Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 1

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 1
1. árg. - 3. tbl. 1. desember 1933 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF „FÉLAGI RÓTTÆKRA HÁSKÓLASTÚDENTA" Ur íslenzku stúdentalífi í. Aldrei í sögu hins íslenzka háskóla mun hafa komið betur i ljós en á síðastliðnum vetri, hvaða andrúmsloft ríkir innan veggja þeirrar virðulegu stofnunar. Saga þeirra atburða, er þá urðu meðal stúdenta, hefir þegar verið rakin all-rækilega í Nýja stúdentablaðinu, mun þvi engin þörf á að geta þeirra í einstökum atrið- um að þessu sinni. Hinsvegar virðist ekki úr vegi, einmitt nú, að gera sér nokkra grein þeirra orsaka, er slíkum atburðum valda, og þá um leið, hvert andlegt viðhorf íslenzkra háskóla- stúdenta yfirleitt muni vera. Því verður naumast i móti mælt með gildum rökum, að félagslif allt innan háskólans hafi frá öndverðu verið nauðaómerkilegt og andlegir straumar og menningarmál átt formælendur fáa i hópi stúdenta. Hvenær hafa íslenzkir stúdentar með sönnum áhuga og andlegu fjöri beitt sér fyrir mikilsvarðandi málefnum, er horft gátu til alþjóðar heilla og efldrar menningar ís- lenzkri þjóð? Hvenær hafa íslenzkir stúdentar lagt borgaralega virð- ingu sína í hættu og hafizt handa sem lmgsjónamenn gegn rangsleitninni, heimskunni, hleypidómunum og of- stækinu, er uppi vaða á öllum sviðum í voru litla þjóð- félagi? Hvenær hafa þeir í f elögum sínum og á fundum sin- um treyst andlegan mátt sinn og rökfimi með þvi að brjóta til mergjar og gagnrýna menningarleg fyrirbæri nútímans á þann hátt, er akademiskum borgurum sæmir? Því er fljótsvarað — það hafa þeir aldrei gert. En hvcrnig má slikt verða um svo sannborna Germani og vér Islendingar erum? Ekki verður því um kennt, að Gyðingar og annar ruslaralýður hafi blandað við oss blóði sinu "og lamað andlegt þrek vort og göfgi. Annað- hvort er, að mannfræðikenningar nazistanna þýzku liafa við hæpin rök að styðjast, eða að vér erum ættar- skömm orðnir og verðskuldum eigi lengur að teljast til hins •goðborna kyns. Sennilegast er þó, að hvorttveggja sé rétt. Ótvíræð sönnun þess andlega hengilmænuháttar, sem einkennt Iiefir allt félagslíf í æðstu menntastofnun lands- ins, er Stúdentablaðið svo nefnda- Aldrei hefir það náð neinni útbreiðslu eða vinsældum meðal þjóðarhmar, aldrei lagt neitt af mörkum í menn- ingarbaráttu og viðreisnarstarfi líðandi stundar, aldrei túlkað vísindaleg eða heimspekileg viðfangsefni nútím- ans, svo að þau yrði alþjóð auðskilin. Það hefir löngum verið gumað af fróðleiksfýsn og þekkingarþrá íslenzkrar alþýðu, og sé það lof réttmætt, er syrgilegt til þess að vita, að málgagn merkisbera menn- ingarinnar í landinu, hefir að engu leyti að því stuðlað, að viðhalda og efla svo merkilega og göfuga eigind. Háskólinn hafði þegar starfað nokkuð á annan áratug, er stúdentum hugkvæmdist að gefa út blað þetta, svo að ætla mætti, að ekki hefði skort efni né anda, þegar loks var hafizt handa með útgáfuna. Það skal heldur ekki vefengt, að æthm stúdenta, er frumkvæði áttu að blaði þessu, hafi verið sú að láta nú til skarar skriða og sýna svart á hvítu, að þeir voru fyllilega nafnsins verðir. En þótt svo hafi verið, þá er víst, að allt fór á annan veg, þeg- ar til kastanna kom, eins og stundum vill verða um stórar dáðir. Hvernig í ósköpunum var líka við öðru að búast! í forspjalli fyrsta blaðs (1. des. 1924) er farið þeim orð- um um hlutverk þess, er engum skyggnum manni fær dulizt, hvernig skilja beri og hvers megi af þeim vænta, er slíka stefnuskrá hafa. Þar er hvorki meira né minna en gefið til kynna kinnroða- og blygðunarlaust og meira að segja með nokkrum myndugleik, að í blaðinu megi engar ákveðnar skoðanir fram koma, enginn hugur fylgja máli og öll menningarleg viðhorf og umbótabrölt séu þvi allsendis óviðkomandi, m. ö. o. allt, sem máli skiptir í mannlífinu, liggur fyrir utan þess verksvið, og sé aftur ályktað út frá því, verður niðurstaðan sú, að í rauninni varði það ekki uni nokkurn skapaðan hlut milli himins og jarðar. Þetta má nú kallast heldur en ekki objectiv afstaða til hlutanna! Þess má þó jafnframt geta, að raunar er ís- lenzkum stúdentum margt betur gefið en objectivitet (hlutlægni). Synd væri þó að segja, að Stúdentablaðið hafi ekki vel og dyggilega efnt sín fögru loforð, því að allt til þessa dags hefir það aldrei sagt neitt, er verulegu máli skiptir. Kvumugur maður, er um eitt skeið var ritstjóri þess, hefir tjáð þeim, er þessar línur ritar, að í sinni ritstjórn- artið hafi stúdentar verið mjög tómlátir um ritstörfin og ekkert þótzt hafa um að skrifa. Framh. á bls. 10.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.