það annar skófatnaður? — Svo minnist þú á Dómasafnið. Það er augljóst, að þú ert farinn að lesa það Bíðan nafn þín sjálfs komst í það safn. — Sam- kvæmt þvi safni varst þú af Hæstarjetti dæmdur fyrir ofbeldi við kvenmann — hvers konar skal jeg ekki nefna. — Dómur sá, sem yfir mig kom, tók enga æru af mjer, en jeg læt ósagt um æru þína. En eitt er víst, að ekki benda orð Kristinar litlu, sem aðspurð segist vera Metúsalemsdóttir — »en hann pabbi sór fyrir mig», bætir hún við — á, að sá faðir hafi mikla æru í brjósti. — Að endingu vil jeg minnast á það, að þú kallar mig drykkjuræfil. Jeg skal ekki neita því, að mjer þótti sopinn góður á yngri árum, sem fleirum. En aldrei hefi jeg þó verið svo heppinn, að fá átta hundruð litra af spírituB hjá einum lækni til að drekka og pranga á. — Kveð j$g þig svo með þökk fyrir tilskrifið. Sá er vinur, sem til vamms segir! Þinn Ari Þórðarson.

x

Okrarasvipan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.