Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 10

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 10
10 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 19.33 Tvö bré! og eitt ljóö i Stjórn Félags róttækra háskólastúdenta leyfir sér hér- með að fara þess á leit við háskólaráðið, að það láti fé- laginu i té til afnota eina kennslustofu eina klst. í viku. Félagið gengst fyrir lesliring um hina efnalegu sögu- skoðun og hafa nú þegar nær 40 stúdentar óskað eftir þátttöku. Leiðbeinandi verður Einar Olgeirsson. Væntir stjórnin þess, að háskólaráðið sjái sér fært að bæta á þenna Iiátt úr hinum tilfinnanlegu húsnæðis- vandræðum stúdenta. Vér væntum þess, að þér svarið oss skriflega við fyrsta tækifæri, svo að vér getum tekið til starfa sem fyrst. Reykjavík, 30. októlær 1933. f. h. Félags róttækra háskólastúdenta. Eiríkur Magnússon form. Til Háskólaráðs Háskóla Islands. II HÁSKÓLI ÍSLANDS Reykjavík 18. nóv. 1933. Félag róttækra liáskólastúdenta. Háskólaráðið hefir á fundi i dag samþykkt að synja beiðni yðar um að fá kennslustofu til afnota fyrir les- liring um hina efnalegu söguskoðun. Alexander Júhannesson rektor háskólans. Vér trúum á gildi mennta og mátt: að markið í ævi lýða sé þekking og vísindi að hefja hcítt með hugsjónum nýrra tiða. Vér trúum á sannleikans sigurmátt, —- það sé fyrir hann að stríða. Alma mater. (Úr skrásetningarljóðum nýrra háskólaborgara). P. s. Alma mater er ákaflega skritin gyðja, sem stúdent- ar kynnast ekki persónulega. Engu að siður fá þeir stöku sinnum skilaboð frá henni. — Þegar hún er í hversdagslegu ska]ú og meinar það, sem hún segir, hirtir hún stúdentum vilja sinn bréflega, og skrifar rektor háskólans undir bréfið, því að hann nýtur liylli hennar umfram aðra lenda menn. En á liausti hverju er mikið um dýrðir i höll hennar. Drífa þá að ungir stúdentar Jtvaðanæva og beiðast vetursetu. Alma mater er þá létt við alla og lætur fjúka í kviðlingum. Úr íslenzku stúdentalífi Framh. frá bls. 1 Árið 1928 færðust þeir þó i fang að gefa blaðið út einu sinni í mánuði hverjum allt liáskólaárið og lýstu því um íeið liátíðlega yfir, að svo skyldi verða þaðan i frá. En hrátt kom í ljós, að slíkt var þeim allt of mikil andleg þrekraun, þvi tvö síðastliðin ár var að því horfið, sem áður var, og hlaðið aðeins gefið út pro forma, þ. e. 1. des., sem einskonar þjóðveldisdagsauglýsing, því ekki vantar hlessaða þjóðræknina og þjóðernisrembinginn, skrýdd skinhelgi og jTirborðs miklmennsku! Ekki mun heldur ofmælt, að það hafi valdið stúdentum mikils andstreymis og andlegra harmkvæla að imoða saman efni í þessa tvo siðustu snepla. 2. Vatalaust á háskólinn sem slíkur nokkra sök á þessari dæmalausu deyfð og andlega kveifaraskap, er þjakað hefir íslenzka liáskólaborgara frá fyrstu tíð. Fræðsla sú, er menn þar eiga aðgang að, er eins og flestir vita einskorðuð mjög og fábreytileg. Háskóli vor stenzt að því levti eigi samanburð við nokkurn liáskóla Norðurálfunnar og sennilega enga menntastofun í víðri veröld, er því nafni nefnist. Til langs tima hefir allur Jiorri stúdenta lagt stund á lög og læknisfræði, af því að svo hefir tilhagað, að helzt hefir verið von um að krækja i ærlegan bita að þvi námi loknu. Hvorttveggja það nám er óneitanlega einhæft og veitir mjög svo einhliða mennt- un. Um guðfræðinga og þeirra fræði skal ekki fjölyrt, jjað eitt er víst, að af þeim er krafizt jækkingar á ýms- um hinum furðulegustu hlutum. En livað er þá um heimspekisdeildina svokölluðu að segja, þá deild, sem við flesta liáskóla liins menntaða heims skipar öndvegissess, veitir mesta alhliða vísinda- menntun og gefur þannig háskólunum sem slíkum fyrst og fremst tilverurétt. Enn sem komið er, er hér aðeins um eitt að velja, þ. e. íslenzk fræði, og er þar með átt við sögu þjóðarinnar, tungu og bókmenntir. Er þá upptalin sú humanistiska menntun, sem völ er á i þessum háskóla. Um forspjallsvísindin er bezt að fara sem fæstum orð- um. Svo á að heita, að stúdentar fái dálitla nasasjón af almennri sálarfræði og rökfræði. Þó er eigi meiri rækt lögð við þessar greinir en svo, að kennd er í sálarfræð- inni bók, sem fullyrða má um, að er mörgum árum á efir tímanum, og er j)ó sízt skortur ágætra nýrra rita i þeim fræðum. I heimspeki og' heimspekisögu er engrar þekkingar krafizt og engin fræðsla veitt og væri þess ])ó full j)örf. Engir möguleikar eru á j)ví, að Ijúka hér háskólaprófi i ýmsum helztu vísindagreinum nútímans, svo sem ver- aldarsögu, heimspeki, uppeldisvísindum, þjóðfélagsfræði, sálarfræði, náttúruvisindum, listfræðum og ótal mörgu fleiru. Og það, sem verra er, stúdentar eru á engan hátt livaltir lil að kynna sér, þó ekki væri nema helztu niður-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.