Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 4
4 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 1933 liinsvegar mega Iivetja menn til að neita að borga þenn- an trúarlega refsiskatt. Vel á minnst. Er ekki kominn tími til að fara að endurskoða „trú- l'relsið“, sem sagt er, að við njótum liér á íslandi i svo ríkum mæli? Getum við látið okkur lynda það „trúfrelsi“, sem of- urselur okkur stofnun eins og þjóðkirkju og gleyjiir ár- lega henni til handa livorki meira né minna en hálfa milljón króna af sameiginlegu fé okkar allra saman? Getum við látið okkur lynda það „trúfrelsi“, sem þar á ofan tekur jafnvel ótakmarkaðan1) trúarskatt í refs- ingu af öllum þeim, sem dirfast að gera sér aðrar guðs- hugmyndir en ríkisvaldið vill vera láta, livað þá af þeim, sem játa það hreinskilnislega, að þeir viti ekki til neinna guða? Frá trúarlegu sjónarmiði ætti það þó að geta verið fullnægjandi, að guðirnir komi sjálfir fram refsingun- um á hendur þessum mönnum, sem þrjózkazt hafa við að viðurkenna ])á. Getum við látið okkur lynda það „trúfrelsi“, sem heldur uppi dýrum og skipulögðum agitationum fyrir aðeins einum af öllum þeim aragrúa af guðum, sem mannkyninu hafa opinherazt fyrir munn spámanna þeirra livers um sig? Getum við látið okkur lynda það „trúfrelsi“, sem læt- ur fæðingu okkar og dauða háð kirkjulegum afskiptum og jafnvel lætur okkur þess aðeins kost, að jarðarfar- irnar séu trúarleg athöfn í nafni þessa eina guðs, sem íslenzka ríkisvaldið viðurkennir, og meinar okkur þannig að hverfa aftur til jarðarinnar í samræmi við þá liversdagslegu staðreynd, að við erum öll jarðnesk- ar verur? Svo má vel vera, að margir yrðu kröfufrekari til þessa Jifs út frá því sjónarmiði, að þeir ráði aðeins yfir einu lífi og eigi enga „uppbót“ í vændum hinumegin. En skyldu þeir hinir sömu þá ekki liafa gilda ástæðu til að vera töluvert kröl'ufrekari? Sú vanmáttartilfinning gagnvart lífinu og þjóðfélags- öflunum, sem birtist í hinum austræna átrúnaði á með- fædda synd og sekt, er nú sem betur fer óðum að hverfa, en i stað hennar að koma rökstudd sannfæring um það, að við jarðarbúar séum öll jafnborin að njóta lífsins, og höfum ]>að enda í sjálfsvaldi okkar að gera okkur öllum lífið þannig, að hægt sé að njóta þess. Það þarf auðvitað þroska til að setja óskum sínum takmörk og hiðja einungis um það, sem skynsamlegt er að biðja um. Það þarf liófstillingu til að láta sér nægja 1) Svo segja mér lögvitrir menn, að það séu lög í pessu landi, að utanþjóðkirkjumenn skuii ávallt greiða jafnháan trúarskatt og með- limir þjóðkirkjunnar á sama stað koma sér saman um að greiða vegna kirkjumálanna, svo að þessi refsiskattur er ]>annig ótakmarkaður, eftir því, hvað guðirnir eiga mikil itök í pyngjum safnaðanna. — þessi refsiskattur er þannig jafnframt nokkurskonar verndartollur, sem kemur í veg fyrir, að önnur trúarhrögð geti boðið upp á ódýrari „náðarmeðöl“ en þjóðkirkjan telur sér fært að gera. eitt líf. Eit sú Jiófstilling er áreiðanlega lioll og samljoð- in öllum okkur dauðlegum mönnum. Að þvi, er guðina snertir, þá má og vafalaust rök- styðja afstöðu Þorsteins Erlingssonar, sem neitaði af- dráttarlaust að viðurkenna guðina, fyrr en þá ef hann neyddist til að gera það dauður: Ég verð ltannske í herrans lijörð lirakinn meinasauður, en enginn fær mig ofan í jörð áður en ég er dauður. Lárus H. Blöndal. Hvert stefnir? Þótt Island standi ekki framarlega á verklega sviðinu og þróun atvinnuveganna sé að mestu á einyrkjustigi nema í togaraútgerðinni, þá er þó svo komið fyrir Is- landi sem öðrum auðvaldsríkjum, að það hefir ekki verkefni lianda öllum þegnum sínum. Raunar er þróun framleiðsluháttanna engin lausn á þessu máli á meðan Island er fjárhagslega háð erlendu euðvaldi. Og meðan framleitt er til að skapa gróða fárra manna en ekki almenna velmegun, lilýtur einstaklingur- inn að vera öryggislaus um atvinnu sína og tilveru. Það er sama, hvert leitað er — alslaðar er yfirfullt. Og það engu síður i þeim greinum, sem embættispróf frá há- skólánum veitir aðgang að. Einstaklingsfrelsið takmark- ast af þeim fáu möguleikum, sem úrelt þjóðskipulag setur og þeim fjárhagsaðstæðum, sem liver maður er liorinn til. Hinn 5. sept. s. 1. var birt í hlöðunum aðvörun frá for- setum laga- og læknadeildar til nýútskrifaðra stúdenta, þar sem þeim er hent á, að ekki sé ráðlegt að hefja nám í þessum deildum, vegna þess, að þegar sé orðið yfirfullt í þeim greinum, er þær veiti aðgang að. Þetta lcann í fljótu hragði að virðast fram komið af umhyggju fyrir hinum nýju stúdentum. En við nánari athugun kemur liið gagnstæða í ljós. Undanfarin ár liafa atvinnu- möguleikar menntamanna stöðugt farið minnkandi, sumpart vegna hinnar öru fjölgunar þeirra og sumpart vegna harðnandi kreppu. Ef þetta ástand helzt, hlýtur ólijákvæmilega að skapast liér menntaður öreigalýður, sem er líklegur til að taka, fyr eða síðar, afstöðu með verklýðsstéttinni. Þetta hefir l)orgarastéttin skilið. Glöggt dæmi þess er lokun menntaskólans og svo í beinu áframhaldi af lienni þessi aðvörun prófessoranna. I aðvöruninni er hinum ungu stúdentum ekki hcnt á aðrar leiðir. Og þess var lieldur ekki að vænta, að pró- fessorarnir gætu gert það, þegar sjálft ríkisvaldið gerir ekkert lil að sjá þegnum sínum fyrir atvinnu. Þegar þess er gætt, að stúdentar liafa enga atvinnuvon við algeng störf, öðrum mönnum fremur, verður ekki séð, að það gæti gerl þeim neina hölvun að stunda háskóla-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.