Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Side 1

Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Side 1
NÝ]A STÚDENTABLAÐIÐ — 13. maí 1933 — GEFIÐ ÚT AF „FÉLAGI RÓTTÆKRA HÁSKÓLASTÚDENTA" Fassisminn Slundarsigur fassismans í Þýzkalandi liefir nú liaft þau úhrií, að flokkur manna hefir risið upp liér heima og lekið að boða stefnu Hiilers og Mussolinis. Starfsemi þessara manna er að yísu ekki í því fólgin að skýra fass- ismann og sýna á þann liátt fram á ágæti hans nei hún ícr fram með illyrtum skömmum á aðra flokka og þá fyrst og fremst „marxistana“. Hvert er hið „positiva“ innihald fassismans? „Forráðamenn“ hreyfingarinnar liér lieima virðast lielzt sækja „fræðilegu rökin“ fyrir tilveru sinni til naz- ismans þýzka. Það virðist því lielzt fvrir að leita í skrif- um þýzku nazistanna, lil þess að fræðast um, livaða rök fassisininn færir fyrir tilveru sinni. Hvað er það þá, sem liefir vakið tra'ust sliks fjölda inanna á fassismanum, sem raun er á orðin þar úti? Hvert er programm þýzku nazistanna? Við lestur þcss og ann- ara fassistiska liókmennta fæst hér um liil þessi luigmynd um stefnuna. Þeir ætla fyrst og fremst að slá niður marxistana og stórkapitalistana. Tákn fjendanna eru Moskva Wall Street. Þáð, sém stendiir heiminum fyrir þrifum, er hinn al- þjóðlegi hugsunarháttur, hið alþjóðlega auðmagn, liin alþjoðlega, ohjektiva vísindastarfsemi og náttúrlega hinn alþjóðlegi marxismi. Sem fulltrúar liins alþjóðlega auð- magns eru skoðaðir kaupsýslumenn af gyðingaætt, „die Börsenjuden“, og móti þeim persónulega snýst sú agita- tion, sem l'assislarnir telja sig beina gegn kapilalisman- um. Þessi harátta er þannig alls ekki róttæk. Hún nær ekki til orsaka þess, sem aflaga fer. Flokkur Hitlers snýr fyrst og fremst máli sínu til millistéttanna. Loforð Hitlers um framtíðarríkið eru þar af leiðandi Samantíndir draumar og óskir smáhorg- arans. Skuldugum smáborgurum kemur vel að lieyra talað um uppgjöf skulda. Þess vegna liefir Hitler lofað þeim því í programmi sínu. Bankaauðmagnið, stórkapitalistarnir þjaka skuldugar millistéttirnar með vöxtum, sem svipta þær tekjum sín- um jafnótt og þær myndast og velta smáborgurunum siðan i hrönnum niður til öreiganna. Þess vegna er fass- ísminn tálvon smáborg'arans í orði kveðnu á móti stór- kapitalistum og vaxtaþrælkun, en vill þó viðhalda cinka- eignarrétti á framleiðslutækjum sem öðru. Að útiloka vaxtatöku meðan liægt er að leggja fé sitt í fyrirtæki og fá þar arð af því, cr auðvitað alveg óhugs- andi, cnda hefir Hitler sennilega aldrei mcint þetta al- varlega. Að minnsta kosti hefir hann ekkert reynt í þessa átt, síðan hann komst til valda. En jiað er einmitt svona, sem skuldugán smáborgara dreymir. Þess vegna befir Hitler sett þetta í programm sitt. Úrslit styrjaldarinnar síðustu höfðvj slík ógnaráhrif á líf allrar alþýðu i Þýzkalandi, að allt, sem einhver stjórn- málaflokkur lofar að gera, til þess að bæta úr verkunum stríðsins, lilýtur að falla í góðan jarðveg hjá öllum al- menning]. Þetta liefir Hitler skilið. Eitt af stórn málun- um á stefnuskrá hans er þess vegna að fá eyðilagða frið- arskilmálana frá Versailles og St. Germain. Um þclta eru þýzku nazistarnir búnir að segja mörg orð og stór, og þau er víða liægt að lesa. Rökin fyrir þvi, að þetta geti tekizt, eins og Hitler er búinn að lofa, eru vandfundnari í naz- istiskum skrifuin. En sem sé, þarna er leið til þess að „slá sér upp“ við þýzka alþýðu. Þess vegna hefir Hiller sett þetta i pro- gramm sitt. Þegar svo er bætt við nokkrum sannfærandi orðum um ágæti og drottnunarhæfileika hins norræna kyns, ásamt tilsvarandi ókvæðisorðum um liina júðsku ætt, ýmsum háfleygum upjihrópunum ,sem svífa milli himins og jarð- ar og koma livergi nálægt veruleikanum, þá vitum við, livað fassismi er. Sé þess gætt, að millistéttirnar, handiðnarmenn og smá- bændur, hafa runnið á enda sitl skcið í þróunarsögu ])jóð- félagsins og vikið sæti fyrir stórrekstri og samsöfnun auð- magnsins —- fyrir kapitalisma, þá lilýtur að mega draga þá ályktun, að loforð um að snúa þjóðfélagsþróun við, eigi sér enga stoð í veruleikanum, sé algerlega út í hött. Til þess að hægt sé að bæta úr því, sem aflaga fer, þarf ekki einasta að sjá, hvað að er, heldur einnig, hvernig stendur á göllunum. í sinum 25 greinum lial'a fassistarnir tínt saman ýmis samhengislaus atriði, sem allar stéttir þjóðfélagsins, nemá „Börsenjuden“, geta fundið í eittlivað l'yrir sig. Þessar greinar eru algerlega samhengislausar. Balc við þær sést alls ekki skína í neitt skipulag. Þær eru ekki fundnar út með aðstoð þeirra lögmála, sem gilda um þróun þjóðfélagsins, þær eru augsýnilega búnar til

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.