Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Blaðsíða 3

Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Blaðsíða 3
1933 NtJASTÚDENTABLAÐIÐ 3 siðlejTsið til að skáka í því pólitíska hróksvaldi. Þar virð- ist þvert á móti vera aí' nógu að taka. Nú vildi svo til, að kosin liafði verið nefnd stúdenta, P til þess að endurskoða stúdentaráðslögin, og lagði þessi nefnd tillögur sínar fyrir almennan stúdentafund, sem haldinn var tillagnanna vegna 2. mai síðastliðinn. Á þess- um fundi notuðum við, róttækir stúdentar, sem alls ckki vildum lilíta setu gerræðisklikunnar i stúdentaráðinu, tækifærið, til þess að bera fram tiltögu um vantraust á þetta núverandi stúdentaráð, sem svo kallar sig, ef þannig mætti takast að fá því til vegar komið, að löglegt stú- dentaráð starfaði hér í háskólanum. Þcssi vantrauststil- laga okkar var felld með 41 : 33 atkvæðum, og þar með var því slegið föstu, að meiri liluti háskólastúdenta stóð á bak við gerræðið, sem klíkan í stúdentaráðinu hafði beitt í þessum málum. Því var slegið föstu, að stúdentaráðið mætti virða að vettugi helzta lýðræðisákvæði stúdentaráðslaganna, sem skuldbindur ráðið til að fara eflir fvrirmæliun almenns stúdentafundar um öll þau málefni, sem auglýst liafa verið í fundarboði. Því var slegið föstu, að stúdentaráðið mætti hunza lög- mætar fundarkröfur og gæti þannig útilokað stúdenta jafnvel frá því að koma fram ábvrgð á liendur ráðinu fyrir gerðir Jiess. Því var slegið föstu, að stúdentaráð, sem hafði auk þéss beitt margvíslegu öðru gerræði, og enda beinlínis sat af gerræði einu saman, mætti sitja áfram óáreitt, án ])ess að stúdentar sæju ástæðu til að koma fram ábyrgð á hend- ur slíkri gerræðisklíku. Þvi var þannig slegið föstu sem almennri niðurstöðu af þessum deilum, að meiri hluti háskólastúdenta liti svo á, að stúdentum væri ekki skylt og sjálfsagt að gæta alls akademisks velsæmis i átökunum sín á milli, og jafnvel ekki einu sinni skvll og sjálfsagt að fylgja þeim frum- stæðu reglum, að aldrei væri gengið á grundvallarákvæði þeirra laga, sem stúdentar sjálfir liafa sett sér, án ])ess að ábyrgð væri haldið fram á liendur þeim, sem slíkt gerðu, og stæðu stúdentar ávallt saman um það, af almennum akademiskum ástæðum, að knýja fram leiðréttingu á slíku gerræði, með viðeigandi ofanigjöf. Þvi var þannig slcgið föstu sem almennri niðurstöðu af þessum deilum, að mciri hluti háskólastúdenta liti svo á, að því færi svo alls fjarri, að krefjast bæri akademisks málstaðar af stúdentum, að þvert á móti væri jafnvel sið- leysi hins órökstuddasta gerræðis ekki fordæmanlegt, og þannig óbeinlínis gefið í skyn, að meiri lduti stiidenta teldi slíkt siðleysi að minnsta kosti levfilegt, ef ekki bein- línis æsldlegt í átökum okkar háskólastúdenta. f Hugsunarhátturinn, sem meiri liluti stúdenta liér i há- skólanum þannig liefir lýst á hönd sér, á vafalaust fyrst og fremst skýringu sína í því þjóðfélagsfyrirbrigði nú- tímans, sem kalla mætti kommúnistahræðsluna. Á þess- um fullþroskaárum þingræðisins er tillitið til rökseind- anna ekki meira en svo, að jafnvel lieilir stjórnmálaflokk- ar virðast geta byggt alla tilveru sína á einu saman kjör- orðinu: Niður með kommúnismann! Með það fvrir augum að slá niður kommúnistana í Iiá- skólanum, eins og þetta einmitt hefir verið orðað, liéfir meiri hluti liáskólastúdénta lýst á hönd sér slikuin hugs- unarhætti, sem varla getur talizt neinni háskólastofnun sæmilegt að hýsa. Þykir mér rétt að taka það fram, að þetta eru fyrst og fremst sjálfstæðismennirnir í lióp okkar háskólastú- denta, svo að það komi fram, hvílika samvizkuraun þeir hafa orðið að þola l'yrir þennan tilgang, þar sem þeir vegna lians liafa daufheyrzt við öllum áminningum guð- spjallanna um að standa stöðugir á grundvelli lýðræðis- ins, i löghlýðni og öðrum lýðræðisdyggðum. Ennfremur þvkir mér rétl að taka fram, að því fór þó alls fjarri, að það væru aðeins kommúnistarnir i liáskól- anum, sem urðu til þess að taka upp málstað lýðræðis- ins, þegar stúdentaráðið hafði traðkað lýðræðinu af slíku gerræði og það gerði með þvi að „complettera" sig sjálft og kjósa sjálft varamanninn í stað liins reglulega odda- manns ráðsins, sem forfallazt hafði frá störfum. Þetta gerræði stúdentaráðsins kallaði fram ti! mótmæla öll liin róttæku öfl i háskólanum, og þau átök, sem um þetta mál hafa orðið, hafa á margan liátt fest þá samvinnu, og enda gefið lienni það skipulag, sem vafalaust skapar þessari samvinnu framtiðargrundvöll. Nauðsynin á samstarfi allra hinna róttæku afla þjóðfé- lagsins hefir og aldrei verið eins brýn og einmitt nú, á livaða sviði sem er. Niðurstaðan i þessum deilum liefir orðið i samrænii við þá staðreynd, að meiri hluti liáskólastúdenta liugsar nú og tekur sínar ákvarðanir út frá þeirri forsendu einni saman, að vera á móti hverju og einu, sem keniur frá okkur þessum stúdentum, er liöfum fylkt okkur um hinn róttæka málstað, án þess þó að slík forsenda byggist að nokkru leyti á afstöðu gagnvart þvi málefni, sem fyrir liggur i liverju einstöku tilfelli. Slíkur málflutningur á áreiðanlega ekki upptök sín í akademiskri hugsun, og þólt slíkur málflutningur eigi sér vafalaust fyrst og fremst þá þjóðfélagslegu skýringu, sem ég áðan drap á, liefir liann þó jafnframt sína skýringu i persónulegu máttleysi þessara stúdenta, sem liafa sjálfsvirðingu sina svo mjög í hættu. Út frá liinu persónulega máttleysi skýrist einnig flótti þessara stúdenta frá háskólalífinu. Þeir sjá aldrei ástæðu til að skýra frá lífsskoðunum og ])jóðfélagslegum við- horfum sínum, en forðast þvert á móti alla fundi, þar sém reynt gæti á þá sjálfa og lifsskoðanirnar, sem lialda þeim uppi á flóttanum. Ldrus H. Blöndal. r

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.